Leedsari breytti leiknum fyrir Brasilíumenn í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2021 08:30 Raphinha á fullri ferð með boltann í sínum fyrsta landsleik í nótt. EPA-EFE/Miguel Gutierrez Brasilíumenn unnu endurkomusigur í undankeppni HM í nótt en nágrönnum þeirra í Argentínu tókst ekki að skora í sínum leik. Brasilíska liðið vann 3-1 útisigur á Venesúela og er því áfram með fullt hús á toppi Suður-ameríku riðilsins. Brasilíumenn voru þó 1-0 undir í hálfleik þegar Tite þjálfari kallaði á Raphinha, vængmann Leeds United. What a debut! Venezuela lead 1-0 at half-time, Raphinha comes on, gets involved in all three goals, gets two assists, @CBF_Futebol wins 3-1! pic.twitter.com/DKNYVPa0DM— Leeds United (@LUFC) October 8, 2021 Raphinha átti frábæra innkomu og lagði upp tvö mörk í þriggja marka hálfleik og gestirnir frá Brasilíu unnu 3-1. „Tite bað mig bara um að gera það sem ég geri hjá Leeds,“ sagði Raphinha eftir leikinn og bætti við: „Ég held að ég hafi ekki ollið honum, liðfélögunum eða stuðningsmönnum Brasilíu vonbrigðum,“ sagði Raphinha. Hann er 24 ára gamall og var að spila sinn fyrsta landsleik. Raphina kom til Leeds frá Rennes í Frakklandi árið 2020. Brasilía hafði fyrir leikinn ekki tapað í átján leikjum í undankeppni stórmóts og var með átta sigra í átta leikjum í undankeppni HM í Katar 2022. 1 year ago today, Raphinha signed for Leeds 38 Appearances 9 Goals 9 Assists 165 Mins per G/ABrazilian magic. #LUFC pic.twitter.com/zA1EDSROkX— LUFCMOT (@LUFCMOTcom) October 5, 2021 Raphina kom inn á fyrir Everton Ribeiro í hálfleik og þá komu líka inn þeir Vinicius Jr og Antony. Marquinhos jafnaði með skalla á 71. mínútu eftir hornspyrnu Raphinha og Gabriel Barbosa kom Brasilíu síðan yfir úr vítaspyrnu. Antony, sem leikur með Ajax, innsiglaði síðan sigurinn eftir fyrirgjöf frá Raphina. Raphina hafði verið valinn í fyrsta skiptið í síðasta glugga en fékk þá ekki að koma vegna COVID-19 reglna. „Ég var mjög óþreyjufullur að spila minn fyrsta leik og það ágerðist bara eftir að ég mátti ekki kom síðasta. Þá varð ég enn ákafari að fá að klæðast brasilísku landsliðstreyjunni,“ sagði Raphinha. „Það var mjög gott fyrir mig persónulega að fá þessar mínútur og geta hjálpað liðsfélögum mínum inn á vellinum,“ sagði Raphinha. Raphinha v Venezuela 21 Passes Completed 3 Key Passes 2 Assists #BRAxVEN pic.twitter.com/SAQodKwml4— Tristão (@ElWoodinho) October 8, 2021 Það gekk ekki eins vel hjá nágrönnunum í Argentínu sem náðu bara markalausu jafntefli á móti Paragvæ á útivelli. Úrúgvæ gerði líka markalaust jafntefli en á heimavelli á móti Kólumbíu. Báðar þjóðir eru í hópi þeirri fjögurra sem nú sitja í sæti sem gefur þátttökurétt á HM. Brasilíumenn eru efstir með 27 stig, Argentínumenn eru með 19 stig, Ekvadorar og Úrúgvæjar eru síðan með 16 stig, tveimur stigum á undan Kólumbíu sem situr í fimmta sætinu. Fjórar efstu þjóðirnar fara beint á HM en fimmta sætið gefur þátttökurétt í umspili með þjóðum úr öðrum álfum. HM 2022 í Katar Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Sjá meira
Brasilíska liðið vann 3-1 útisigur á Venesúela og er því áfram með fullt hús á toppi Suður-ameríku riðilsins. Brasilíumenn voru þó 1-0 undir í hálfleik þegar Tite þjálfari kallaði á Raphinha, vængmann Leeds United. What a debut! Venezuela lead 1-0 at half-time, Raphinha comes on, gets involved in all three goals, gets two assists, @CBF_Futebol wins 3-1! pic.twitter.com/DKNYVPa0DM— Leeds United (@LUFC) October 8, 2021 Raphinha átti frábæra innkomu og lagði upp tvö mörk í þriggja marka hálfleik og gestirnir frá Brasilíu unnu 3-1. „Tite bað mig bara um að gera það sem ég geri hjá Leeds,“ sagði Raphinha eftir leikinn og bætti við: „Ég held að ég hafi ekki ollið honum, liðfélögunum eða stuðningsmönnum Brasilíu vonbrigðum,“ sagði Raphinha. Hann er 24 ára gamall og var að spila sinn fyrsta landsleik. Raphina kom til Leeds frá Rennes í Frakklandi árið 2020. Brasilía hafði fyrir leikinn ekki tapað í átján leikjum í undankeppni stórmóts og var með átta sigra í átta leikjum í undankeppni HM í Katar 2022. 1 year ago today, Raphinha signed for Leeds 38 Appearances 9 Goals 9 Assists 165 Mins per G/ABrazilian magic. #LUFC pic.twitter.com/zA1EDSROkX— LUFCMOT (@LUFCMOTcom) October 5, 2021 Raphina kom inn á fyrir Everton Ribeiro í hálfleik og þá komu líka inn þeir Vinicius Jr og Antony. Marquinhos jafnaði með skalla á 71. mínútu eftir hornspyrnu Raphinha og Gabriel Barbosa kom Brasilíu síðan yfir úr vítaspyrnu. Antony, sem leikur með Ajax, innsiglaði síðan sigurinn eftir fyrirgjöf frá Raphina. Raphina hafði verið valinn í fyrsta skiptið í síðasta glugga en fékk þá ekki að koma vegna COVID-19 reglna. „Ég var mjög óþreyjufullur að spila minn fyrsta leik og það ágerðist bara eftir að ég mátti ekki kom síðasta. Þá varð ég enn ákafari að fá að klæðast brasilísku landsliðstreyjunni,“ sagði Raphinha. „Það var mjög gott fyrir mig persónulega að fá þessar mínútur og geta hjálpað liðsfélögum mínum inn á vellinum,“ sagði Raphinha. Raphinha v Venezuela 21 Passes Completed 3 Key Passes 2 Assists #BRAxVEN pic.twitter.com/SAQodKwml4— Tristão (@ElWoodinho) October 8, 2021 Það gekk ekki eins vel hjá nágrönnunum í Argentínu sem náðu bara markalausu jafntefli á móti Paragvæ á útivelli. Úrúgvæ gerði líka markalaust jafntefli en á heimavelli á móti Kólumbíu. Báðar þjóðir eru í hópi þeirri fjögurra sem nú sitja í sæti sem gefur þátttökurétt á HM. Brasilíumenn eru efstir með 27 stig, Argentínumenn eru með 19 stig, Ekvadorar og Úrúgvæjar eru síðan með 16 stig, tveimur stigum á undan Kólumbíu sem situr í fimmta sætinu. Fjórar efstu þjóðirnar fara beint á HM en fimmta sætið gefur þátttökurétt í umspili með þjóðum úr öðrum álfum.
HM 2022 í Katar Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Sjá meira