Innlent

Barnið alvarlega slasað en ekki í lífshættu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Barnið var að hjóla í suðurbæ Hafnarfjarðar þegar ekið var á það. 
Barnið var að hjóla í suðurbæ Hafnarfjarðar þegar ekið var á það.  Vísir/Vilhelm

Barnið sem ekið var á í suðurbæ Hafnarfjarðar í gær er mikið slasað en ekki talið vera í lífshættu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Um er að ræða tíu ára dreng sem var úti að hjóla á þriðja tímanum í gær þegar ekið var á hann. Að sögn lögreglu hafnaði drengurinn undir bílnum og var viðbúnaður á vettvangi töluverður.

Málið er í rannsókn en ökumaðurinn er ekki grunaður um neitt misjafnt.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×