Innlent

Brott­hvarf Birgis gæti kostað Mið­flokkinn um fimm milljónir

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Birgir Þórarinsson færði sig yfir í Sjálfstæðisflokkinn um síðustu helgi.
Birgir Þórarinsson færði sig yfir í Sjálfstæðisflokkinn um síðustu helgi. vísir/vilhelm

Brott­hvarf Birgis Þórarins­sonar úr þing­flokki Mið­flokksins myndi kosta flokkinn um fimm milljónir króna á kjör­tíma­bilinu, ef miðað er við greiðslu sem hver þing­flokkur fékk úr ríkis­sjóði fyrir hvern þing­mann á síðasta kjör­tíma­bili.

Enn á eftir að koma í ljós hvernig greiðslurnar skiptast niður ná­kvæm­lega á næsta kjör­tíma­bili því það ræðst af hluta af því hvaða flokkar verða í stjórn og hve mörg verða ráð­herrar en þó má ætla að upp­hæðin verði á svipuðu reiki og síðast.

Þing­flokkar fá greiddar svo­kallaðar einingar, sam­kvæmt reglum um greiðslu fram­laga á fjár­lögum til þing­flokka. Hver flokkur fær eina einingu og að auki eina einingu fyrir hvern þing­mann hans.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, missti einn af tveimur meðflokksmönnum sínum um helgina.vísir/vilhelm

Á síðasta kjör­tíma­bili var hver eining 108 þúsund krónur á mánuði, sam­kvæmt upp­lýsingum frá skrif­stofu Al­þingis. Það gera tæp­lega 1,3 milljónir á ári og ef kjör­tíma­bilið er klárað út fjögur ár er þessi upp­hæð tæpar 5,2 milljónir króna.

Því má gróf­lega gera ráð fyrir að við brott­hvarf Birgis úr Mið­flokknum verði flokkurinn af um fimm milljónum króna á sama tíma og Sjálf­stæðis­flokkurinn græðir um fimm milljónir úr ríkis­sjóði, alla­vega ef kjör­tíma­bilið verður klárað.


Tengdar fréttir

Erna fylgir Birgi ekki í Sjálfstæðisflokkinn

Erna Bjarnadóttir ætlar ekki að fylgja Birgi Þórarinssyni og verða varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu. Birgir gaf í skyn yfirlýsingu um helgina að Erna ætlaði að fylgja honum úr Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins

Völd leið­toga yfir þing­mönnum myndu aukast ef þing­sæti fylgdu flokkum

Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir ýmis rök hníga að því að þingsæti fylgi þingmönnum frekar en þingflokkum. Að öðrum kosti kynni agi forystumanna flokkanna yfir þingmönnum sínum að verða slíkur að enginn þingmaður þyrði öðru en að fylgja flokkslínum til hins ítrasta, af ótta við að missa þingsæti sitt.

Líkir Birgi við Júdas

Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, er harðorður í garð Birgis Þórarinssonar fyrrverandi samflokksmanns hans, sem tilkynnti óvænt í gær að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn aðeins tveimur vikum eftir kosningar, í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.