Leedsari breytti leiknum fyrir Brasilíumenn í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2021 08:30 Raphinha á fullri ferð með boltann í sínum fyrsta landsleik í nótt. EPA-EFE/Miguel Gutierrez Brasilíumenn unnu endurkomusigur í undankeppni HM í nótt en nágrönnum þeirra í Argentínu tókst ekki að skora í sínum leik. Brasilíska liðið vann 3-1 útisigur á Venesúela og er því áfram með fullt hús á toppi Suður-ameríku riðilsins. Brasilíumenn voru þó 1-0 undir í hálfleik þegar Tite þjálfari kallaði á Raphinha, vængmann Leeds United. What a debut! Venezuela lead 1-0 at half-time, Raphinha comes on, gets involved in all three goals, gets two assists, @CBF_Futebol wins 3-1! pic.twitter.com/DKNYVPa0DM— Leeds United (@LUFC) October 8, 2021 Raphinha átti frábæra innkomu og lagði upp tvö mörk í þriggja marka hálfleik og gestirnir frá Brasilíu unnu 3-1. „Tite bað mig bara um að gera það sem ég geri hjá Leeds,“ sagði Raphinha eftir leikinn og bætti við: „Ég held að ég hafi ekki ollið honum, liðfélögunum eða stuðningsmönnum Brasilíu vonbrigðum,“ sagði Raphinha. Hann er 24 ára gamall og var að spila sinn fyrsta landsleik. Raphina kom til Leeds frá Rennes í Frakklandi árið 2020. Brasilía hafði fyrir leikinn ekki tapað í átján leikjum í undankeppni stórmóts og var með átta sigra í átta leikjum í undankeppni HM í Katar 2022. 1 year ago today, Raphinha signed for Leeds 38 Appearances 9 Goals 9 Assists 165 Mins per G/ABrazilian magic. #LUFC pic.twitter.com/zA1EDSROkX— LUFCMOT (@LUFCMOTcom) October 5, 2021 Raphina kom inn á fyrir Everton Ribeiro í hálfleik og þá komu líka inn þeir Vinicius Jr og Antony. Marquinhos jafnaði með skalla á 71. mínútu eftir hornspyrnu Raphinha og Gabriel Barbosa kom Brasilíu síðan yfir úr vítaspyrnu. Antony, sem leikur með Ajax, innsiglaði síðan sigurinn eftir fyrirgjöf frá Raphina. Raphina hafði verið valinn í fyrsta skiptið í síðasta glugga en fékk þá ekki að koma vegna COVID-19 reglna. „Ég var mjög óþreyjufullur að spila minn fyrsta leik og það ágerðist bara eftir að ég mátti ekki kom síðasta. Þá varð ég enn ákafari að fá að klæðast brasilísku landsliðstreyjunni,“ sagði Raphinha. „Það var mjög gott fyrir mig persónulega að fá þessar mínútur og geta hjálpað liðsfélögum mínum inn á vellinum,“ sagði Raphinha. Raphinha v Venezuela 21 Passes Completed 3 Key Passes 2 Assists #BRAxVEN pic.twitter.com/SAQodKwml4— Tristão (@ElWoodinho) October 8, 2021 Það gekk ekki eins vel hjá nágrönnunum í Argentínu sem náðu bara markalausu jafntefli á móti Paragvæ á útivelli. Úrúgvæ gerði líka markalaust jafntefli en á heimavelli á móti Kólumbíu. Báðar þjóðir eru í hópi þeirri fjögurra sem nú sitja í sæti sem gefur þátttökurétt á HM. Brasilíumenn eru efstir með 27 stig, Argentínumenn eru með 19 stig, Ekvadorar og Úrúgvæjar eru síðan með 16 stig, tveimur stigum á undan Kólumbíu sem situr í fimmta sætinu. Fjórar efstu þjóðirnar fara beint á HM en fimmta sætið gefur þátttökurétt í umspili með þjóðum úr öðrum álfum. HM 2022 í Katar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Brasilíska liðið vann 3-1 útisigur á Venesúela og er því áfram með fullt hús á toppi Suður-ameríku riðilsins. Brasilíumenn voru þó 1-0 undir í hálfleik þegar Tite þjálfari kallaði á Raphinha, vængmann Leeds United. What a debut! Venezuela lead 1-0 at half-time, Raphinha comes on, gets involved in all three goals, gets two assists, @CBF_Futebol wins 3-1! pic.twitter.com/DKNYVPa0DM— Leeds United (@LUFC) October 8, 2021 Raphinha átti frábæra innkomu og lagði upp tvö mörk í þriggja marka hálfleik og gestirnir frá Brasilíu unnu 3-1. „Tite bað mig bara um að gera það sem ég geri hjá Leeds,“ sagði Raphinha eftir leikinn og bætti við: „Ég held að ég hafi ekki ollið honum, liðfélögunum eða stuðningsmönnum Brasilíu vonbrigðum,“ sagði Raphinha. Hann er 24 ára gamall og var að spila sinn fyrsta landsleik. Raphina kom til Leeds frá Rennes í Frakklandi árið 2020. Brasilía hafði fyrir leikinn ekki tapað í átján leikjum í undankeppni stórmóts og var með átta sigra í átta leikjum í undankeppni HM í Katar 2022. 1 year ago today, Raphinha signed for Leeds 38 Appearances 9 Goals 9 Assists 165 Mins per G/ABrazilian magic. #LUFC pic.twitter.com/zA1EDSROkX— LUFCMOT (@LUFCMOTcom) October 5, 2021 Raphina kom inn á fyrir Everton Ribeiro í hálfleik og þá komu líka inn þeir Vinicius Jr og Antony. Marquinhos jafnaði með skalla á 71. mínútu eftir hornspyrnu Raphinha og Gabriel Barbosa kom Brasilíu síðan yfir úr vítaspyrnu. Antony, sem leikur með Ajax, innsiglaði síðan sigurinn eftir fyrirgjöf frá Raphina. Raphina hafði verið valinn í fyrsta skiptið í síðasta glugga en fékk þá ekki að koma vegna COVID-19 reglna. „Ég var mjög óþreyjufullur að spila minn fyrsta leik og það ágerðist bara eftir að ég mátti ekki kom síðasta. Þá varð ég enn ákafari að fá að klæðast brasilísku landsliðstreyjunni,“ sagði Raphinha. „Það var mjög gott fyrir mig persónulega að fá þessar mínútur og geta hjálpað liðsfélögum mínum inn á vellinum,“ sagði Raphinha. Raphinha v Venezuela 21 Passes Completed 3 Key Passes 2 Assists #BRAxVEN pic.twitter.com/SAQodKwml4— Tristão (@ElWoodinho) October 8, 2021 Það gekk ekki eins vel hjá nágrönnunum í Argentínu sem náðu bara markalausu jafntefli á móti Paragvæ á útivelli. Úrúgvæ gerði líka markalaust jafntefli en á heimavelli á móti Kólumbíu. Báðar þjóðir eru í hópi þeirri fjögurra sem nú sitja í sæti sem gefur þátttökurétt á HM. Brasilíumenn eru efstir með 27 stig, Argentínumenn eru með 19 stig, Ekvadorar og Úrúgvæjar eru síðan með 16 stig, tveimur stigum á undan Kólumbíu sem situr í fimmta sætinu. Fjórar efstu þjóðirnar fara beint á HM en fimmta sætið gefur þátttökurétt í umspili með þjóðum úr öðrum álfum.
HM 2022 í Katar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira