Innlent

Þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir einn dag í skólanum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Átta nemendur 4. bekkjar Brekkuskóla mega teljast ansi óheppnir.
Átta nemendur 4. bekkjar Brekkuskóla mega teljast ansi óheppnir. Mynd/Akureyrarbær

Átta nemendur í fjórða bekk Brekkuskóla á Akureyri þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir að hafa náð einum degi í skólanum í gær, að lokinni sjö daga sóttkví.

Akureyri. net greindi fyrst frá en Jóhanna María Agnarsdóttir, skólastjóri Brekkuskóla, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Nemendurnir sneru aftur í skólann í gær eftir að hafa verið í sóttkví í viku.

„Þau komust aftur í skólann í einn dag, þá eru þau farin aftur í viku,“ segir Jóhanna María.

Starfsmaður skólans sem verið hafði í smitgát fékk jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi í gær, en að sögn Jóhönnu hafði hann farið reglulega í slík hraðpróf síðustu vikuna, og þau alltaf hafa reynst neikvæð, þangað til í gær.

„Þau segja bara að þetta sé hundleiðinlegt en svo láta þau sig hafa þetta,“ segir Jóhanna María aðspurð um hvernig krakkarnir hafi tekið fregnunum.

Alls eru 127 í einangrun á Norðurlandi eystra og 1.269 í sóttkví, flestir á Akureyri í tengslum við hópsmit sem komið hefur upp í bænum. Flestir þeirra sem eru í einangrun eru krakkar á grunnskólaaldri.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×