Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö. Vísir/Vilhelm

Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telja að leysa þurfi úr ágreiningi stjórnarflokkanna um orkunýtingu til framtíðar í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum.

Arftaki umhverfisráðherra hjá Landvernd varar hins vegar við því að látið verði undan áróðursherferð óseðjandi orkuiðnaðar eins og það er orðað.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Forstjóri eins stærsta verktakafyrirtækis landsins segir húsnæðisskortinn í Reykjavík hafa verið fyrirséðan í langan tíma og telur að það muni taka allt að tvö ár að vinda ofan af vandanum. Fyrir fimm árum bauðst hann til að reisa þúsund íbúðir til að mæta þessum vanda, en það mætti daufum eyrum borgaryfirvalda. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þá verður fjallað um innbrotahrinu í Bústaðahverfi auk þess sem við ræðum við nýja þingmenn sem mættu á kynningarfund í Alþingishúsinu í dag og líktu því við fyrsta skóladaginn.

Einnig verðum við í beinni útsendingu frá Bessastöðum þar sem Friðrik krónprins Danmerkur snæðir kvöldverð og hittum risavaxin kött sem á heima í Reykjanesbæ.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.