Beit sig til blóðs við tökur á einu þekktasta atriði Fóstbræðra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2021 22:48 Egill þurfti að setja myndavélina á upptöku og hreinlega hlaupa út úr herberginu þar sem Fóstbræðrasketsinn frægi var tekinn, og halda fyrir munninn. Svo fyndið þótti honum atriðið. Kvikmyndatökumaðurinn Egill Aðalsteinsson hefur starfað hjá Stöð 2 síðan stöðin fór í loftið árið 1986. Hann rifjaði upp eftirminnileg augnablik á ferlinum í afmælisþætti Stöðvar 2 á laugardaginn með Kristjáni Má Unnarssyni fréttamanni. Aðspurður hvað stæði upp úr á svo löngum ferli nefndi Egill meðal annars eldgosaferðir með Kristjáni Má, þegar gaus í Holuhrauni og jánkar því að mögulega hafi hann jafnvel verið örlítið hræddur í þeim ferðum. „Og svo náttúrulega Grímsvatnagosið. Svo þegar ég fór með Sunnu Karen [Sigurþórsdóttur] á Seyðisfjörð, í skriðurnar. Þegar skriðan kom og ég er þarna bara á sokkaleistunum og skyrtunni í hamfararigningu, að mynda á síma skriðuna koma niður. Það var rosalegt,“ sagði Egill. Egill hefur þó ekki eingöngu myndað fyrir fréttastofuna, heldur komið að gerð fjölmargra þátta á Stöð 2. Hann segir það mikið ævintýri að hafa tekið upp þættina Hvar er best að búa? með Lóu Pind Aldísardóttur, sem og Leitina að upprunanum með Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur. Egill tók þá upp fyrstu þrjár þáttaraðirnar af hinum goðsagnakenndu grínþáttum Fóstbræðrum, og lýsir því meðal annars hvernig hann eyðilagði tvær tökur af einum þekktasta Fósbræðrasketsinum, sem margir þekkja í tengslum við frasann „Þú ert drekinn.“ Honum hafi einfaldlega þótt atriðið svo fyndið að hann réði ekki við sig „Ég var búinn að bíta mig í tunguna, til blóðs og allt. Mig minnir að þetta hafi verið á endanum þannig að ég þurfti að setja myndavélina á upptöku, fara út fyrir og bara, þú veist,“ sagði Egill áður en hann setti höndina fyrir munninn á sér. Grín og gaman Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Sjá meira
Aðspurður hvað stæði upp úr á svo löngum ferli nefndi Egill meðal annars eldgosaferðir með Kristjáni Má, þegar gaus í Holuhrauni og jánkar því að mögulega hafi hann jafnvel verið örlítið hræddur í þeim ferðum. „Og svo náttúrulega Grímsvatnagosið. Svo þegar ég fór með Sunnu Karen [Sigurþórsdóttur] á Seyðisfjörð, í skriðurnar. Þegar skriðan kom og ég er þarna bara á sokkaleistunum og skyrtunni í hamfararigningu, að mynda á síma skriðuna koma niður. Það var rosalegt,“ sagði Egill. Egill hefur þó ekki eingöngu myndað fyrir fréttastofuna, heldur komið að gerð fjölmargra þátta á Stöð 2. Hann segir það mikið ævintýri að hafa tekið upp þættina Hvar er best að búa? með Lóu Pind Aldísardóttur, sem og Leitina að upprunanum með Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur. Egill tók þá upp fyrstu þrjár þáttaraðirnar af hinum goðsagnakenndu grínþáttum Fóstbræðrum, og lýsir því meðal annars hvernig hann eyðilagði tvær tökur af einum þekktasta Fósbræðrasketsinum, sem margir þekkja í tengslum við frasann „Þú ert drekinn.“ Honum hafi einfaldlega þótt atriðið svo fyndið að hann réði ekki við sig „Ég var búinn að bíta mig í tunguna, til blóðs og allt. Mig minnir að þetta hafi verið á endanum þannig að ég þurfti að setja myndavélina á upptöku, fara út fyrir og bara, þú veist,“ sagði Egill áður en hann setti höndina fyrir munninn á sér.
Grín og gaman Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Sjá meira