Hverfið mitt 2.0 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 3. október 2021 09:01 Hverfið mitt kosningin er hafin! Öll sem eru fædd árið 2006 eða fyrr og eiga lögheimili í Reykjavík, óháð ríkisborgararétti, tekið þátt í kosningunni. Kosningin er rafræn á hverfidmitt.is og stendur yfir í tvær vikur eða til hádegis 14. október. Til að auðvelda þátttöku íbúa sem ekki hafa íslensku sem fyrsta mál er vefurinn einnig á pólsku og ensku. Það er hægt að fá aðstoð við að kjósa í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14 og á öllum fimm þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar á meðan kosningin stendur yfir. Þannig er reynt að tryggja sem best aðgengi allra að kosningunni. Það tekur bara örskamma stund að kjósa! Taktu endilega þátt og gerðu þitt hverfi enn betra. Hvers vegna Hverfið mitt? Við viljum öll að sem mest gott sé gert sem fyrst. Við viljum líklega flest ærslaberg í alla hverfiskjarna, leikvelli með óteljandi leiktækjum, fullkomna lýsingu sem allra víðast, frábært umhverfi fyrir hjólreiðar og svo framvegis. Ekki bara það, við viljum það núna strax! Og okkur finnst ekkert sjálfsagðara. Að bæta umhverfið að þessu leyti er vissulega stefnan! En allt tekur tíma og staðan er sú að peningar eru af skornum skammti og það þarf að forgangsraða. Hverfið mitt snýst um að hleypa íbúanum inn í það ferli frekar en að það eigi sér stað í litlum hópi innan fjögurra veggja. Hugmyndirnar eru lýðsprottnar, þær eru útfærðar í samráði við íbúa, þeim er forgangsraðað af íbúum á kjörseðla og svo eru þær endanlega kosnar af íbúum hverfanna. Þið vitið nefnilega best hvað vantar innan ykkar hverfis. Önnur leið væri að leyfa starfsfólki eða kjörnum fulltrúum í borgarstjórn bara að ráða hvað gert er við þessa peninga. Hvað er bætt fyrst og hvernig planið lítur út. En við höfum valið aðra leið: Að leyfa þér að ákveða. Nýtt Hverfið mitt 2.0! Hugmyndir og athugasemdir íbúa á íbúafundum og í almennri umfjöllun hafa leitt til breytinga á lýðræðisverkefninu Hverfið mitt á vettvangi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur. Breytingarnar kristallast í ákveðnum nýjungum í þessari kosningu. Við vonum að með þeim aukist ánægja með Hverfið mitt og þær framkvæmdir sem af því leiðir. En hvaða breytingar hafa orðið? Viðhalds- og öryggisverkefni tekin út Á sínum tíma var það töluvert gagnrýnt að Hverfið mitt kosning stæði stundum milli hugmynda um betrumbætur í hverfunum eins og nýjan ærslabelg eða rólur fyrir alla aldurshópa og svo hugmynda um öryggis- og viðhaldsráðstafanir sem fólki þótti sjálfsagðar. Þó upprunaleg röksemd fyrir þáverandi fyrirkomulagi hafi verið að í kerfi takmarkaðs fjárhags þar sem forgangsröðun er nauðsynleg eigi íbúar að hafa rödd við forgangsröðun, þá var ákveðið eftir mikla hvatningu íbúa í þá veru að breyta þessu. Við höfum því fjarlægt hugmyndir sem tengjast reglulegum viðhalds- og öryggisverkefnum. Þær tillögur verða hér eftir sendar á annan vettvang innan borgarinnar þar sem viðhalds- og öryggisaðgerðum er forgangsraðað út frá heildstæðri nálgun og mati. Það sem ratað hefur inn eru umfangsmeiri breytingar en hefði ellegar verið ráðist í sem hluti af reglulegu viðhaldi og öryggisumbótaferli sem bæta gæði umhverfis umfram þær lágmarkskröfur sem gerðar eru. Þannig er íbúanum réttur lykillinn að því að forgangsraða hvaða breytingum óskað er eftir öðrum framar á þessum tímapunkti. Stundum eru verkefni jú á löngum lista sem mun taka mörg ár að klára og þá getur Hverfið mitt komið að gagni við að breyta forgangsröðun þess lista. Þó endurnýjun og viðhald leikvalla sé á reglulegri viðhaldsáætlun þá er ekki endilega hluti af því að fá þar inn splunkunýja aparólu eða ærslabelg, sem getur vel verið eitthvað sem skiptir íbúa hverfisins máli. Meira samráð og stærri peningapottur Annað sem okkur var bent á af íbúum varðandi Hverfið mitt var að stundum voru verkefnin sem voru framkvæmd eftir kosningu ekki nægilega vel í takt við upprunalega hugmynd hugmyndahöfunda. Stundum bárust kvartanir úr hverfunum vegna þess að verkefnin voru ekki staðsett á heppilegum stað. Mörgum fannst ruglandi að hugmyndasöfnun eitt árið var farin af stað áður en verkefni síðasta árs voru framkvæmd, þess vegna rötuðu stundum verkefni sem höfðu verið kjörin til framkvæmda eitt árið inn í hugmyndasöfnun næsta árs. Vegna allra þessara þátta var ráðist í breytingar á tímalínu Hverfið mitt hringrásarinnar þannig að tímalínan nær nú yfir tvö ár frekar en eitt ár. Hugmyndasöfnun fer þannig ekki lengur af stað áður en hugmyndir komast til framkvæmda sem minnkar rugling. Með þessu móti er meiri tími til samráðs við hugmyndahöfunda um hugmyndir og verkefni til að auka ánægju með endanlegar niðurstöður framkvæmda og svo gefst með þessu betri tími til að íbúaráðin og íbúar í hverfunum hafi aukna aðkomu að staðsetningu verkefna. Rúsínan í pylsuendanum er mun stærri peningapottur í hvert skipti þannig að stærri og fleiri verkefni komist til framkvæmda. Verkefni sem hefðu áður kannski ekki náð kosningu eru orðin líklegri í dag, þannig eykst einnig fjölbreytni þeirra verkefna sem ná kosningu. Ég tel að þessar breytingar séu af hinu góða. Hverfið mitt er þekkt á heimsvísu sem framsækið lýðræðisverkefni og við erum fyrirmynd margra annarra borga og bæja hvað þetta varðar. Mikil ánægja er með Hverfið mitt en ég vona að þessar breytingar sem sníða af ákveðna vankanta auki ánægju enn frekar svo við öll megum sem best við una. Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Píratar Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hverfið mitt kosningin er hafin! Öll sem eru fædd árið 2006 eða fyrr og eiga lögheimili í Reykjavík, óháð ríkisborgararétti, tekið þátt í kosningunni. Kosningin er rafræn á hverfidmitt.is og stendur yfir í tvær vikur eða til hádegis 14. október. Til að auðvelda þátttöku íbúa sem ekki hafa íslensku sem fyrsta mál er vefurinn einnig á pólsku og ensku. Það er hægt að fá aðstoð við að kjósa í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14 og á öllum fimm þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar á meðan kosningin stendur yfir. Þannig er reynt að tryggja sem best aðgengi allra að kosningunni. Það tekur bara örskamma stund að kjósa! Taktu endilega þátt og gerðu þitt hverfi enn betra. Hvers vegna Hverfið mitt? Við viljum öll að sem mest gott sé gert sem fyrst. Við viljum líklega flest ærslaberg í alla hverfiskjarna, leikvelli með óteljandi leiktækjum, fullkomna lýsingu sem allra víðast, frábært umhverfi fyrir hjólreiðar og svo framvegis. Ekki bara það, við viljum það núna strax! Og okkur finnst ekkert sjálfsagðara. Að bæta umhverfið að þessu leyti er vissulega stefnan! En allt tekur tíma og staðan er sú að peningar eru af skornum skammti og það þarf að forgangsraða. Hverfið mitt snýst um að hleypa íbúanum inn í það ferli frekar en að það eigi sér stað í litlum hópi innan fjögurra veggja. Hugmyndirnar eru lýðsprottnar, þær eru útfærðar í samráði við íbúa, þeim er forgangsraðað af íbúum á kjörseðla og svo eru þær endanlega kosnar af íbúum hverfanna. Þið vitið nefnilega best hvað vantar innan ykkar hverfis. Önnur leið væri að leyfa starfsfólki eða kjörnum fulltrúum í borgarstjórn bara að ráða hvað gert er við þessa peninga. Hvað er bætt fyrst og hvernig planið lítur út. En við höfum valið aðra leið: Að leyfa þér að ákveða. Nýtt Hverfið mitt 2.0! Hugmyndir og athugasemdir íbúa á íbúafundum og í almennri umfjöllun hafa leitt til breytinga á lýðræðisverkefninu Hverfið mitt á vettvangi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur. Breytingarnar kristallast í ákveðnum nýjungum í þessari kosningu. Við vonum að með þeim aukist ánægja með Hverfið mitt og þær framkvæmdir sem af því leiðir. En hvaða breytingar hafa orðið? Viðhalds- og öryggisverkefni tekin út Á sínum tíma var það töluvert gagnrýnt að Hverfið mitt kosning stæði stundum milli hugmynda um betrumbætur í hverfunum eins og nýjan ærslabelg eða rólur fyrir alla aldurshópa og svo hugmynda um öryggis- og viðhaldsráðstafanir sem fólki þótti sjálfsagðar. Þó upprunaleg röksemd fyrir þáverandi fyrirkomulagi hafi verið að í kerfi takmarkaðs fjárhags þar sem forgangsröðun er nauðsynleg eigi íbúar að hafa rödd við forgangsröðun, þá var ákveðið eftir mikla hvatningu íbúa í þá veru að breyta þessu. Við höfum því fjarlægt hugmyndir sem tengjast reglulegum viðhalds- og öryggisverkefnum. Þær tillögur verða hér eftir sendar á annan vettvang innan borgarinnar þar sem viðhalds- og öryggisaðgerðum er forgangsraðað út frá heildstæðri nálgun og mati. Það sem ratað hefur inn eru umfangsmeiri breytingar en hefði ellegar verið ráðist í sem hluti af reglulegu viðhaldi og öryggisumbótaferli sem bæta gæði umhverfis umfram þær lágmarkskröfur sem gerðar eru. Þannig er íbúanum réttur lykillinn að því að forgangsraða hvaða breytingum óskað er eftir öðrum framar á þessum tímapunkti. Stundum eru verkefni jú á löngum lista sem mun taka mörg ár að klára og þá getur Hverfið mitt komið að gagni við að breyta forgangsröðun þess lista. Þó endurnýjun og viðhald leikvalla sé á reglulegri viðhaldsáætlun þá er ekki endilega hluti af því að fá þar inn splunkunýja aparólu eða ærslabelg, sem getur vel verið eitthvað sem skiptir íbúa hverfisins máli. Meira samráð og stærri peningapottur Annað sem okkur var bent á af íbúum varðandi Hverfið mitt var að stundum voru verkefnin sem voru framkvæmd eftir kosningu ekki nægilega vel í takt við upprunalega hugmynd hugmyndahöfunda. Stundum bárust kvartanir úr hverfunum vegna þess að verkefnin voru ekki staðsett á heppilegum stað. Mörgum fannst ruglandi að hugmyndasöfnun eitt árið var farin af stað áður en verkefni síðasta árs voru framkvæmd, þess vegna rötuðu stundum verkefni sem höfðu verið kjörin til framkvæmda eitt árið inn í hugmyndasöfnun næsta árs. Vegna allra þessara þátta var ráðist í breytingar á tímalínu Hverfið mitt hringrásarinnar þannig að tímalínan nær nú yfir tvö ár frekar en eitt ár. Hugmyndasöfnun fer þannig ekki lengur af stað áður en hugmyndir komast til framkvæmda sem minnkar rugling. Með þessu móti er meiri tími til samráðs við hugmyndahöfunda um hugmyndir og verkefni til að auka ánægju með endanlegar niðurstöður framkvæmda og svo gefst með þessu betri tími til að íbúaráðin og íbúar í hverfunum hafi aukna aðkomu að staðsetningu verkefna. Rúsínan í pylsuendanum er mun stærri peningapottur í hvert skipti þannig að stærri og fleiri verkefni komist til framkvæmda. Verkefni sem hefðu áður kannski ekki náð kosningu eru orðin líklegri í dag, þannig eykst einnig fjölbreytni þeirra verkefna sem ná kosningu. Ég tel að þessar breytingar séu af hinu góða. Hverfið mitt er þekkt á heimsvísu sem framsækið lýðræðisverkefni og við erum fyrirmynd margra annarra borga og bæja hvað þetta varðar. Mikil ánægja er með Hverfið mitt en ég vona að þessar breytingar sem sníða af ákveðna vankanta auki ánægju enn frekar svo við öll megum sem best við una. Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun