„Gangi þeim vel að læra af þessu en ég vil fá borgað“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. október 2021 21:32 Framkvæmdirnar á Hverfisgötu árið 2019 voru umdeildar. Vísir/Vilhelm Ásmundur Helgason, annar eigandi kaffihússins Gráa kattarins, var mjög gagnrýninn á þau sem stóðu að framkvæmdum við Hverfisgötu árið 2019, við aðalmeðferð í dómsmáli eigandanna gegn Reykjavíkurborg. Eigendur krefjast 18,5 milljóna króna í skaðabætur frá borginni vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af árinu 2019. Hann líkti aðstæðunum á umræddu tímabili á Hverfisgötu við stríðsástand. Mikillar óánægju gætti á meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur við Hverfisgötu árið 2010. Lítið upplýsingaflæði og skortur á aðgengi að verslunum og veitingahúsum við götuna vegna framkvæmdanna var gagnrýndur. Framkvæmdirnar á Hverfisgötu voru afar umdeildar. Þær hófust í maí og átti að vera lokið um þremur mánuðum síðar, í ágúst í kringum menningarnótt. Verklok tókust hins vegar ekki fyrr en í nóvember sama ár. Fór það svo að Ásmundur og Elín Ragnarsdóttir, eigendur kaffihússins, stefndu Reykjavíkurborg og kröfðust þau 18,5 milljónir í skaðabætur vegna málsins. Telja þau að borgin hafi brugðist skyldu sinni með ófullnægjandi kynningu og skipulagi, hvort sem er í aðdraganda framkvæmdanna og svo á meðan á framkvæmdunum stóð. „Það var sett af stað stríðsástand“ Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, þar sem Ásmundur gaf aðilaskýrslu. Þar lýsti hann því hversu flatt það hefði komið upp á eigendurna í apríl 2019 þegar þau fréttu fyrst af umræddum framkvæmdum, í gegnum vin sem hafði lesið um þær í Morgunblaðinu. Ítrekaðar beiðnir um upplýsingar frá borginni hafi engu skilað. Hverfisgatan var endurnýjuð en verslunar- og veitingastaðaeigendur við götuna voru ósáttir við það hvernig staðið var að framkvæmdinni.Vísir/Vilhelm. Greindi hann frá því að 14. maí hefði komið bréf inn um lúguna þar sem fram kom að framkvæmdir ættu að hefjast 13. maí. Eftir samskipti við tengilið verkefnisins sagðist Ásmundur hafa fengið upplýsingar um að aðgengi ætti að vera tryggt á meðan á framkvæmdunum stæði. Sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 um málið frá ágúst árið 2019. Í dómsal í dag nefndi Ásmundur það sem dæmi um slæmt aðgengi að Gráa kettinum á meðan framkvæmdum stóð að ekki nokkur leið hafi verið fyrir fréttamanninn sem vann umrædda frétt að komast að veitingastaðnum. Framkvæmdir hófust 20. maí og sagði Ásmundur um leið og þær hefðu byrjað hefði velta kaffihúsins farið niður á við. „Það var sett af stað stríðsástand,“ sagði Ásmundur og lýsti því hvernig tveggja metra grindur hafi verið settar upp á svæðinu. Malbikið hafi verið rifið af og það sem verst hafi verið að byrjað hafi verið að fleyga, átta tíma á dag í fimm til sex vikur. „Stóra málið í þessu er fleygunin, hún var ansi hávaðasöm, en aðgengið var alveg skelfilegt. Það var erfitt frá fyrsta degi þó gangstéttin hafi verið nokkuð greið – það var hægt að labba hana og hjóla á henni,“ sagði Ásmundur. Allir tilbúnir að læra á hans kostnað Ásmundur lagði meðal annars fram veltuyfirlit með samanburði á milli ára þar sem kom fram að velta hefði minnkað um fimmtán prósent í maí, sautján prósent í júlí, nítján prósent í ágúst, 34 prósent í september og 41 prósent í október. Sagðist Ásmundur þá hafa haldið að kaffihúsið myndi fara á hausinn. Framkvæmdir á Hverfisgötu sumarið 2019.Vísir/Vilhelm. Sem fyrr segir krefjast eigendur Gráa Kattarins 18,5 milljóna króna frá borginni vegna málsins. Í máli Ásmundar kom fram að hann hefði skynjað það eftir framkvæmdirnar að þeir sem stóðu að þeim hafi sýnt vilja til að læra af því sem hafi farið úrskeiðis svo það myndi ekki endurtaka sig, það bætti honum samt ekki tjónið „Það sem er grátlegt við þetta er að það eru allir búnir að viðurkenna mistök; Veitur, borgin, meira segja Dagur borgarstjóri – allir tilbúnir til að læra á minn kostnað,“ sagði Ásmundur sem bætti síðar við: „Gangi þeim vel að læra af þessu en ég vil fá borgað.“ Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir „Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00 Krefja borgina um 18,5 milljónir í bætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu Þau Ásmundur Helgason og Elín Ragnarsdóttir, eigendur kaffihússins Grái kötturinn, sem stendur við Hverfisgötu, hafa sent Reykjavíkurborg kröfubréf þar sem þau krefjast skaðabóta upp á 18,5 milljónir króna vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af síðasta ári. 24. janúar 2020 10:30 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Mikillar óánægju gætti á meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur við Hverfisgötu árið 2010. Lítið upplýsingaflæði og skortur á aðgengi að verslunum og veitingahúsum við götuna vegna framkvæmdanna var gagnrýndur. Framkvæmdirnar á Hverfisgötu voru afar umdeildar. Þær hófust í maí og átti að vera lokið um þremur mánuðum síðar, í ágúst í kringum menningarnótt. Verklok tókust hins vegar ekki fyrr en í nóvember sama ár. Fór það svo að Ásmundur og Elín Ragnarsdóttir, eigendur kaffihússins, stefndu Reykjavíkurborg og kröfðust þau 18,5 milljónir í skaðabætur vegna málsins. Telja þau að borgin hafi brugðist skyldu sinni með ófullnægjandi kynningu og skipulagi, hvort sem er í aðdraganda framkvæmdanna og svo á meðan á framkvæmdunum stóð. „Það var sett af stað stríðsástand“ Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, þar sem Ásmundur gaf aðilaskýrslu. Þar lýsti hann því hversu flatt það hefði komið upp á eigendurna í apríl 2019 þegar þau fréttu fyrst af umræddum framkvæmdum, í gegnum vin sem hafði lesið um þær í Morgunblaðinu. Ítrekaðar beiðnir um upplýsingar frá borginni hafi engu skilað. Hverfisgatan var endurnýjuð en verslunar- og veitingastaðaeigendur við götuna voru ósáttir við það hvernig staðið var að framkvæmdinni.Vísir/Vilhelm. Greindi hann frá því að 14. maí hefði komið bréf inn um lúguna þar sem fram kom að framkvæmdir ættu að hefjast 13. maí. Eftir samskipti við tengilið verkefnisins sagðist Ásmundur hafa fengið upplýsingar um að aðgengi ætti að vera tryggt á meðan á framkvæmdunum stæði. Sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 um málið frá ágúst árið 2019. Í dómsal í dag nefndi Ásmundur það sem dæmi um slæmt aðgengi að Gráa kettinum á meðan framkvæmdum stóð að ekki nokkur leið hafi verið fyrir fréttamanninn sem vann umrædda frétt að komast að veitingastaðnum. Framkvæmdir hófust 20. maí og sagði Ásmundur um leið og þær hefðu byrjað hefði velta kaffihúsins farið niður á við. „Það var sett af stað stríðsástand,“ sagði Ásmundur og lýsti því hvernig tveggja metra grindur hafi verið settar upp á svæðinu. Malbikið hafi verið rifið af og það sem verst hafi verið að byrjað hafi verið að fleyga, átta tíma á dag í fimm til sex vikur. „Stóra málið í þessu er fleygunin, hún var ansi hávaðasöm, en aðgengið var alveg skelfilegt. Það var erfitt frá fyrsta degi þó gangstéttin hafi verið nokkuð greið – það var hægt að labba hana og hjóla á henni,“ sagði Ásmundur. Allir tilbúnir að læra á hans kostnað Ásmundur lagði meðal annars fram veltuyfirlit með samanburði á milli ára þar sem kom fram að velta hefði minnkað um fimmtán prósent í maí, sautján prósent í júlí, nítján prósent í ágúst, 34 prósent í september og 41 prósent í október. Sagðist Ásmundur þá hafa haldið að kaffihúsið myndi fara á hausinn. Framkvæmdir á Hverfisgötu sumarið 2019.Vísir/Vilhelm. Sem fyrr segir krefjast eigendur Gráa Kattarins 18,5 milljóna króna frá borginni vegna málsins. Í máli Ásmundar kom fram að hann hefði skynjað það eftir framkvæmdirnar að þeir sem stóðu að þeim hafi sýnt vilja til að læra af því sem hafi farið úrskeiðis svo það myndi ekki endurtaka sig, það bætti honum samt ekki tjónið „Það sem er grátlegt við þetta er að það eru allir búnir að viðurkenna mistök; Veitur, borgin, meira segja Dagur borgarstjóri – allir tilbúnir til að læra á minn kostnað,“ sagði Ásmundur sem bætti síðar við: „Gangi þeim vel að læra af þessu en ég vil fá borgað.“
Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir „Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00 Krefja borgina um 18,5 milljónir í bætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu Þau Ásmundur Helgason og Elín Ragnarsdóttir, eigendur kaffihússins Grái kötturinn, sem stendur við Hverfisgötu, hafa sent Reykjavíkurborg kröfubréf þar sem þau krefjast skaðabóta upp á 18,5 milljónir króna vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af síðasta ári. 24. janúar 2020 10:30 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
„Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00
Krefja borgina um 18,5 milljónir í bætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu Þau Ásmundur Helgason og Elín Ragnarsdóttir, eigendur kaffihússins Grái kötturinn, sem stendur við Hverfisgötu, hafa sent Reykjavíkurborg kröfubréf þar sem þau krefjast skaðabóta upp á 18,5 milljónir króna vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af síðasta ári. 24. janúar 2020 10:30
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent