Innlent

Víða gular viðvaranir á landinu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Gular viðvaranir hafa verið gefnar út í fjórum landshlutum.
Gular viðvaranir hafa verið gefnar út í fjórum landshlutum.

Íbúum á höfuðborgarsvæðinu var eflaust brugðið í morgun en snjór hafði fallið víðsvegar fallið í efri byggðum borgarinnar. Veður verður með verra móti í dag en gular viðvaranir hafa verið gefnar út í fjórum landshlutum.

Gul viðvörun tekur gildi á Suðurlandi klukkan tvö í dag. Vindur getur náð allt að 25 metrum á sekúndu og fólk er beðið að ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Færðin á Suðausturlandi getur verið varasöm fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind, en vindur getur náð allt að 35 metrum á sekúndu undir Eyjafjöllum. Á Suðausturlandi má einnig búast við snjókomu til fjalla með lélegu skyggni og akstursskilyrðum, einkum í Öræfum. Búast má við samgöngutruflunum og eru afmarkaðar lokanir á vegum líklegar.

Á Kjalarnesi er spáð hvassviðri upp úr klukkan 16 í dag og fram eftir kvöldi. Búast má við vindhviðum á bilinu 28 til 33 metra á sekúndu. Aðstæðurnar geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur, ökutæki sem taka á sig mikinn vind eða með aftanívagna.

Þá er búist við norðaustan hríð á Vestfjörðum en vindur getur farið yfir 30 metra á sekúndu á fjallavegum. Búast má við snjókomu eða éljagangi og lélegu skyggni. Fólk er hvatt til að fara varlega.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×