Lífið

Áhugi á Sig­valda­húsinu við Ægi­síðu

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Sigvaldi Thordarson teiknaði húsið sem byggt var árið 1958. 
 

Nokkur áhugi var á Sigvaldahúsi á Ægisíðu. Um er að ræða glæsilegt einbýlishúsi sem teiknað var af Sigvalda Thordarson við Ægisíðu 80 í Vesturbæ Reykjavíkur. Eignin hefur nú verið tekin út af sölusíðum en hefur ekki verið seld að sögn fasteignasala.

Húsið var byggt árið 1958 og var friðað árið 1999. Í heildina er húsið 426 fermetrar og er á þremur hæðum.

Í auglýsingunni fyrir eignina, sem birt var í september, kemur fram að á jarðhæð sé að finna tvö herbergi, tvö baðherbergi og miklar geymslur. Þar að auki er á jarðhæð sér tveggja herbergja íbúð sem skiptist í forstofu, hol, og herbergi.

Á annarri hæð hússins er síðan að finna forstofu, stórar stofur, borðstofu, eldhús, búr og þvottahús, auk þess sem útgengt er á stóra verönd frá stofunni. Á þriðju hæð eru síðan fjögur herbergi og tvö baðherbergi, þar af hjónasvíta með baðherbergi og útgang út á stórar svalir.

Uppfært 17:34:

Viðskiptablaðið hafði það eftir sínum heimildum fyrr í dag að söngkonan Björk Guðmundsdóttir hafi keypt húsið. Það er rangt að sögn fasteignasalans þar sem eignin hefur ekki verið seld. Frétt Viðskiptablaðsins hefur nú verið tekin úr birtingu. 

Sigvaldi Thordarson Fasteignir

Sigvaldi Thordarson Fasteignir

Hægt er að nálgast fleiri myndir af eigninni hér.


Tengdar fréttir

426 fer­metra Sig­valda­hús á Ægi­síðu komið á sölu

Guðbjörg Sigurðardóttir kvikmyndaframleiðandi og Ottó Guðjónsson lýtalæknir hafa sett Ægisíðu 80 á sölu. Húsið, sem er teiknað af Sigvalda Thordarson og byggt 1958, er 426 fermetrar á þremur hæðum, með sjö svefnherbergjum, fimm baðherbergjum og mögnuðu sjávarútsýni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.