Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. október 2021 19:00 Vísir/Arnar Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. Alls hafa áttatíu innbrot verið framin í Háaleitis-og Bústaðahverfi það sem af er árinu. Þetta er talsverð aukning frá síðustu árum en svipað og 2017 og 2018. Innbrot á heimili hafa hins vegar tvöfaldast á þessu ári miðað við árin á undan og eru nú þegar orðin tæplega fjörutíu talsins. Vísir/Ragnar Visage Guðrún Jack rannsóknarlögreglumaður á Höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu oft gruna fólk sem býr í hverfinu, hefur brotaferil og er í mikilli óreglu. „Við grunum oft fólk með sakaferil og neyslu um slík brot og í þessu hverfi eins og öðrum eru slíkir aðilar. Svo er bara einstaklingsbundið hversu virkir slíkir aðilar eru. Við vitum um fleiri en einn og fleiri en tvo staði í hverfinu sem slík lýsing á við um,“ segir Guðrún. Guðrún segir að þjófar brjótist oft inn meðan fólk sefur. Stutt sé síðan innbrotsþjófur réðst á húsráðanda í hverfinu. „Þá var um að ræða innbrotsþjóf sem réðst á íbúa og stal bílnum hans,“ segir Guðrún. Aðspurð um hvort árásarmaðurinn hafi náðst segist Guðrún ekki vera með þetta tiltekna mál. Íbúar gruna sömu aðila um endurtekin innbrot Greinilegt er að íbúar í Bústaðahverfi eru varir um sig. Á íbúasíðu á samfélagsmiðlum lýsir fólk því til dæmis hvernig það vaknar upp við að þjófar séu að brjótast inn. Aðrir segja frá innbrotum og sumir lýsa innbrotsþjófum á nákvæman máta. Samkvæmt heimildum fréttastofu gruna marga íbúa líkt og lögreglu sömu aðila í hverfinu um innbrotin. Þessir aðilar hafi langan brotaferil á bakinu og séu í neyslu en hafi þrátt fyrir það ekki verið stöðvaðir. Guðrún segir að lögregla þurfi sannanir í slíkum málum. „Við getum ekki farið í húsleit hjá fólki nema hafa sannanir. Þá þarf t.d. fingrafar, vitni, myndir þ.e. ef húsráðendur hafa myndavélar og ef það finnst þýfi hjá hinum grunaða sem hægt er að rekja til innbrota,“ segir hún. Aðspurð um hvort að lögregla nái þá sjaldan þjófunum svarar Guðrún. „Sem betur fer náum við oft þjófunum.“ Komast oft yfir gríðarleg verðmæti Hún segir þjófar komist oft yfir mikil verðmæti og næli sér í allt sem mögulega sé hægt að koma í verð. Aðspurð um hvar þeir selji þýfið segir hún að stundum komi fyrir að þjófarnir selji það á vefsíðum eins og Bland.is og Brask og brall.is. Þá hafi komið fyrir að eigendur gripanna finni þá á slíkum síðum og geri lögreglu viðvart. Guðrún segir að innbrot séu yfirleitt vel skipulögð. Þá fylgist þjófar með húsum og kanni aðstæður. „Það er því mikilvægt að vera vakandi. Nágrannavarsla er líka mikilvæg og láta vita ef það er skugglegt fólk á ferli. Landslagið hefur breyst og við verðum að læsa bæði húsum og bílum. Þá ætti fólk að varast að hafa verðmæti á glámbekk,“ segir Guðrún að lokum. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Alls hafa áttatíu innbrot verið framin í Háaleitis-og Bústaðahverfi það sem af er árinu. Þetta er talsverð aukning frá síðustu árum en svipað og 2017 og 2018. Innbrot á heimili hafa hins vegar tvöfaldast á þessu ári miðað við árin á undan og eru nú þegar orðin tæplega fjörutíu talsins. Vísir/Ragnar Visage Guðrún Jack rannsóknarlögreglumaður á Höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu oft gruna fólk sem býr í hverfinu, hefur brotaferil og er í mikilli óreglu. „Við grunum oft fólk með sakaferil og neyslu um slík brot og í þessu hverfi eins og öðrum eru slíkir aðilar. Svo er bara einstaklingsbundið hversu virkir slíkir aðilar eru. Við vitum um fleiri en einn og fleiri en tvo staði í hverfinu sem slík lýsing á við um,“ segir Guðrún. Guðrún segir að þjófar brjótist oft inn meðan fólk sefur. Stutt sé síðan innbrotsþjófur réðst á húsráðanda í hverfinu. „Þá var um að ræða innbrotsþjóf sem réðst á íbúa og stal bílnum hans,“ segir Guðrún. Aðspurð um hvort árásarmaðurinn hafi náðst segist Guðrún ekki vera með þetta tiltekna mál. Íbúar gruna sömu aðila um endurtekin innbrot Greinilegt er að íbúar í Bústaðahverfi eru varir um sig. Á íbúasíðu á samfélagsmiðlum lýsir fólk því til dæmis hvernig það vaknar upp við að þjófar séu að brjótast inn. Aðrir segja frá innbrotum og sumir lýsa innbrotsþjófum á nákvæman máta. Samkvæmt heimildum fréttastofu gruna marga íbúa líkt og lögreglu sömu aðila í hverfinu um innbrotin. Þessir aðilar hafi langan brotaferil á bakinu og séu í neyslu en hafi þrátt fyrir það ekki verið stöðvaðir. Guðrún segir að lögregla þurfi sannanir í slíkum málum. „Við getum ekki farið í húsleit hjá fólki nema hafa sannanir. Þá þarf t.d. fingrafar, vitni, myndir þ.e. ef húsráðendur hafa myndavélar og ef það finnst þýfi hjá hinum grunaða sem hægt er að rekja til innbrota,“ segir hún. Aðspurð um hvort að lögregla nái þá sjaldan þjófunum svarar Guðrún. „Sem betur fer náum við oft þjófunum.“ Komast oft yfir gríðarleg verðmæti Hún segir þjófar komist oft yfir mikil verðmæti og næli sér í allt sem mögulega sé hægt að koma í verð. Aðspurð um hvar þeir selji þýfið segir hún að stundum komi fyrir að þjófarnir selji það á vefsíðum eins og Bland.is og Brask og brall.is. Þá hafi komið fyrir að eigendur gripanna finni þá á slíkum síðum og geri lögreglu viðvart. Guðrún segir að innbrot séu yfirleitt vel skipulögð. Þá fylgist þjófar með húsum og kanni aðstæður. „Það er því mikilvægt að vera vakandi. Nágrannavarsla er líka mikilvæg og láta vita ef það er skugglegt fólk á ferli. Landslagið hefur breyst og við verðum að læsa bæði húsum og bílum. Þá ætti fólk að varast að hafa verðmæti á glámbekk,“ segir Guðrún að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira