Hverfið mitt 2.0 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 3. október 2021 09:01 Hverfið mitt kosningin er hafin! Öll sem eru fædd árið 2006 eða fyrr og eiga lögheimili í Reykjavík, óháð ríkisborgararétti, tekið þátt í kosningunni. Kosningin er rafræn á hverfidmitt.is og stendur yfir í tvær vikur eða til hádegis 14. október. Til að auðvelda þátttöku íbúa sem ekki hafa íslensku sem fyrsta mál er vefurinn einnig á pólsku og ensku. Það er hægt að fá aðstoð við að kjósa í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14 og á öllum fimm þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar á meðan kosningin stendur yfir. Þannig er reynt að tryggja sem best aðgengi allra að kosningunni. Það tekur bara örskamma stund að kjósa! Taktu endilega þátt og gerðu þitt hverfi enn betra. Hvers vegna Hverfið mitt? Við viljum öll að sem mest gott sé gert sem fyrst. Við viljum líklega flest ærslaberg í alla hverfiskjarna, leikvelli með óteljandi leiktækjum, fullkomna lýsingu sem allra víðast, frábært umhverfi fyrir hjólreiðar og svo framvegis. Ekki bara það, við viljum það núna strax! Og okkur finnst ekkert sjálfsagðara. Að bæta umhverfið að þessu leyti er vissulega stefnan! En allt tekur tíma og staðan er sú að peningar eru af skornum skammti og það þarf að forgangsraða. Hverfið mitt snýst um að hleypa íbúanum inn í það ferli frekar en að það eigi sér stað í litlum hópi innan fjögurra veggja. Hugmyndirnar eru lýðsprottnar, þær eru útfærðar í samráði við íbúa, þeim er forgangsraðað af íbúum á kjörseðla og svo eru þær endanlega kosnar af íbúum hverfanna. Þið vitið nefnilega best hvað vantar innan ykkar hverfis. Önnur leið væri að leyfa starfsfólki eða kjörnum fulltrúum í borgarstjórn bara að ráða hvað gert er við þessa peninga. Hvað er bætt fyrst og hvernig planið lítur út. En við höfum valið aðra leið: Að leyfa þér að ákveða. Nýtt Hverfið mitt 2.0! Hugmyndir og athugasemdir íbúa á íbúafundum og í almennri umfjöllun hafa leitt til breytinga á lýðræðisverkefninu Hverfið mitt á vettvangi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur. Breytingarnar kristallast í ákveðnum nýjungum í þessari kosningu. Við vonum að með þeim aukist ánægja með Hverfið mitt og þær framkvæmdir sem af því leiðir. En hvaða breytingar hafa orðið? Viðhalds- og öryggisverkefni tekin út Á sínum tíma var það töluvert gagnrýnt að Hverfið mitt kosning stæði stundum milli hugmynda um betrumbætur í hverfunum eins og nýjan ærslabelg eða rólur fyrir alla aldurshópa og svo hugmynda um öryggis- og viðhaldsráðstafanir sem fólki þótti sjálfsagðar. Þó upprunaleg röksemd fyrir þáverandi fyrirkomulagi hafi verið að í kerfi takmarkaðs fjárhags þar sem forgangsröðun er nauðsynleg eigi íbúar að hafa rödd við forgangsröðun, þá var ákveðið eftir mikla hvatningu íbúa í þá veru að breyta þessu. Við höfum því fjarlægt hugmyndir sem tengjast reglulegum viðhalds- og öryggisverkefnum. Þær tillögur verða hér eftir sendar á annan vettvang innan borgarinnar þar sem viðhalds- og öryggisaðgerðum er forgangsraðað út frá heildstæðri nálgun og mati. Það sem ratað hefur inn eru umfangsmeiri breytingar en hefði ellegar verið ráðist í sem hluti af reglulegu viðhaldi og öryggisumbótaferli sem bæta gæði umhverfis umfram þær lágmarkskröfur sem gerðar eru. Þannig er íbúanum réttur lykillinn að því að forgangsraða hvaða breytingum óskað er eftir öðrum framar á þessum tímapunkti. Stundum eru verkefni jú á löngum lista sem mun taka mörg ár að klára og þá getur Hverfið mitt komið að gagni við að breyta forgangsröðun þess lista. Þó endurnýjun og viðhald leikvalla sé á reglulegri viðhaldsáætlun þá er ekki endilega hluti af því að fá þar inn splunkunýja aparólu eða ærslabelg, sem getur vel verið eitthvað sem skiptir íbúa hverfisins máli. Meira samráð og stærri peningapottur Annað sem okkur var bent á af íbúum varðandi Hverfið mitt var að stundum voru verkefnin sem voru framkvæmd eftir kosningu ekki nægilega vel í takt við upprunalega hugmynd hugmyndahöfunda. Stundum bárust kvartanir úr hverfunum vegna þess að verkefnin voru ekki staðsett á heppilegum stað. Mörgum fannst ruglandi að hugmyndasöfnun eitt árið var farin af stað áður en verkefni síðasta árs voru framkvæmd, þess vegna rötuðu stundum verkefni sem höfðu verið kjörin til framkvæmda eitt árið inn í hugmyndasöfnun næsta árs. Vegna allra þessara þátta var ráðist í breytingar á tímalínu Hverfið mitt hringrásarinnar þannig að tímalínan nær nú yfir tvö ár frekar en eitt ár. Hugmyndasöfnun fer þannig ekki lengur af stað áður en hugmyndir komast til framkvæmda sem minnkar rugling. Með þessu móti er meiri tími til samráðs við hugmyndahöfunda um hugmyndir og verkefni til að auka ánægju með endanlegar niðurstöður framkvæmda og svo gefst með þessu betri tími til að íbúaráðin og íbúar í hverfunum hafi aukna aðkomu að staðsetningu verkefna. Rúsínan í pylsuendanum er mun stærri peningapottur í hvert skipti þannig að stærri og fleiri verkefni komist til framkvæmda. Verkefni sem hefðu áður kannski ekki náð kosningu eru orðin líklegri í dag, þannig eykst einnig fjölbreytni þeirra verkefna sem ná kosningu. Ég tel að þessar breytingar séu af hinu góða. Hverfið mitt er þekkt á heimsvísu sem framsækið lýðræðisverkefni og við erum fyrirmynd margra annarra borga og bæja hvað þetta varðar. Mikil ánægja er með Hverfið mitt en ég vona að þessar breytingar sem sníða af ákveðna vankanta auki ánægju enn frekar svo við öll megum sem best við una. Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Píratar Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hverfið mitt kosningin er hafin! Öll sem eru fædd árið 2006 eða fyrr og eiga lögheimili í Reykjavík, óháð ríkisborgararétti, tekið þátt í kosningunni. Kosningin er rafræn á hverfidmitt.is og stendur yfir í tvær vikur eða til hádegis 14. október. Til að auðvelda þátttöku íbúa sem ekki hafa íslensku sem fyrsta mál er vefurinn einnig á pólsku og ensku. Það er hægt að fá aðstoð við að kjósa í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14 og á öllum fimm þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar á meðan kosningin stendur yfir. Þannig er reynt að tryggja sem best aðgengi allra að kosningunni. Það tekur bara örskamma stund að kjósa! Taktu endilega þátt og gerðu þitt hverfi enn betra. Hvers vegna Hverfið mitt? Við viljum öll að sem mest gott sé gert sem fyrst. Við viljum líklega flest ærslaberg í alla hverfiskjarna, leikvelli með óteljandi leiktækjum, fullkomna lýsingu sem allra víðast, frábært umhverfi fyrir hjólreiðar og svo framvegis. Ekki bara það, við viljum það núna strax! Og okkur finnst ekkert sjálfsagðara. Að bæta umhverfið að þessu leyti er vissulega stefnan! En allt tekur tíma og staðan er sú að peningar eru af skornum skammti og það þarf að forgangsraða. Hverfið mitt snýst um að hleypa íbúanum inn í það ferli frekar en að það eigi sér stað í litlum hópi innan fjögurra veggja. Hugmyndirnar eru lýðsprottnar, þær eru útfærðar í samráði við íbúa, þeim er forgangsraðað af íbúum á kjörseðla og svo eru þær endanlega kosnar af íbúum hverfanna. Þið vitið nefnilega best hvað vantar innan ykkar hverfis. Önnur leið væri að leyfa starfsfólki eða kjörnum fulltrúum í borgarstjórn bara að ráða hvað gert er við þessa peninga. Hvað er bætt fyrst og hvernig planið lítur út. En við höfum valið aðra leið: Að leyfa þér að ákveða. Nýtt Hverfið mitt 2.0! Hugmyndir og athugasemdir íbúa á íbúafundum og í almennri umfjöllun hafa leitt til breytinga á lýðræðisverkefninu Hverfið mitt á vettvangi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur. Breytingarnar kristallast í ákveðnum nýjungum í þessari kosningu. Við vonum að með þeim aukist ánægja með Hverfið mitt og þær framkvæmdir sem af því leiðir. En hvaða breytingar hafa orðið? Viðhalds- og öryggisverkefni tekin út Á sínum tíma var það töluvert gagnrýnt að Hverfið mitt kosning stæði stundum milli hugmynda um betrumbætur í hverfunum eins og nýjan ærslabelg eða rólur fyrir alla aldurshópa og svo hugmynda um öryggis- og viðhaldsráðstafanir sem fólki þótti sjálfsagðar. Þó upprunaleg röksemd fyrir þáverandi fyrirkomulagi hafi verið að í kerfi takmarkaðs fjárhags þar sem forgangsröðun er nauðsynleg eigi íbúar að hafa rödd við forgangsröðun, þá var ákveðið eftir mikla hvatningu íbúa í þá veru að breyta þessu. Við höfum því fjarlægt hugmyndir sem tengjast reglulegum viðhalds- og öryggisverkefnum. Þær tillögur verða hér eftir sendar á annan vettvang innan borgarinnar þar sem viðhalds- og öryggisaðgerðum er forgangsraðað út frá heildstæðri nálgun og mati. Það sem ratað hefur inn eru umfangsmeiri breytingar en hefði ellegar verið ráðist í sem hluti af reglulegu viðhaldi og öryggisumbótaferli sem bæta gæði umhverfis umfram þær lágmarkskröfur sem gerðar eru. Þannig er íbúanum réttur lykillinn að því að forgangsraða hvaða breytingum óskað er eftir öðrum framar á þessum tímapunkti. Stundum eru verkefni jú á löngum lista sem mun taka mörg ár að klára og þá getur Hverfið mitt komið að gagni við að breyta forgangsröðun þess lista. Þó endurnýjun og viðhald leikvalla sé á reglulegri viðhaldsáætlun þá er ekki endilega hluti af því að fá þar inn splunkunýja aparólu eða ærslabelg, sem getur vel verið eitthvað sem skiptir íbúa hverfisins máli. Meira samráð og stærri peningapottur Annað sem okkur var bent á af íbúum varðandi Hverfið mitt var að stundum voru verkefnin sem voru framkvæmd eftir kosningu ekki nægilega vel í takt við upprunalega hugmynd hugmyndahöfunda. Stundum bárust kvartanir úr hverfunum vegna þess að verkefnin voru ekki staðsett á heppilegum stað. Mörgum fannst ruglandi að hugmyndasöfnun eitt árið var farin af stað áður en verkefni síðasta árs voru framkvæmd, þess vegna rötuðu stundum verkefni sem höfðu verið kjörin til framkvæmda eitt árið inn í hugmyndasöfnun næsta árs. Vegna allra þessara þátta var ráðist í breytingar á tímalínu Hverfið mitt hringrásarinnar þannig að tímalínan nær nú yfir tvö ár frekar en eitt ár. Hugmyndasöfnun fer þannig ekki lengur af stað áður en hugmyndir komast til framkvæmda sem minnkar rugling. Með þessu móti er meiri tími til samráðs við hugmyndahöfunda um hugmyndir og verkefni til að auka ánægju með endanlegar niðurstöður framkvæmda og svo gefst með þessu betri tími til að íbúaráðin og íbúar í hverfunum hafi aukna aðkomu að staðsetningu verkefna. Rúsínan í pylsuendanum er mun stærri peningapottur í hvert skipti þannig að stærri og fleiri verkefni komist til framkvæmda. Verkefni sem hefðu áður kannski ekki náð kosningu eru orðin líklegri í dag, þannig eykst einnig fjölbreytni þeirra verkefna sem ná kosningu. Ég tel að þessar breytingar séu af hinu góða. Hverfið mitt er þekkt á heimsvísu sem framsækið lýðræðisverkefni og við erum fyrirmynd margra annarra borga og bæja hvað þetta varðar. Mikil ánægja er með Hverfið mitt en ég vona að þessar breytingar sem sníða af ákveðna vankanta auki ánægju enn frekar svo við öll megum sem best við una. Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar