Jón Þór: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir fólkið fyrir vestan“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. október 2021 09:00 Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra, harmar það að leikur liðsins í undanúrslitum Mjólkurbikarsins geti ekki farið fram á Ísafirði. Mynd/Skjáskot „Við slógum Íslandsmeistarana út í 8 liða úrslitum og núna þurfum við aftur að slá Íslandsmeistarana út í undanúrslitum“, segir Jón Þór Hauksson þjálfari Vestra sem mætir Víkingum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Meistaravöllum á morgun. Hann harmar þó að leikurinn geti ekki farið fram á Ísafirði. „Þetta er frábært verkefni sem við erum að fara í, og alltaf skemmtileg keppni,“ sagði Jón Þór í samtali við Stöð 2 í gær. „Það er frábært að vera kominn svona langt og það er mikill spenningur í leikmannahópnum, ekki spurning.“ Leikur Vestra og Víkings átti að fara fram á Olís-vellinum á Ísafirði, en mikill snjór hefur sett strik í reikninginn og því þarf að spila leikinn á Meistaravöllum í Vesturbæ. „Það er auðvitað bara fyrst og fremst leiðinlegt fyrir fólkið fyrir vestan. Þetta er auðvitað stórleikur og nýkrýndir Íslandsmeistarar að spila í undanúrslitum í bikar. Auðvitað hefðum við viljað gera það á Ísafirði á okkar velli og fyrir framan okkar fólk.“ „Það var fullt af fólki búið að kaupa flug og bóka gistingu og þar fram eftir götunum þannig að þetta hefur auðvitað áhrif á marga.“ En hvernig sér Jón fyrir sér að Lengjudeildarliðið Vestri geti skákað Íslandsmeisturunum? „Við erum ágætlega sjóaðir í því. Valur var Íslandsmeistari þegar við slógum þá út í átta liða úrslitunum og nú fáum við aftur það verkefni að slá út Íslandsmeistarana.“ „Auðvitað er Víkingur með frábært lið og hefur gengið frábærlega í sumar. En að sama skapi þá er þetta bara eins og í Valsleiknum. Við höfum fyrst og fremst verið að einbeita okkur að okkar leik og þróa hann. Það hefur gengið vel í sumar og það er taktur sem að við þurfum að ná í þessum leik á morgun,“ sagði Jón Þór að lokum. Viðtalið við Jón Þór má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Leikur Vestra og Víkings hefst klukkan 14:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Mjólkurbikarinn Vestri Fótbolti Ísafjarðarbær Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
„Þetta er frábært verkefni sem við erum að fara í, og alltaf skemmtileg keppni,“ sagði Jón Þór í samtali við Stöð 2 í gær. „Það er frábært að vera kominn svona langt og það er mikill spenningur í leikmannahópnum, ekki spurning.“ Leikur Vestra og Víkings átti að fara fram á Olís-vellinum á Ísafirði, en mikill snjór hefur sett strik í reikninginn og því þarf að spila leikinn á Meistaravöllum í Vesturbæ. „Það er auðvitað bara fyrst og fremst leiðinlegt fyrir fólkið fyrir vestan. Þetta er auðvitað stórleikur og nýkrýndir Íslandsmeistarar að spila í undanúrslitum í bikar. Auðvitað hefðum við viljað gera það á Ísafirði á okkar velli og fyrir framan okkar fólk.“ „Það var fullt af fólki búið að kaupa flug og bóka gistingu og þar fram eftir götunum þannig að þetta hefur auðvitað áhrif á marga.“ En hvernig sér Jón fyrir sér að Lengjudeildarliðið Vestri geti skákað Íslandsmeisturunum? „Við erum ágætlega sjóaðir í því. Valur var Íslandsmeistari þegar við slógum þá út í átta liða úrslitunum og nú fáum við aftur það verkefni að slá út Íslandsmeistarana.“ „Auðvitað er Víkingur með frábært lið og hefur gengið frábærlega í sumar. En að sama skapi þá er þetta bara eins og í Valsleiknum. Við höfum fyrst og fremst verið að einbeita okkur að okkar leik og þróa hann. Það hefur gengið vel í sumar og það er taktur sem að við þurfum að ná í þessum leik á morgun,“ sagði Jón Þór að lokum. Viðtalið við Jón Þór má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Leikur Vestra og Víkings hefst klukkan 14:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn Vestri Fótbolti Ísafjarðarbær Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira