Gefa sér þann tíma sem þarf Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 12. október 2021 12:24 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Egill Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir hann og formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, vilja vanda sig í stjórnarmyndunarviðræðum. Það séu áskoranir í viðræðunum sem hafi ekki verið leystar á síðustu fjórum árum og það sé verið að vinna í því. Sigurður Ingi sagðist ekki vita hvort þessi vika myndi duga til. Stór alþjóðleg ráðstefna færi fram hér á landi þessa dagana og þau þyrftu að taka einhvern þátt í henni. „Við sjáum til. Við ætlum að gefa okkur þann tíma sem þarf,“ sagði Sigurður Ingi. „Við ætlum að finna lausnir. Það er hluti af áskorun næstu fjögurra ára,“ sagði Sigurður Ingi. „Hluti af loftslagslausninni á næstu fjórum árum eru grænar fjárfestingar sem byggjast á grænni orku. Við erum svo heppin hérna á Íslandi að við erum mjög rík. Annars vegar að orku nú þegar en líka af þeim möguleikum að geta gert betur.“ Einn hluti af því væri að virkja meira. Sigurður Ingi sagði Ísland til að mynda nýta vind mjög lítið samanborið við Norðurlöndin. Danir væru með um fimm þúsund megavött sem kæmu frá vindmyllum og við værum með rúm tvö. Aðspurður um það að Sjálfstæðisflokknum litist vel á það að fá heilbrigðisráðuneytið sagði Sigurður Ingi að formennirnir myndu ræða það þeirra á milli. Framsóknarflokkurinn hefði lýst því yfir að þau væru tilbúin í þessar viðræður til að sjá hvernig hægt væri leysa úr læðingi nýja krafta á kjörtímabilinu. Þar á meðal með uppskiptingu ráðuneyta. Sigurður Ingi samþykkti að tíminn væri ekki óendanlegur en vísaði á skrítna stöðu á þingi þar sem undirbúningsnefnd fyrir kjörbréfanefndina væri enn að störfum. Hans skoðun væri að skynsamlegast væri að þeim störfum lyki áður en ríkisstjórnarviðræður klárast. Aðspurður um vistaskipti Birgis Þórarinssonar frá Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins sagði Sigurður Ingi það sama og hann sagði í gær. Hann hefði ekki sérstaka skoðun á því að öðru leyti en það virkaði sérstakt að skipta um flokk svo skömmu eftir kosningar. Hann sagði vistaskiptin þó ekki hafa nein áhrif á viðræðurnar. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. 11. október 2021 20:20 Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51 Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Sigurður Ingi sagðist ekki vita hvort þessi vika myndi duga til. Stór alþjóðleg ráðstefna færi fram hér á landi þessa dagana og þau þyrftu að taka einhvern þátt í henni. „Við sjáum til. Við ætlum að gefa okkur þann tíma sem þarf,“ sagði Sigurður Ingi. „Við ætlum að finna lausnir. Það er hluti af áskorun næstu fjögurra ára,“ sagði Sigurður Ingi. „Hluti af loftslagslausninni á næstu fjórum árum eru grænar fjárfestingar sem byggjast á grænni orku. Við erum svo heppin hérna á Íslandi að við erum mjög rík. Annars vegar að orku nú þegar en líka af þeim möguleikum að geta gert betur.“ Einn hluti af því væri að virkja meira. Sigurður Ingi sagði Ísland til að mynda nýta vind mjög lítið samanborið við Norðurlöndin. Danir væru með um fimm þúsund megavött sem kæmu frá vindmyllum og við værum með rúm tvö. Aðspurður um það að Sjálfstæðisflokknum litist vel á það að fá heilbrigðisráðuneytið sagði Sigurður Ingi að formennirnir myndu ræða það þeirra á milli. Framsóknarflokkurinn hefði lýst því yfir að þau væru tilbúin í þessar viðræður til að sjá hvernig hægt væri leysa úr læðingi nýja krafta á kjörtímabilinu. Þar á meðal með uppskiptingu ráðuneyta. Sigurður Ingi samþykkti að tíminn væri ekki óendanlegur en vísaði á skrítna stöðu á þingi þar sem undirbúningsnefnd fyrir kjörbréfanefndina væri enn að störfum. Hans skoðun væri að skynsamlegast væri að þeim störfum lyki áður en ríkisstjórnarviðræður klárast. Aðspurður um vistaskipti Birgis Þórarinssonar frá Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins sagði Sigurður Ingi það sama og hann sagði í gær. Hann hefði ekki sérstaka skoðun á því að öðru leyti en það virkaði sérstakt að skipta um flokk svo skömmu eftir kosningar. Hann sagði vistaskiptin þó ekki hafa nein áhrif á viðræðurnar.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. 11. október 2021 20:20 Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51 Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. 11. október 2021 20:20
Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51
Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent