Beit sig til blóðs við tökur á einu þekktasta atriði Fóstbræðra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2021 22:48 Egill þurfti að setja myndavélina á upptöku og hreinlega hlaupa út úr herberginu þar sem Fóstbræðrasketsinn frægi var tekinn, og halda fyrir munninn. Svo fyndið þótti honum atriðið. Kvikmyndatökumaðurinn Egill Aðalsteinsson hefur starfað hjá Stöð 2 síðan stöðin fór í loftið árið 1986. Hann rifjaði upp eftirminnileg augnablik á ferlinum í afmælisþætti Stöðvar 2 á laugardaginn með Kristjáni Má Unnarssyni fréttamanni. Aðspurður hvað stæði upp úr á svo löngum ferli nefndi Egill meðal annars eldgosaferðir með Kristjáni Má, þegar gaus í Holuhrauni og jánkar því að mögulega hafi hann jafnvel verið örlítið hræddur í þeim ferðum. „Og svo náttúrulega Grímsvatnagosið. Svo þegar ég fór með Sunnu Karen [Sigurþórsdóttur] á Seyðisfjörð, í skriðurnar. Þegar skriðan kom og ég er þarna bara á sokkaleistunum og skyrtunni í hamfararigningu, að mynda á síma skriðuna koma niður. Það var rosalegt,“ sagði Egill. Egill hefur þó ekki eingöngu myndað fyrir fréttastofuna, heldur komið að gerð fjölmargra þátta á Stöð 2. Hann segir það mikið ævintýri að hafa tekið upp þættina Hvar er best að búa? með Lóu Pind Aldísardóttur, sem og Leitina að upprunanum með Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur. Egill tók þá upp fyrstu þrjár þáttaraðirnar af hinum goðsagnakenndu grínþáttum Fóstbræðrum, og lýsir því meðal annars hvernig hann eyðilagði tvær tökur af einum þekktasta Fósbræðrasketsinum, sem margir þekkja í tengslum við frasann „Þú ert drekinn.“ Honum hafi einfaldlega þótt atriðið svo fyndið að hann réði ekki við sig „Ég var búinn að bíta mig í tunguna, til blóðs og allt. Mig minnir að þetta hafi verið á endanum þannig að ég þurfti að setja myndavélina á upptöku, fara út fyrir og bara, þú veist,“ sagði Egill áður en hann setti höndina fyrir munninn á sér. Grín og gaman Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Lífið Fleiri fréttir Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Sjá meira
Aðspurður hvað stæði upp úr á svo löngum ferli nefndi Egill meðal annars eldgosaferðir með Kristjáni Má, þegar gaus í Holuhrauni og jánkar því að mögulega hafi hann jafnvel verið örlítið hræddur í þeim ferðum. „Og svo náttúrulega Grímsvatnagosið. Svo þegar ég fór með Sunnu Karen [Sigurþórsdóttur] á Seyðisfjörð, í skriðurnar. Þegar skriðan kom og ég er þarna bara á sokkaleistunum og skyrtunni í hamfararigningu, að mynda á síma skriðuna koma niður. Það var rosalegt,“ sagði Egill. Egill hefur þó ekki eingöngu myndað fyrir fréttastofuna, heldur komið að gerð fjölmargra þátta á Stöð 2. Hann segir það mikið ævintýri að hafa tekið upp þættina Hvar er best að búa? með Lóu Pind Aldísardóttur, sem og Leitina að upprunanum með Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur. Egill tók þá upp fyrstu þrjár þáttaraðirnar af hinum goðsagnakenndu grínþáttum Fóstbræðrum, og lýsir því meðal annars hvernig hann eyðilagði tvær tökur af einum þekktasta Fósbræðrasketsinum, sem margir þekkja í tengslum við frasann „Þú ert drekinn.“ Honum hafi einfaldlega þótt atriðið svo fyndið að hann réði ekki við sig „Ég var búinn að bíta mig í tunguna, til blóðs og allt. Mig minnir að þetta hafi verið á endanum þannig að ég þurfti að setja myndavélina á upptöku, fara út fyrir og bara, þú veist,“ sagði Egill áður en hann setti höndina fyrir munninn á sér.
Grín og gaman Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Lífið Fleiri fréttir Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Sjá meira