Rignir inn í öll herbergi á efstu hæð: „Þú keppir ekki við kára“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. október 2021 22:36 Brynja segir að farið sé að rigna inn í öll herbergi á efstu hæðinni. aðsend „Ég tek þessu bara af æðruleysi og reyni að sjá spaugilegu hliðarnar á þessu,“ segir Brynja Baldursdóttir listakona á Siglufirði, sem missti í kvöld efsta lagið af þakinu á húsinu sínu, sem hún var nýbúin að láta skipta um, í stormi sem gengur yfir fjörðinn. Nú rignir beint inn á efstu hæðina hennar. „Við erum búin að setja út alla bala og potta, dollur og ílát sem ég á út á gólfið og svo stendur maður bara í ströngu við að ausa úr því fram eftir nóttu,“ segir hún. Fréttastofa náði tali af Brynju þegar hún var nýbúin að koma þessum ílátum fyrir á eftir hæðinni. Nú er bara að hita sér sterkt kaffi og horfa á eitthvað skemmtilegt þangað til hún fer upp að vitja ílátanna. Var svo montin af vel festu þaki „Ég er sem sagt nýbúin að láta skipta um allt hérna og koma fyrir splunkunýju þaki. Við vorum einmitt að tala um það hérna hvað þetta væri einstaklega vel gert hjá þeim, þetta væri fest eins og í gamla daga og ég var eiginlega búin að vera hálfmontin einmitt af því hversu vel festur pappinn væri á þakinu,“ segir Brynja. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu Brynju í kvöld áður en það varð allt of hvasst til að vera ofan á þakinu.ingvar erlingsson Pappinn fór svo af í miklum vindi í kvöld og eftir stendur ber viðurinn og einangrun sem eru farin að leka. „Og nú rignir bara inn í öllum herbergjum hér á efstu hæðinni. Það verður líklega ekki hægt að fjarlægja einangrunina fyrr en undir morgun hugsa ég,“ segir Brynja. Segldúkur hefði getað tekið menn með sér Björgunarsveitin Strákar voru hjá Brynju fyrr í kvöld til að reyna að halda þakinu. „En þau urðu frá að hverfa vegna þess að það var komið svo mikið rok og þau gátu ekki verið viss um að vera örugg uppi á þaki. Það gengur að sjálfsögðu fyrir. Þetta er auðvitað ekki nema bara hús. Þú keppir ekki við kára.“ Þá var planið að festa segldúk yfir þakið til að hlífa efstu hæðinni við bleytunni en vindáttin og vindstyrkurinn voru orðin það mikil að það þótti ekki öruggt að vera með segldúk á ferð. „Því hann hefði getað farið á flug og tekið menn bara með sér,“ segir Brynja. Að sögn björgunarsveitarmanns að norðan skall óveðrið nokkuð óvænt á í kvöld. Það hefur ringt og gengið á með mjög sterkum hviðum á Siglufirði í kvöld.ingvar erlingsson Um leið og vindáttin breytist eða gengur niður á Brynja von á að björgunarsveitarfólkið komi aftur til að reyna að festa dúkinn yfir þakið. Brynja veit ekki hversu mikið tjónið er. „Ég tek þetta bara eitt skref í einu. Og nú er það að fá sér kaffi og passa ílátin á efstu hæðinni. Svo þurfum við bara að meta hitt síðar.“ Náttúruhamfarir Fjallabyggð Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
„Við erum búin að setja út alla bala og potta, dollur og ílát sem ég á út á gólfið og svo stendur maður bara í ströngu við að ausa úr því fram eftir nóttu,“ segir hún. Fréttastofa náði tali af Brynju þegar hún var nýbúin að koma þessum ílátum fyrir á eftir hæðinni. Nú er bara að hita sér sterkt kaffi og horfa á eitthvað skemmtilegt þangað til hún fer upp að vitja ílátanna. Var svo montin af vel festu þaki „Ég er sem sagt nýbúin að láta skipta um allt hérna og koma fyrir splunkunýju þaki. Við vorum einmitt að tala um það hérna hvað þetta væri einstaklega vel gert hjá þeim, þetta væri fest eins og í gamla daga og ég var eiginlega búin að vera hálfmontin einmitt af því hversu vel festur pappinn væri á þakinu,“ segir Brynja. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu Brynju í kvöld áður en það varð allt of hvasst til að vera ofan á þakinu.ingvar erlingsson Pappinn fór svo af í miklum vindi í kvöld og eftir stendur ber viðurinn og einangrun sem eru farin að leka. „Og nú rignir bara inn í öllum herbergjum hér á efstu hæðinni. Það verður líklega ekki hægt að fjarlægja einangrunina fyrr en undir morgun hugsa ég,“ segir Brynja. Segldúkur hefði getað tekið menn með sér Björgunarsveitin Strákar voru hjá Brynju fyrr í kvöld til að reyna að halda þakinu. „En þau urðu frá að hverfa vegna þess að það var komið svo mikið rok og þau gátu ekki verið viss um að vera örugg uppi á þaki. Það gengur að sjálfsögðu fyrir. Þetta er auðvitað ekki nema bara hús. Þú keppir ekki við kára.“ Þá var planið að festa segldúk yfir þakið til að hlífa efstu hæðinni við bleytunni en vindáttin og vindstyrkurinn voru orðin það mikil að það þótti ekki öruggt að vera með segldúk á ferð. „Því hann hefði getað farið á flug og tekið menn bara með sér,“ segir Brynja. Að sögn björgunarsveitarmanns að norðan skall óveðrið nokkuð óvænt á í kvöld. Það hefur ringt og gengið á með mjög sterkum hviðum á Siglufirði í kvöld.ingvar erlingsson Um leið og vindáttin breytist eða gengur niður á Brynja von á að björgunarsveitarfólkið komi aftur til að reyna að festa dúkinn yfir þakið. Brynja veit ekki hversu mikið tjónið er. „Ég tek þetta bara eitt skref í einu. Og nú er það að fá sér kaffi og passa ílátin á efstu hæðinni. Svo þurfum við bara að meta hitt síðar.“
Náttúruhamfarir Fjallabyggð Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira