Grjóthörð Saga Garðars vekur athygli: „Er þetta lánslíkami?“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. október 2021 21:02 Saga Garðarsdóttir er hér í hlutverki Myrru. Instagram/Saga Garðarsdóttir Leikkonan Saga Garðarsdóttir leikur Myrru, nýja óvinkonu Stellu Blómkvist í annarri þáttaröð um lögfræðinginn. Saga birti mynd af sér í hlutverki Myrru á Instagram og létu viðbrögðin ekki á sér standa. „Er þetta lánslíkami?“ spyr leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir en þær eru samstarfskonur í Borgarleikhúsinu. Saga var þá fljót að svara „nei! Hvað er að þér? Ertu með lánsheila?“ og virtist svarið gleðja fylgjendur hennar á Instagram. „Fögur eins sólin heit eins og syndin,“ skrifar Bubbi Morthens. Flestir virðast sammála um að dýrka þessa týpu. View this post on Instagram A post shared by Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) Á Twitter hefur myndinni líka verið deilt víða og ein skrifar þar einfaldlega: „ertuaðfokkaímérhollllyyyshitttt??!!!“ Aðrar athugasemdir eru til dæmis „Get ekki útskýrt hvernig en þessi ljósmynd breytti lífi mínu“ og „Mikið er ég feginn að vera ekki Stella Blómkvist núna“ og fleira í þeim dúr. „Jæja Stella Blómkvist, nú ætla ég að drepa þig,“ skrifar Saga sjálf á Twitter. Jæja Stella Blómkvist, nú ætla ég að drepa þig https://t.co/LGfBSGpqSz— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) September 30, 2021 Í tilkynningu um nýju þættina segir að Stella mæti hættulegri og samviskulausari andstæðingum en hún hefur áður kynnst. Í nýju sýnishorni fyrir aðra þáttaröð af Stellu Blómkvist má sjá Sögu gera Heiðu Reed erfitt fyrir og er nokkuð ljóst að það mun ganga á ýmsu hjá óvinkonunum Myrru og Stellu í þessum þáttum. „Við fylgjum sem fyrr eftir andhetjunni, tálkvendinu og lögfræðingnum Stellu Blómkvist, sem fetar sínar eigin slóðir. Í starfi sínu sem lögfræðingur vílar hún ekki fyrir sér að beita brögðum til að fá sínu framgengt og tekur að sér snúin mál þar sem hún sér möguleika á að uppræta spillingu og glæpi hjá einstaklingum í valdastöðum,“ segir um þættina. „Fyrr en varir sogast hún aftur inn í siðspillta hringiðu glæpa og stjórnmála, þar sem hún neyðist til að takast á við hættulegri og samviskulausari andstæðinga en hún hefur áður kynnst.“ Þættirnir eru sex talsins og eru þeir komnir út. Þeir eru byggðir á samnefndum glæpasögum eftir höfund sem skrifar undir dulnefninu Stella Blómkvist. Fyrsta þáttaröðin var sýnd víða um heiminn, meðal annars í Norður-Ameríku, Bretlandi, Ástralíu, Spáni og Frakklandi. Sagafilm stendur að baki framleiðslunni en þáttunum er leikstýrt af Óskari Þór Axelssyni og Þóru Hilmarsdóttur. Heiða Rún Sigurðardóttir, einnig þekkt sem Heida Reed fer með hlutverk Stellu sem fyrr en hún sló í gegn í þáttunum Poldark. Í öðrum hlutverkum eru þau Krístín Þóra Haraldsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Edda Björgvinsdóttir, Saga Garðarsdóttir og Halldór Gylfason ásamt mörgum öðrum landsþekktum leikurum. Handritið er skrifað af Jóhanni Ævari Grímssyni, Snjólaugu Lúðvíksdóttur, Jónasi Margeiri Ingólfssyni og Dóru Jóhannsdóttur. Árni Filippusson og Þór Elíason skutu. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Saga Garðars flytur jólalag á panflautu Borgarleikhúsið býður landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins gleðja með fjölbreyttum atriðum. 9. desember 2020 08:01 Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Cillian mærir Kiljan Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Sjá meira
„Er þetta lánslíkami?“ spyr leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir en þær eru samstarfskonur í Borgarleikhúsinu. Saga var þá fljót að svara „nei! Hvað er að þér? Ertu með lánsheila?“ og virtist svarið gleðja fylgjendur hennar á Instagram. „Fögur eins sólin heit eins og syndin,“ skrifar Bubbi Morthens. Flestir virðast sammála um að dýrka þessa týpu. View this post on Instagram A post shared by Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) Á Twitter hefur myndinni líka verið deilt víða og ein skrifar þar einfaldlega: „ertuaðfokkaímérhollllyyyshitttt??!!!“ Aðrar athugasemdir eru til dæmis „Get ekki útskýrt hvernig en þessi ljósmynd breytti lífi mínu“ og „Mikið er ég feginn að vera ekki Stella Blómkvist núna“ og fleira í þeim dúr. „Jæja Stella Blómkvist, nú ætla ég að drepa þig,“ skrifar Saga sjálf á Twitter. Jæja Stella Blómkvist, nú ætla ég að drepa þig https://t.co/LGfBSGpqSz— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) September 30, 2021 Í tilkynningu um nýju þættina segir að Stella mæti hættulegri og samviskulausari andstæðingum en hún hefur áður kynnst. Í nýju sýnishorni fyrir aðra þáttaröð af Stellu Blómkvist má sjá Sögu gera Heiðu Reed erfitt fyrir og er nokkuð ljóst að það mun ganga á ýmsu hjá óvinkonunum Myrru og Stellu í þessum þáttum. „Við fylgjum sem fyrr eftir andhetjunni, tálkvendinu og lögfræðingnum Stellu Blómkvist, sem fetar sínar eigin slóðir. Í starfi sínu sem lögfræðingur vílar hún ekki fyrir sér að beita brögðum til að fá sínu framgengt og tekur að sér snúin mál þar sem hún sér möguleika á að uppræta spillingu og glæpi hjá einstaklingum í valdastöðum,“ segir um þættina. „Fyrr en varir sogast hún aftur inn í siðspillta hringiðu glæpa og stjórnmála, þar sem hún neyðist til að takast á við hættulegri og samviskulausari andstæðinga en hún hefur áður kynnst.“ Þættirnir eru sex talsins og eru þeir komnir út. Þeir eru byggðir á samnefndum glæpasögum eftir höfund sem skrifar undir dulnefninu Stella Blómkvist. Fyrsta þáttaröðin var sýnd víða um heiminn, meðal annars í Norður-Ameríku, Bretlandi, Ástralíu, Spáni og Frakklandi. Sagafilm stendur að baki framleiðslunni en þáttunum er leikstýrt af Óskari Þór Axelssyni og Þóru Hilmarsdóttur. Heiða Rún Sigurðardóttir, einnig þekkt sem Heida Reed fer með hlutverk Stellu sem fyrr en hún sló í gegn í þáttunum Poldark. Í öðrum hlutverkum eru þau Krístín Þóra Haraldsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Edda Björgvinsdóttir, Saga Garðarsdóttir og Halldór Gylfason ásamt mörgum öðrum landsþekktum leikurum. Handritið er skrifað af Jóhanni Ævari Grímssyni, Snjólaugu Lúðvíksdóttur, Jónasi Margeiri Ingólfssyni og Dóru Jóhannsdóttur. Árni Filippusson og Þór Elíason skutu.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Saga Garðars flytur jólalag á panflautu Borgarleikhúsið býður landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins gleðja með fjölbreyttum atriðum. 9. desember 2020 08:01 Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Cillian mærir Kiljan Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Sjá meira
Saga Garðars flytur jólalag á panflautu Borgarleikhúsið býður landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins gleðja með fjölbreyttum atriðum. 9. desember 2020 08:01