Framganga SA í máli flugmanna setji hættulegt fordæmi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. október 2021 16:17 Bláfugl sagði upp ellefu flugmönnum FÍA fyrr á árinu. Mynd/ Vilhelm. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur skorað á Bláfugl og Samtök atvinnulífsins að standa við gildandi kjarasamning og fara eftir dómi sem féll nýverið í málinu í Félagsdómi. Lögmaður FÍA segir að um skýrt lögbrot sé að ræða af hálfu Samtaka atvinnulífsins. Málið varðar uppsagnir ellefu flugmanna hjá Bláfugli fyrr á árinu en Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að uppsagnirnar hafi verið ólögmætar. Í yfirlýsingu Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir að það sé óásættanlegt að ekki sé farið eftir dóminum og gildandi kjarasamningum. Sonja Bjarnadóttir Backman, lögfræðingur FÍA, segir að um sé að ræða hættulega þróun. Það hafi komið skýrt fram í dóminum að kjarasamningar haldi gildi sínum og því eigi félagsmenn FÍA forgang í ellefu stöðugildi hjá Bláfugli. „Við teljum þetta vera alvarlega atlögu að stjórnarskrárvörðum rétti stéttarfélaga og ef að eftirlitsaðilar grípa ekki inn í málið, að þetta félag og samtökin virði ekki gildandi lög kjarasamninga og fallna dóma, þá er verið að skapa hérna mjög hættulegt fordæmi fyrir íslenskan vinnumarkað í heild,“ segir Sonja. „Við höfum nú þegar séð anga af því að önnur fyrirtæki eru að fylgjast með þessu máli til að athuga hvort þau geti stigið þessi sömu skref og þetta þarf bara að stoppa,“ segir Sonja en hún bendir á að skömmu fyrir uppsagnirnar hafi þar verið ráðnir inn erlendir gerviverktakar á helmingi lægri launum. Með yfirlýsingu FÍA er einnig verið að kalla eftir viðbrögðum frá yfirvöldum og þau beðin um að láta sig málið varða. „Það eru eftirlitsaðilar með vinnumarkaðinum, eins og Vinnumálastofnun, sem að hefur heimildir til að grípa inn í á mörgum stöðum. Þarna er til að mynda íslenskt félag að ráða inn gerviverktaka frá erlendri starfsmannaleigu. Að okkar mati hefur eftirlit með þessu ekki verið með fullnægjandi hætti,“ segir Sonja. „FÍA er auðvitað líka með þessari yfirlýsingu að kalla eftir samstöðu stéttarfélaga landsins, því að í okkar augum er þetta ekkert nema en aðför að íslenskum vinnumarkaði og stéttarfélögum og kjarasamningum,“ segir Sonja. Samgöngur Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mikilvægur sigur FÍA gegn Bláfugli og SA Mikilvægur sigur vannst í baráttu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gegn gerviverktöku flugmanna þegar Félagsdómur kvað upp dóm í máli FÍA gegn Samtökum atvinnulífsins og Bláfugli þann 16. september sl. 4. október 2021 11:00 Uppsagnir flugmanna Bláfugls dæmdar ólögmætar Félagsdómur staðfesti í dag ólögmæti uppsagna Bláfugls á flugmönnum sem eru meðlimir í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). FÍA fagnar niðurstöðunni en félagið höfðaði mál á hendur Samtökum atvinnulífsins sem Bláfugl heyrir undir. 16. september 2021 16:49 Verkfallsaðgerðir FÍA lögmætar að mati Landsréttar Landsréttur hefur staðfest að verkfallsaðgerðir, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) réðst í gegn Bláfugli ehf., hafi verið lögmætar. Bláfugl óskaði eftir lögbanni á verkfallsaðgerðir FÍA í febrúar síðastliðnum en sýslumaður hafnaði kröfu Bláfugls. 10. maí 2021 13:53 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Málið varðar uppsagnir ellefu flugmanna hjá Bláfugli fyrr á árinu en Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að uppsagnirnar hafi verið ólögmætar. Í yfirlýsingu Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir að það sé óásættanlegt að ekki sé farið eftir dóminum og gildandi kjarasamningum. Sonja Bjarnadóttir Backman, lögfræðingur FÍA, segir að um sé að ræða hættulega þróun. Það hafi komið skýrt fram í dóminum að kjarasamningar haldi gildi sínum og því eigi félagsmenn FÍA forgang í ellefu stöðugildi hjá Bláfugli. „Við teljum þetta vera alvarlega atlögu að stjórnarskrárvörðum rétti stéttarfélaga og ef að eftirlitsaðilar grípa ekki inn í málið, að þetta félag og samtökin virði ekki gildandi lög kjarasamninga og fallna dóma, þá er verið að skapa hérna mjög hættulegt fordæmi fyrir íslenskan vinnumarkað í heild,“ segir Sonja. „Við höfum nú þegar séð anga af því að önnur fyrirtæki eru að fylgjast með þessu máli til að athuga hvort þau geti stigið þessi sömu skref og þetta þarf bara að stoppa,“ segir Sonja en hún bendir á að skömmu fyrir uppsagnirnar hafi þar verið ráðnir inn erlendir gerviverktakar á helmingi lægri launum. Með yfirlýsingu FÍA er einnig verið að kalla eftir viðbrögðum frá yfirvöldum og þau beðin um að láta sig málið varða. „Það eru eftirlitsaðilar með vinnumarkaðinum, eins og Vinnumálastofnun, sem að hefur heimildir til að grípa inn í á mörgum stöðum. Þarna er til að mynda íslenskt félag að ráða inn gerviverktaka frá erlendri starfsmannaleigu. Að okkar mati hefur eftirlit með þessu ekki verið með fullnægjandi hætti,“ segir Sonja. „FÍA er auðvitað líka með þessari yfirlýsingu að kalla eftir samstöðu stéttarfélaga landsins, því að í okkar augum er þetta ekkert nema en aðför að íslenskum vinnumarkaði og stéttarfélögum og kjarasamningum,“ segir Sonja.
Samgöngur Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mikilvægur sigur FÍA gegn Bláfugli og SA Mikilvægur sigur vannst í baráttu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gegn gerviverktöku flugmanna þegar Félagsdómur kvað upp dóm í máli FÍA gegn Samtökum atvinnulífsins og Bláfugli þann 16. september sl. 4. október 2021 11:00 Uppsagnir flugmanna Bláfugls dæmdar ólögmætar Félagsdómur staðfesti í dag ólögmæti uppsagna Bláfugls á flugmönnum sem eru meðlimir í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). FÍA fagnar niðurstöðunni en félagið höfðaði mál á hendur Samtökum atvinnulífsins sem Bláfugl heyrir undir. 16. september 2021 16:49 Verkfallsaðgerðir FÍA lögmætar að mati Landsréttar Landsréttur hefur staðfest að verkfallsaðgerðir, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) réðst í gegn Bláfugli ehf., hafi verið lögmætar. Bláfugl óskaði eftir lögbanni á verkfallsaðgerðir FÍA í febrúar síðastliðnum en sýslumaður hafnaði kröfu Bláfugls. 10. maí 2021 13:53 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Mikilvægur sigur FÍA gegn Bláfugli og SA Mikilvægur sigur vannst í baráttu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gegn gerviverktöku flugmanna þegar Félagsdómur kvað upp dóm í máli FÍA gegn Samtökum atvinnulífsins og Bláfugli þann 16. september sl. 4. október 2021 11:00
Uppsagnir flugmanna Bláfugls dæmdar ólögmætar Félagsdómur staðfesti í dag ólögmæti uppsagna Bláfugls á flugmönnum sem eru meðlimir í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). FÍA fagnar niðurstöðunni en félagið höfðaði mál á hendur Samtökum atvinnulífsins sem Bláfugl heyrir undir. 16. september 2021 16:49
Verkfallsaðgerðir FÍA lögmætar að mati Landsréttar Landsréttur hefur staðfest að verkfallsaðgerðir, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) réðst í gegn Bláfugli ehf., hafi verið lögmætar. Bláfugl óskaði eftir lögbanni á verkfallsaðgerðir FÍA í febrúar síðastliðnum en sýslumaður hafnaði kröfu Bláfugls. 10. maí 2021 13:53