Innlent

Út­köll björgunar­sveita í gær­kvöldi bundin við Siglu­fjörð og Skaga­fjörð

Atli Ísleifsson skrifar
Björgunarsveitir á Siglufirði og í Skagafirði sinntu verkefnum vegna óveðursins í gærkvöldi .
Björgunarsveitir á Siglufirði og í Skagafirði sinntu verkefnum vegna óveðursins í gærkvöldi . Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir voru kallaðar út á Siglufirði og í Skagafirði vegna ýmissa fokverkefna í gærkvöldi. Óveður var víða á landinu í gærkvöldi, en Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að björgunarsveitir hafi ekki verið kallaðar út annars staðar á landinu.

Fyrr um daginn höfðu björgunarsveitir þó verið kallaðar út vegna rútuslyssins nærri Dyrhólaey þar sem þrír slösuðust.

Davíð Már segir að á Siglufirði hafi björgunarsveitir verið kallaðar út um klukkan 18:15 eftir að veður hafði skyndilega versnað og pappi fauk af þaki húss þar sem framkvæmdir stóðu yfir og Vísir sagði frá í gærkvöldi.

Um svipað leyti barst annað útkall, einnig á Siglufirði, vegna þaks sem var að fjúka. „Þá var eitthvað tré á Siglufirði sem hafði fokið og kíkt var á,“ segir Davíð Már.

Í Skagafirði var björgunarsveit kölluð út eftir að tilkynnt var um að þak á fjósi, rétt fyrir utan Sauðárkrók, væri að fjúka. „Björgunarsveitarfólk fór þangað, náði að tryggja þakið, negla það niður og koma böndum á það,“ segir Davíð Már.


Tengdar fréttir

Rignir inn í öll herbergi á efstu hæð: „Þú keppir ekki við kára“

„Ég tek þessu bara af æðru­leysi og reyni að sjá spaugi­legu hliðarnar á þessu,“ segir Brynja Baldurs­dóttir lista­kona á Siglu­firði, sem missti í kvöld efsta lagið af þakinu á húsinu sínu, sem hún var ný­búin að láta skipta um, í stormi sem gengur yfir fjörðinn. Nú rignir beint inn á efstu hæðina hennar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.