Opið þinghald í fimmta nauðgunarmáli „meðhöndlara“ Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2021 08:35 Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson við nuddbekkinn. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að þinghald í máli Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar verði opið. Hann er ákærður fyrir nauðgun en hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrr á þessu ári fyrir að nauðga fjórum konum á meðferðarstofu sinni. Jóhannes Tryggvi starfaði sem svonefndur „meðhöndlari“ og gaf sig út fyrir að geta linað þjáningar fólks með bak- og stoðkerfisvandamál. Hann var sakfelldur fyrir að nauðga fjórum konum á meðferðarstofu sinni á árunum 2009 til 2015 í janúar. Fimmta nauðgunarmáli er nú á borði Héraðsdóms Reykjaness en Jóhannesi Tryggva er gefið að sök að hafa nauðgað konu með því að hafa við hana önnur kynferðismök en samræði án samþykkis hennar og misnotað traust hennar í tvígang í janúar árið 2012. Konan sem kærði brotin fór ekki fram á að þinghald í málinu yrði lokað til þess að hlífa hagsmunum hennar. Það gerði Jóhannes Tryggvi hins vegar. Vísaði hann til þess að opin þinghöld myndu leiða til frekari umfjöllunar fjölmiðla sem myndi reynast honum og fjölskyldu hans þungbær. Þar sem hann vildi getað kallað brotaþola úr fyrra dómsmálinu sem vitni gætu nöfn þeirra verið gerð opinber yrði þinghaldið opið. Þinghaldi ekki lokað bara vegna þess að mál séu þungbær Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hafnaði kröfu Jóhannesar Tryggva með þeim orðum að ekkert hafi komið fram sem yrði til þess að víkja skyldi frá þeirri meginreglu að þinghald væri opið. Þau rök sem Jóhannes Tryggvi hefði lagt fram fyrir kröfunni gætu ekki ein og sér orðið til þess að fallist yrði á hana. „Þótt það sé yfirleitt þungbært fyrir ákærða og aðra þá sem mál varða að þinghöld í sakamálum séu háð fyrir opnum tjöldum nægir það eitt og sér ekki til þess að þeim verði lokað, heldur verður eitthvað meira að koma til svo það verði gert,“ sagði í úrskurðarorðum hans. Þrír dómarar við Landsrétt staðfestu þann úrskurð. Misnotaði konurnar á nuddbekknum Þinghald í fyrra málinu gegn Jóhannesi Tryggva var lokað. Brot Jóhannesar á konunum fjórum í því máli voru með svipuðum hætti. Þær lágu allar léttklæddar á nuddbekk hjá honum í meðferð. Í öllum fjórum tilfellum var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í eitt skipti haft önnur kynferðismök en samræði við konurnar án þeirra samþykkis. Í öllum tilvikum hafi hann beitt konurnar ólögmætri nauðung og misnotað það traust sem þær báru til hans. Í fimmta málinu sem nú er fyrir dómi er Jóhannesi Tryggva gefið að sök að hafa káfað á kynfærum konunnar, rasssi og brjósti og setja fingur inn í leggöng hennar, henni að óvörum. Hann hafi jafnframt beitt konuna ólögmætri nauðung með því að misnota traust hennar. Fyrir hönd brotaþola er gerð krafa um 2,5 milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira
Jóhannes Tryggvi starfaði sem svonefndur „meðhöndlari“ og gaf sig út fyrir að geta linað þjáningar fólks með bak- og stoðkerfisvandamál. Hann var sakfelldur fyrir að nauðga fjórum konum á meðferðarstofu sinni á árunum 2009 til 2015 í janúar. Fimmta nauðgunarmáli er nú á borði Héraðsdóms Reykjaness en Jóhannesi Tryggva er gefið að sök að hafa nauðgað konu með því að hafa við hana önnur kynferðismök en samræði án samþykkis hennar og misnotað traust hennar í tvígang í janúar árið 2012. Konan sem kærði brotin fór ekki fram á að þinghald í málinu yrði lokað til þess að hlífa hagsmunum hennar. Það gerði Jóhannes Tryggvi hins vegar. Vísaði hann til þess að opin þinghöld myndu leiða til frekari umfjöllunar fjölmiðla sem myndi reynast honum og fjölskyldu hans þungbær. Þar sem hann vildi getað kallað brotaþola úr fyrra dómsmálinu sem vitni gætu nöfn þeirra verið gerð opinber yrði þinghaldið opið. Þinghaldi ekki lokað bara vegna þess að mál séu þungbær Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hafnaði kröfu Jóhannesar Tryggva með þeim orðum að ekkert hafi komið fram sem yrði til þess að víkja skyldi frá þeirri meginreglu að þinghald væri opið. Þau rök sem Jóhannes Tryggvi hefði lagt fram fyrir kröfunni gætu ekki ein og sér orðið til þess að fallist yrði á hana. „Þótt það sé yfirleitt þungbært fyrir ákærða og aðra þá sem mál varða að þinghöld í sakamálum séu háð fyrir opnum tjöldum nægir það eitt og sér ekki til þess að þeim verði lokað, heldur verður eitthvað meira að koma til svo það verði gert,“ sagði í úrskurðarorðum hans. Þrír dómarar við Landsrétt staðfestu þann úrskurð. Misnotaði konurnar á nuddbekknum Þinghald í fyrra málinu gegn Jóhannesi Tryggva var lokað. Brot Jóhannesar á konunum fjórum í því máli voru með svipuðum hætti. Þær lágu allar léttklæddar á nuddbekk hjá honum í meðferð. Í öllum fjórum tilfellum var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í eitt skipti haft önnur kynferðismök en samræði við konurnar án þeirra samþykkis. Í öllum tilvikum hafi hann beitt konurnar ólögmætri nauðung og misnotað það traust sem þær báru til hans. Í fimmta málinu sem nú er fyrir dómi er Jóhannesi Tryggva gefið að sök að hafa káfað á kynfærum konunnar, rasssi og brjósti og setja fingur inn í leggöng hennar, henni að óvörum. Hann hafi jafnframt beitt konuna ólögmætri nauðung með því að misnota traust hennar. Fyrir hönd brotaþola er gerð krafa um 2,5 milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira