Fjöldi greindra hefur verið á bilinu 20 til 60 frá ágústlokum.
62 greindust með Covid-19 innanlands í gær.
Af greindu voru 27 fullbólusettir en 35 óbólusettir.
42 voru í sóttkví við greiningu en 24 utan sóttkvíar.
499 eru í einangrun og 1.499 í sóttkví.
Þrír liggja inni á Landspítala vegna Covid-19, enginn á gjörgæslu. Meðalaldur inniliggjandi er 57 ár. 501 sjúklingur, þar af 200 börn, eru í eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans.
Fréttin hefur verið uppfærð til samræmis við nýjustu tölur um inniliggjandi á Landspítala.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.