Meiri þátttaka í hverfiskosningum og meiri peningar í húfi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2021 10:59 Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnisstjóri Hverfið mitt, segir að metþátttaka í íbúakosningunni sé í vændum. Vísir Mikil aukning hefur verið í þátttöku Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt sem lýkur á morgun. Verkefnisstjóri Hverfið mitt telur aukna þátttöku skýrast af auknum fjármunum sem lagðir eru í verkefnið og vilja íbúa til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Íbúakosningin Hverfið mitt hefur farið fram síðan árið 2012 og er þetta nú níunda skiptið sem hún fer fram. Breytingar voru gerðar á verkefninu og fer kosningin nú fram annað hvert ár og hefur því fjármagn tveggja ára verið lagt saman. Nú eru 850 milljónir króna í húfi fyrir íbúa sem skiptast á milli tíu hverfa Reykjavíkurborgar. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnisstjóri Hverfið mitt, segir því hægt að kjósa um stærri hugmyndir nú en áður. Þessi sjónkíkir er meðal þeirra tillaga sem samþykkt var í hverfakosningu.Reykjavíkurborg „Þegar það er svona mikið af peningum í boði og stórar tillögur sem greinilega brenna á íbúum þá deila íbúar þessu sjálfir og eru að fá nágranna, vini og ættingja til að taka þátt. Það vekur upp hverfisandann, sem er að spila mikið með okkur. Þegar eru líka svona stærri tillögur, sem munu setja stærri svip á hverfið og í mörgum tilvikum skapa hverfismiðjur þá vill fólk hafa áhrif,“ segir Eiríkur. „Það er alltaf gaman að sjá hvað íbúar eru tilbúnir að hafa áhrif á hverfin sín og við vinnum saman að því að gera hverfin okkar öll betri.“ Nú hafa meira en fimmtán þúsund Reykvíkingar tekið þátt í kosningunni og stefnir allt í að fjöldamet verði slegið í kosningaþátttöku. Nú hafa á milli 10 og 20 prósent íbúa hverfa tekið þátt í Hverfakosningu Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg „Mörg hverfi hafa rifið sig rækilega í gang og eru með töluvert betri þátttökutölur en áður,“ segir Eiríkur og nefnir sem dæmi Kjalarnes, þar sem rúm 20 prósent íbúa hafa tekið þátt í kosningunni nú þegar. Meðal þeirra tillaga sem hægt er að velja úr þetta árið er hjólabrettagarður í Vesturbæ, leik- og dvalarstæði við Grettisgötu, umbætur á grenndarstöðvum í Hlíðunum, yfirbyggður grillskáli í Laugardal, trjágöng við Háaleitisbraut, skólahreystibraut við Fellaskóla í Breiðholti, gróðursetningarátak í Norðlingaholti, leikvöllur fyrir vel fullorðið fólk í Grafarholti og Úlfarsárdal, nuddfoss í Grafarvogslaug og sjósundsaðstaða á Kjalarnesi. Vaðlaugin í Laugardal varð að veruleika eftir að íbúar kusu að hún skyldi gerð.Reykjavíkurborg Eiríkur hvetur fólk til að leggja sitt af mörkum og taka þátt í kosningunni, enda geti tillögur úr Hverfinu mínu sett svip sinn á borgina. „Um alla borg er að finna flott verkefni sem hafa notið vinsælda. Þar má nefna ærslabelginn í Gufunesi, vatnspósta víða um borgina, vegglistaverkið á Spennistöðinni og körfuboltavöllurinn í Bakkahverfinu í Breiðholti. Það hafa mörg flott verkefni orðið að veruleika, allt frá listaverkum yfir í nýja leikvelli, yfir í grænni Reykjavík,“ segir Eiríkur. Reykjavík Tengdar fréttir Hverfið mitt 2.0 Hverfið mitt kosningin er hafin! Öll sem eru fædd árið 2006 eða fyrr og eiga lögheimili í Reykjavík, óháð ríkisborgararétti, tekið þátt í kosningunni. Kosningin er rafræn á hverfidmitt.is og stendur yfir í tvær vikur eða til hádegis 14. október. 3. október 2021 09:01 Hálfníu og níu hjá Borginni Sem íbúi í Reykjavíkurborg hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna grenndargámarnir í hverfinu mínu sé ekki þrifnir oftar en raun ber vitni um. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti nú ekki bara að labba mig út og taka til hendinni. 19. febrúar 2021 08:01 Hvernig getur þú gert hverfið þitt skemmtilegra? 20. janúar er stór dagur. Já, við erum að hugsa um það sama. Þetta er síðasti dagur hugmyndasöfnunarinnar fyrir Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg. 13. janúar 2021 07:31 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Íbúakosningin Hverfið mitt hefur farið fram síðan árið 2012 og er þetta nú níunda skiptið sem hún fer fram. Breytingar voru gerðar á verkefninu og fer kosningin nú fram annað hvert ár og hefur því fjármagn tveggja ára verið lagt saman. Nú eru 850 milljónir króna í húfi fyrir íbúa sem skiptast á milli tíu hverfa Reykjavíkurborgar. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnisstjóri Hverfið mitt, segir því hægt að kjósa um stærri hugmyndir nú en áður. Þessi sjónkíkir er meðal þeirra tillaga sem samþykkt var í hverfakosningu.Reykjavíkurborg „Þegar það er svona mikið af peningum í boði og stórar tillögur sem greinilega brenna á íbúum þá deila íbúar þessu sjálfir og eru að fá nágranna, vini og ættingja til að taka þátt. Það vekur upp hverfisandann, sem er að spila mikið með okkur. Þegar eru líka svona stærri tillögur, sem munu setja stærri svip á hverfið og í mörgum tilvikum skapa hverfismiðjur þá vill fólk hafa áhrif,“ segir Eiríkur. „Það er alltaf gaman að sjá hvað íbúar eru tilbúnir að hafa áhrif á hverfin sín og við vinnum saman að því að gera hverfin okkar öll betri.“ Nú hafa meira en fimmtán þúsund Reykvíkingar tekið þátt í kosningunni og stefnir allt í að fjöldamet verði slegið í kosningaþátttöku. Nú hafa á milli 10 og 20 prósent íbúa hverfa tekið þátt í Hverfakosningu Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg „Mörg hverfi hafa rifið sig rækilega í gang og eru með töluvert betri þátttökutölur en áður,“ segir Eiríkur og nefnir sem dæmi Kjalarnes, þar sem rúm 20 prósent íbúa hafa tekið þátt í kosningunni nú þegar. Meðal þeirra tillaga sem hægt er að velja úr þetta árið er hjólabrettagarður í Vesturbæ, leik- og dvalarstæði við Grettisgötu, umbætur á grenndarstöðvum í Hlíðunum, yfirbyggður grillskáli í Laugardal, trjágöng við Háaleitisbraut, skólahreystibraut við Fellaskóla í Breiðholti, gróðursetningarátak í Norðlingaholti, leikvöllur fyrir vel fullorðið fólk í Grafarholti og Úlfarsárdal, nuddfoss í Grafarvogslaug og sjósundsaðstaða á Kjalarnesi. Vaðlaugin í Laugardal varð að veruleika eftir að íbúar kusu að hún skyldi gerð.Reykjavíkurborg Eiríkur hvetur fólk til að leggja sitt af mörkum og taka þátt í kosningunni, enda geti tillögur úr Hverfinu mínu sett svip sinn á borgina. „Um alla borg er að finna flott verkefni sem hafa notið vinsælda. Þar má nefna ærslabelginn í Gufunesi, vatnspósta víða um borgina, vegglistaverkið á Spennistöðinni og körfuboltavöllurinn í Bakkahverfinu í Breiðholti. Það hafa mörg flott verkefni orðið að veruleika, allt frá listaverkum yfir í nýja leikvelli, yfir í grænni Reykjavík,“ segir Eiríkur.
Reykjavík Tengdar fréttir Hverfið mitt 2.0 Hverfið mitt kosningin er hafin! Öll sem eru fædd árið 2006 eða fyrr og eiga lögheimili í Reykjavík, óháð ríkisborgararétti, tekið þátt í kosningunni. Kosningin er rafræn á hverfidmitt.is og stendur yfir í tvær vikur eða til hádegis 14. október. 3. október 2021 09:01 Hálfníu og níu hjá Borginni Sem íbúi í Reykjavíkurborg hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna grenndargámarnir í hverfinu mínu sé ekki þrifnir oftar en raun ber vitni um. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti nú ekki bara að labba mig út og taka til hendinni. 19. febrúar 2021 08:01 Hvernig getur þú gert hverfið þitt skemmtilegra? 20. janúar er stór dagur. Já, við erum að hugsa um það sama. Þetta er síðasti dagur hugmyndasöfnunarinnar fyrir Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg. 13. janúar 2021 07:31 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Hverfið mitt 2.0 Hverfið mitt kosningin er hafin! Öll sem eru fædd árið 2006 eða fyrr og eiga lögheimili í Reykjavík, óháð ríkisborgararétti, tekið þátt í kosningunni. Kosningin er rafræn á hverfidmitt.is og stendur yfir í tvær vikur eða til hádegis 14. október. 3. október 2021 09:01
Hálfníu og níu hjá Borginni Sem íbúi í Reykjavíkurborg hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna grenndargámarnir í hverfinu mínu sé ekki þrifnir oftar en raun ber vitni um. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti nú ekki bara að labba mig út og taka til hendinni. 19. febrúar 2021 08:01
Hvernig getur þú gert hverfið þitt skemmtilegra? 20. janúar er stór dagur. Já, við erum að hugsa um það sama. Þetta er síðasti dagur hugmyndasöfnunarinnar fyrir Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg. 13. janúar 2021 07:31