Hefur tilkynnt fjölda rasískra skilaboða til lögreglu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. október 2021 20:32 Lenya Rún er varaþingmaður Pírata. adelina antal Varaþingmaður hefur gert lögreglu viðvart eftir að fjöldi skilaboða í anda hatursorðræðu bárust henni. Hún segir tíma kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins. Lenya Rún er 21 árs, fædd og uppalin hér á landi. Hún hefur alla tíð fundið fyrir rasisma á Íslandi en hefur orðið fyrir auknu aðkasti eftir að möguleiki var á því að hún yrði þingmaður. „Skilaboðin eru öðruvísi. Þau eru grófari, miklu grófari og þetta er meira um það að ég eigi ekki heima á Íslandi eða að ég eigi ekki heima á þingi frekar en að það sé verið að setja út á mig sem persónu.“ Hvað er fólk að segja? „Til dæmis að ég eigi að fara heim til mín. Að ég eigi ekki heima á Alþingi Íslendinga. Að Ísland sé fyrir Íslendinga. Að ég sé ógeðsleg út af því að ég er ekki Íslendingur.“ Alvarleg þróun sem ber að taka alvarlega Nýlega varð aðkastið svo mikið að hún ákvað að gera lögreglu viðvart. „Ég gerði það núna á dögunum. Mér fannst það það eðlilegasta og réttasta í stöðunni. Við lifum á tímum þar sem það er skotið á bíl borgarstjórans og verið að setja hakakross á augu vinkonu minnar sem er módel út af því að hún er svört. Þetta er alvarleg þróun og það ber að taka þessu alvarlega.“ Sjá einnig: Límdu hakakross á auglýsingu frá Ölgerðinni: „Maður er alveg miður sín“ Hvað gerir lögreglan? „Ég held að þau séu bara vör við ástandið. Ég veit ekki hvað er í boði akkúrat núna. Mér finnst mikilvægt að lögreglan viti af þessu, að ég sé að upplifa mikið áreiti,“ sagði Lenya. Valgerður Reynisdóttir heldur úti reikningnum Anti rasistarnir á Instagram ásamt hópi kvenna. Hópurinn býður sig fram til þess að halda fræðslu um rasisma í skólum og félagsmiðstöðum, en hægt er að hafa samband við hópinn í gegnum Instagramadelina antal Valgerður Reynisdóttir er átján ára og heldur úti instagram síðunni Anti rasistarnir ásamt hópi kvenna en tilgangurinn er að fræða fólk um rasisma á Íslandi. Þar deila þær reynslusögum þeirra sem hafa orðið fyrir rasisma. „Gott að vita að maður sé ekki einn“ „Sumar þeirra var mjög erfitt að lesa. Ég hugsaði bara vá það er ógeðslegt að maður lendi í svona, en það er gott að vita að maður sé ekki einn.“ Eru þetta fleiri sögur en þú áttir von á? „Já en á sama tíma nei. Ég bjóst við að fá mikið en þetta er svo ótrúlega mikið. Ég hugsaði: Vá hvað það er ógeðslegt sem fólk er að lenda í,“ sagði Valgerður. Tími kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins Hverju er fólk að lenda í? Hvernig sögur ertu að fá? „Við fengum sögu frá stelpu sem var að labba í skólann og þá öskraði einhver út í bláinn: „Það er svo mikið af negrum hérna“ og hún hugsaði hvort það væri verið að tala um sig. Svo var önnur saga af því þar sem nágranna fannst óþægilegt að búa fyrir neðan svarta manneskju,“ sagði Valgerður. „Fimmtán prósent af íslensku þjóðinni eru útlendingar og þessi fimmtán prósent eru ekki með málsvara neins staðar, þannig að ég held að það sé kominn tími til þess að eiga samtal um það hvað við erum orðin fjölbreytt samfélag og við þurfum að læra að aðlagast hvort öðru,“ sagði Lenya. Á morgun höldum við umfjöllun um rasisma áfram og skoðum aðkomu lögreglunnar í málum er varða hatursorðræðu. Kynþáttafordómar Píratar Tengdar fréttir Rasísk skilaboð límd á biðskýli Strætó: „Hvet fólk til að tilkynna þau“ Rasísk skilaboð límd á biðskýli Strætó. Upplýsingafulltrúi Strætó hvetur fólk til að tilkynna slík skilaboð. 18. október 2020 22:39 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Lenya Rún er 21 árs, fædd og uppalin hér á landi. Hún hefur alla tíð fundið fyrir rasisma á Íslandi en hefur orðið fyrir auknu aðkasti eftir að möguleiki var á því að hún yrði þingmaður. „Skilaboðin eru öðruvísi. Þau eru grófari, miklu grófari og þetta er meira um það að ég eigi ekki heima á Íslandi eða að ég eigi ekki heima á þingi frekar en að það sé verið að setja út á mig sem persónu.“ Hvað er fólk að segja? „Til dæmis að ég eigi að fara heim til mín. Að ég eigi ekki heima á Alþingi Íslendinga. Að Ísland sé fyrir Íslendinga. Að ég sé ógeðsleg út af því að ég er ekki Íslendingur.“ Alvarleg þróun sem ber að taka alvarlega Nýlega varð aðkastið svo mikið að hún ákvað að gera lögreglu viðvart. „Ég gerði það núna á dögunum. Mér fannst það það eðlilegasta og réttasta í stöðunni. Við lifum á tímum þar sem það er skotið á bíl borgarstjórans og verið að setja hakakross á augu vinkonu minnar sem er módel út af því að hún er svört. Þetta er alvarleg þróun og það ber að taka þessu alvarlega.“ Sjá einnig: Límdu hakakross á auglýsingu frá Ölgerðinni: „Maður er alveg miður sín“ Hvað gerir lögreglan? „Ég held að þau séu bara vör við ástandið. Ég veit ekki hvað er í boði akkúrat núna. Mér finnst mikilvægt að lögreglan viti af þessu, að ég sé að upplifa mikið áreiti,“ sagði Lenya. Valgerður Reynisdóttir heldur úti reikningnum Anti rasistarnir á Instagram ásamt hópi kvenna. Hópurinn býður sig fram til þess að halda fræðslu um rasisma í skólum og félagsmiðstöðum, en hægt er að hafa samband við hópinn í gegnum Instagramadelina antal Valgerður Reynisdóttir er átján ára og heldur úti instagram síðunni Anti rasistarnir ásamt hópi kvenna en tilgangurinn er að fræða fólk um rasisma á Íslandi. Þar deila þær reynslusögum þeirra sem hafa orðið fyrir rasisma. „Gott að vita að maður sé ekki einn“ „Sumar þeirra var mjög erfitt að lesa. Ég hugsaði bara vá það er ógeðslegt að maður lendi í svona, en það er gott að vita að maður sé ekki einn.“ Eru þetta fleiri sögur en þú áttir von á? „Já en á sama tíma nei. Ég bjóst við að fá mikið en þetta er svo ótrúlega mikið. Ég hugsaði: Vá hvað það er ógeðslegt sem fólk er að lenda í,“ sagði Valgerður. Tími kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins Hverju er fólk að lenda í? Hvernig sögur ertu að fá? „Við fengum sögu frá stelpu sem var að labba í skólann og þá öskraði einhver út í bláinn: „Það er svo mikið af negrum hérna“ og hún hugsaði hvort það væri verið að tala um sig. Svo var önnur saga af því þar sem nágranna fannst óþægilegt að búa fyrir neðan svarta manneskju,“ sagði Valgerður. „Fimmtán prósent af íslensku þjóðinni eru útlendingar og þessi fimmtán prósent eru ekki með málsvara neins staðar, þannig að ég held að það sé kominn tími til þess að eiga samtal um það hvað við erum orðin fjölbreytt samfélag og við þurfum að læra að aðlagast hvort öðru,“ sagði Lenya. Á morgun höldum við umfjöllun um rasisma áfram og skoðum aðkomu lögreglunnar í málum er varða hatursorðræðu.
Kynþáttafordómar Píratar Tengdar fréttir Rasísk skilaboð límd á biðskýli Strætó: „Hvet fólk til að tilkynna þau“ Rasísk skilaboð límd á biðskýli Strætó. Upplýsingafulltrúi Strætó hvetur fólk til að tilkynna slík skilaboð. 18. október 2020 22:39 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Rasísk skilaboð límd á biðskýli Strætó: „Hvet fólk til að tilkynna þau“ Rasísk skilaboð límd á biðskýli Strætó. Upplýsingafulltrúi Strætó hvetur fólk til að tilkynna slík skilaboð. 18. október 2020 22:39