Innlent

Nýr og glæsilegur göngustígur í Vestmannaeyjum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Páll Scheving Ingvarsson, sjálfboðaliði göngustígsins, sem vann verkið með góðu og öflugu fólki.
Páll Scheving Ingvarsson, sjálfboðaliði göngustígsins, sem vann verkið með góðu og öflugu fólki. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikil ánægja er með nýjan göngustíg í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum, sem unninn var í sjálfboðavinnu. Í stígnum eru 153 tröppur og þar efst uppi er hægt að fylgjast með lundanum og kindum.

Páll Scheving Ingvarsson á heiðurinn af nýja göngustígnum en hann stýrði gerð hans af miklum myndarskap í samvinnu við Vestmannaeyjabæ. Stígurinn er undir Saltabergi í Dalfjalli. Svæðið lág undir skemmtum af völdum áníðslu ferðamanna.

„Með aukinni útivist og ferðamannastraum er hér eins og alls staða annars staðar í landinu er orðið erfitt að halda þessum leiðum þannig að þær séu góðar, þannig að það þarf að vinna í þessu. Við réðumst í það og fengum íþróttafólk til að bera upp og ég ættleiddi verkefnið,“ segir Páll.

Stígurinn er mjög vel heppnaður.

„Já, þetta er að heppnast mjög vel og þetta er bæði orðið umhverfisvænni og greiðari og öruggari leið, það getur nánast hver sem er gengið hérna upp á sínum hraða.“

Páll segir að tröppurnar í stígnum séu 153, fleiri en við Akureyrarkirkju.

„Þeir hafa verið að tala um það að þrepin upp í kirkjuna séu 112 minnir mig eða eitthvað svoleiðis. En þau eru 153 hérna á Dalfjalli núna, þannig að ég hvet þá til að heimsækja okkur og taka þrepin,“ segir Páll glottandi.

Páll hvetur alla til að reyna gönguna á fjallið á nýja stígnum í Herjólfsdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×