Innlent

Hand­tekinn fyrir að á­reita börn og brot á vopna­lögum

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynnt var um málið um klukkan 21:20 í gærkvöldi, en maðurinn sagði börnin hafa verið að gera dyraat við heimili hans.
Tilkynnt var um málið um klukkan 21:20 í gærkvöldi, en maðurinn sagði börnin hafa verið að gera dyraat við heimili hans. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi mann sem grunaður er um að áreita börn og brot á vopnalögum. Maðurinn bar því við að börnin hafi verið að gera dyraat við heimili hans.

Í dagbók lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um málið 21:20 í gærkvöldi en atvikið átti sér stað í hverfi 104 í Reykjavík. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Einnig segir frá því að um hálf tólf í gærkvöldi hafi kona í annarlegu ástandi verið handtekin í miðborg Reykjavíkur. Er hún grunuð um eignaspjöll, vörslu fíkniefna og þjófnað og var flutt í fangageymslu lögreglu.

Um hálf tíu voru afskipti höfð af pari í annarlegu ástandi sofandi í bíl á bílastæði í hverfi 105 og var vél bílsins í gangi. Maðurinn er grunaður um vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum.

Þá þurfti lögregla einnig að hafa afskipti af ökumönnum sem grunaðir eru um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×