Innlent

Björguðu trippi úr mýrar­flagi

Þorgils Jónsson skrifar
Trippið sat fast í forarvilpu þar sem bóndinn kom að því.
Trippið sat fast í forarvilpu þar sem bóndinn kom að því.

Betur fór en á horfðist í dag þegar björgunarveitarfólk í Austur-Húnavatnssýslu bjargaði hesti sem hafði fest í mýrarflagi. Eftir talsvert umstang náðist trippið upp og var flutt heim í hús.

Í frétt á vef RÚV í dag kom fram að bóndinn hafi komið fram á trippið og kallað til aðstoð frá björgunarfélaginu Blöndu.

Í samtali við Vísi sagði Þorgils Magnússon, svæðisstjórnarmaður hjá björgunarfélaginu, að bandi hafi verið komið fyrir aftan framlappirnar á dýrinu og það svo dregið upp úr vilpunni. 

Það hafi verið orðið ansi kalt af volkinu, en var flutt heim að bæ og komið í hús.

Björgunarsveitarfólk aðstoðuðu bóndann við að ná dýrinu uppúr, en það var orðið kalt og þrekað eftir volkið og átökin.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×