Innlent

Ó­vissu­stigi af­létt í Út­kinn

Eiður Þór Árnason skrifar
Fjölmargar aurskriður féllu í Útkinn um þarsíðustu helgi.
Fjölmargar aurskriður féllu í Útkinn um þarsíðustu helgi. LANDHELGISGÆSLA ÍSLANDS

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra að fella niður óvissustig í Útkinn í Þingeyjarsveit.

Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands telur ekki ástæðu til viðbúnaðar vegna skriðuhættu á svæðinu og er góð veðurspá næstu daga. Hreinsunarstarfi er þó ekki lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 

Bæir í Þingeyjarsveit voru rýmdir aðfaranótt sunnudagsins 3. október eftir að fjölmargar aurskriður höfðu fallið á svæðinu. Gríðarleg úrkoma var þá búin að vera á svæðinu og mikið vatn í fjallshlíðum. 

Afléttu almannavarnir rýmingu í Útkinn þriðjudaginn 5. október þegar verulega hafði dregið úr skriðuhættu. Síðasta föstudag var almannavarnastig þar svo fært af hættustigi yfir á óvissustig.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Hættustigi aflétt í Útkinn

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra hefur ákveðið að aflétta hættustigi sem verið hefur í gildi í Útkinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu.

Aflétta rýmingu í Útkinn

Almannavarnir hafa aflétt rýmingu í Útkinn í Þingeyjarsveit og er íbúum þar nú heimilt að snúa heim til sín. Svæðið var rýmt um helgina vegna skriðuhættu. Enn er hættustig í gildi á svæðinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.