Lífið

„Guð blessi ykkur öll og kyssið minn hvíta, sæta rass“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Poppgyðjan Britney Spears virðist svífa um á bleiku skýi þessa dagana ef marka má færslur hennar á samfélagsmiðlinum Instagram. 
Poppgyðjan Britney Spears virðist svífa um á bleiku skýi þessa dagana ef marka má færslur hennar á samfélagsmiðlinum Instagram.  Instagram

Sjálfstæðisbarátta Britney Spears hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri en þann 30. september öðlaðist poppsöngkonan loks fresli frá föður sínum sem hafði verið forráða-og fjárhaldsmaður hennar síðustu 13 ár. 

Á Instagram reikningi sínum í gær birti Britney myndband þar sem hún þakkar hreyfingunni #FreeBritney fyrir allan stuðninginn og hvatninguna. 

Hún segist orðlaus yfir seiglu aðdáenda sinna og þeirra sem hafi barist fyrir því að frelsa hana undan oki föður síns. 

Britney segist hafa brotnað niður og grátið í tvo tíma vegna þakklætis en þetta eru fyrstu ummæli hennar á samfélagsmiðlum eftir að dómur var kveðinn upp í máli hennar í síðustu viku. 

Þið eruð best, ég veit það. Ég finn fyrir hjörtum ykkar og þið fyrir mínu. Svo mikið er víst.

Britney virðist verða njóta sín þessa dagana og fagnar nú stóru skrefi í átt að frelsi sínu á ferðalagi með unnusta sínum, Sam Asghari. 

Líklegast þykir að Britney fái fullt forræði yfir sínum málum en framhaldið verður ákveðið 12. nóvember næstkomandi.

Stuttu eftir þakkarræðuna sem hún birti á Instagram birti Britney annað myndband af sér og Asghari þar sem hún biður fylgjendur sína að deila mér sér hugmyndum um hvar væri best að halda brúðkaupsveislu.

Söngkonan virðist vera á bleiku hamingjuskýi og dásamar hún núið á sinn einstaka hátt með því að birta mynd af sér léttklæddri með þessu skilaboðum. 

Guð blessi ykkur öll og kyssið minn hvíta, sæta rass!

Lögmaður Britney, Matthew Rosengart, vill að hafin verði rannsókn á föður Britney, James Spears, og hans aðkomu að málum dóttur sinnar, þrátt fyrir að hann fari ekki lengur með forráð. 

Lögfræðingur James segir þvert á móti það eiga við engin rök að styðjast að faðir Britney fari ekki lengur með mál dóttur sinnar, þar sem sú tilhögun hafi einungis verið Britney fyrir bestu. 


Tengdar fréttir

Pabbi Britney ekki lengur við stýrið

Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.