Leedsari breytti leiknum fyrir Brasilíumenn í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2021 08:30 Raphinha á fullri ferð með boltann í sínum fyrsta landsleik í nótt. EPA-EFE/Miguel Gutierrez Brasilíumenn unnu endurkomusigur í undankeppni HM í nótt en nágrönnum þeirra í Argentínu tókst ekki að skora í sínum leik. Brasilíska liðið vann 3-1 útisigur á Venesúela og er því áfram með fullt hús á toppi Suður-ameríku riðilsins. Brasilíumenn voru þó 1-0 undir í hálfleik þegar Tite þjálfari kallaði á Raphinha, vængmann Leeds United. What a debut! Venezuela lead 1-0 at half-time, Raphinha comes on, gets involved in all three goals, gets two assists, @CBF_Futebol wins 3-1! pic.twitter.com/DKNYVPa0DM— Leeds United (@LUFC) October 8, 2021 Raphinha átti frábæra innkomu og lagði upp tvö mörk í þriggja marka hálfleik og gestirnir frá Brasilíu unnu 3-1. „Tite bað mig bara um að gera það sem ég geri hjá Leeds,“ sagði Raphinha eftir leikinn og bætti við: „Ég held að ég hafi ekki ollið honum, liðfélögunum eða stuðningsmönnum Brasilíu vonbrigðum,“ sagði Raphinha. Hann er 24 ára gamall og var að spila sinn fyrsta landsleik. Raphina kom til Leeds frá Rennes í Frakklandi árið 2020. Brasilía hafði fyrir leikinn ekki tapað í átján leikjum í undankeppni stórmóts og var með átta sigra í átta leikjum í undankeppni HM í Katar 2022. 1 year ago today, Raphinha signed for Leeds 38 Appearances 9 Goals 9 Assists 165 Mins per G/ABrazilian magic. #LUFC pic.twitter.com/zA1EDSROkX— LUFCMOT (@LUFCMOTcom) October 5, 2021 Raphina kom inn á fyrir Everton Ribeiro í hálfleik og þá komu líka inn þeir Vinicius Jr og Antony. Marquinhos jafnaði með skalla á 71. mínútu eftir hornspyrnu Raphinha og Gabriel Barbosa kom Brasilíu síðan yfir úr vítaspyrnu. Antony, sem leikur með Ajax, innsiglaði síðan sigurinn eftir fyrirgjöf frá Raphina. Raphina hafði verið valinn í fyrsta skiptið í síðasta glugga en fékk þá ekki að koma vegna COVID-19 reglna. „Ég var mjög óþreyjufullur að spila minn fyrsta leik og það ágerðist bara eftir að ég mátti ekki kom síðasta. Þá varð ég enn ákafari að fá að klæðast brasilísku landsliðstreyjunni,“ sagði Raphinha. „Það var mjög gott fyrir mig persónulega að fá þessar mínútur og geta hjálpað liðsfélögum mínum inn á vellinum,“ sagði Raphinha. Raphinha v Venezuela 21 Passes Completed 3 Key Passes 2 Assists #BRAxVEN pic.twitter.com/SAQodKwml4— Tristão (@ElWoodinho) October 8, 2021 Það gekk ekki eins vel hjá nágrönnunum í Argentínu sem náðu bara markalausu jafntefli á móti Paragvæ á útivelli. Úrúgvæ gerði líka markalaust jafntefli en á heimavelli á móti Kólumbíu. Báðar þjóðir eru í hópi þeirri fjögurra sem nú sitja í sæti sem gefur þátttökurétt á HM. Brasilíumenn eru efstir með 27 stig, Argentínumenn eru með 19 stig, Ekvadorar og Úrúgvæjar eru síðan með 16 stig, tveimur stigum á undan Kólumbíu sem situr í fimmta sætinu. Fjórar efstu þjóðirnar fara beint á HM en fimmta sætið gefur þátttökurétt í umspili með þjóðum úr öðrum álfum. HM 2022 í Katar Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Brasilíska liðið vann 3-1 útisigur á Venesúela og er því áfram með fullt hús á toppi Suður-ameríku riðilsins. Brasilíumenn voru þó 1-0 undir í hálfleik þegar Tite þjálfari kallaði á Raphinha, vængmann Leeds United. What a debut! Venezuela lead 1-0 at half-time, Raphinha comes on, gets involved in all three goals, gets two assists, @CBF_Futebol wins 3-1! pic.twitter.com/DKNYVPa0DM— Leeds United (@LUFC) October 8, 2021 Raphinha átti frábæra innkomu og lagði upp tvö mörk í þriggja marka hálfleik og gestirnir frá Brasilíu unnu 3-1. „Tite bað mig bara um að gera það sem ég geri hjá Leeds,“ sagði Raphinha eftir leikinn og bætti við: „Ég held að ég hafi ekki ollið honum, liðfélögunum eða stuðningsmönnum Brasilíu vonbrigðum,“ sagði Raphinha. Hann er 24 ára gamall og var að spila sinn fyrsta landsleik. Raphina kom til Leeds frá Rennes í Frakklandi árið 2020. Brasilía hafði fyrir leikinn ekki tapað í átján leikjum í undankeppni stórmóts og var með átta sigra í átta leikjum í undankeppni HM í Katar 2022. 1 year ago today, Raphinha signed for Leeds 38 Appearances 9 Goals 9 Assists 165 Mins per G/ABrazilian magic. #LUFC pic.twitter.com/zA1EDSROkX— LUFCMOT (@LUFCMOTcom) October 5, 2021 Raphina kom inn á fyrir Everton Ribeiro í hálfleik og þá komu líka inn þeir Vinicius Jr og Antony. Marquinhos jafnaði með skalla á 71. mínútu eftir hornspyrnu Raphinha og Gabriel Barbosa kom Brasilíu síðan yfir úr vítaspyrnu. Antony, sem leikur með Ajax, innsiglaði síðan sigurinn eftir fyrirgjöf frá Raphina. Raphina hafði verið valinn í fyrsta skiptið í síðasta glugga en fékk þá ekki að koma vegna COVID-19 reglna. „Ég var mjög óþreyjufullur að spila minn fyrsta leik og það ágerðist bara eftir að ég mátti ekki kom síðasta. Þá varð ég enn ákafari að fá að klæðast brasilísku landsliðstreyjunni,“ sagði Raphinha. „Það var mjög gott fyrir mig persónulega að fá þessar mínútur og geta hjálpað liðsfélögum mínum inn á vellinum,“ sagði Raphinha. Raphinha v Venezuela 21 Passes Completed 3 Key Passes 2 Assists #BRAxVEN pic.twitter.com/SAQodKwml4— Tristão (@ElWoodinho) October 8, 2021 Það gekk ekki eins vel hjá nágrönnunum í Argentínu sem náðu bara markalausu jafntefli á móti Paragvæ á útivelli. Úrúgvæ gerði líka markalaust jafntefli en á heimavelli á móti Kólumbíu. Báðar þjóðir eru í hópi þeirri fjögurra sem nú sitja í sæti sem gefur þátttökurétt á HM. Brasilíumenn eru efstir með 27 stig, Argentínumenn eru með 19 stig, Ekvadorar og Úrúgvæjar eru síðan með 16 stig, tveimur stigum á undan Kólumbíu sem situr í fimmta sætinu. Fjórar efstu þjóðirnar fara beint á HM en fimmta sætið gefur þátttökurétt í umspili með þjóðum úr öðrum álfum.
HM 2022 í Katar Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira