Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2021 16:05 Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur skorað á Ágúst Beintein að afhenda Húsdýragarðinum refinn Gústa áður en sambúðin verður of erfið. vísir „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ Svona hefst Facebook-færsla Dýraþjónustu Reykjavíkur um refinn Gústa Jr. sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu. Ágúst Beinteinn lýsti því í samtali við Vísi í morgun að Matvælastofnun hafi gert tilraun til að innheimta refinn og fara með hann í Húsdýragarðinn sem Ágúst tók ekki til greina. Dýraþjónusta Reykjavíkur, sem sér um Húsdýragarðinn, virðist á sama máli og MAST. Í færslu Dýraþjónustunnar segir að af fréttum að dæma sé refurinn Gústi yrðlingur frá því í vor. Búast megi því við að hann sé enn frekar krúttlegur og þokkalega lyktandi en það muni breytast á næstu mánuðum þegar dýrið verði kynþroska. „Á þeim tímapunkti mun rebbi einnig taka að ókyrrast í haldi. Í ljósi þess að hér er um dýravelferðarmál að ræða hefur Matvælastofnun þegar reynt að ná dýrinu án árangurs. Sá aldursgluggi sem yrðlingurinn hafði til að aðlagast sínu náttúrulega umhverfi hefur nú líklegast til lokast,“ segir í færslunni. Dýraþjónustan leiðir að því líkum að Ágúst muni eflaust gefast upp á sambúðinni við Gústa og það endi á því að refurinn verði aflífaður. „Kannski verður fólk þá búið að missa áhuga á refnum og „lækum“ og „views“ farið að fækka.“ „Í Húsdýragarðinum hefur í gegnum tíðina verið tekið á móti ófáum refum sem fólk hefur tekið til sín sem yrðlinga – þetta eru villt dýr í hremmingum. Þessi dýr eiga í fæstum tilfellum afturkvæmt í náttúruna og það sama gildir líklega um Gústa,“ segir í færslunni. Sé ekki pláss í Húsdýragarðinum megi hins vegar reyna að senda Gústa annað og hafi refir til að mynda verið sendir í dýragarða í Noregi og Svíþjóð, þar sem tegundin eigi sér líka náttúruleg heimkynni þó stofninn sé þar orðinn lítill. „Dýraþjónusta Reykjavíkur skorar því á Ágúst að afhenda refinn til okkar í Húsdýragarðinum og við munum gera okkar besta til að finna honum ásættanlegan samastað. Þetta er það skásta í stöðunni úr því sem komið er.“ Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Gæludýr Refurinn Gústi jr. Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Svona hefst Facebook-færsla Dýraþjónustu Reykjavíkur um refinn Gústa Jr. sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu. Ágúst Beinteinn lýsti því í samtali við Vísi í morgun að Matvælastofnun hafi gert tilraun til að innheimta refinn og fara með hann í Húsdýragarðinn sem Ágúst tók ekki til greina. Dýraþjónusta Reykjavíkur, sem sér um Húsdýragarðinn, virðist á sama máli og MAST. Í færslu Dýraþjónustunnar segir að af fréttum að dæma sé refurinn Gústi yrðlingur frá því í vor. Búast megi því við að hann sé enn frekar krúttlegur og þokkalega lyktandi en það muni breytast á næstu mánuðum þegar dýrið verði kynþroska. „Á þeim tímapunkti mun rebbi einnig taka að ókyrrast í haldi. Í ljósi þess að hér er um dýravelferðarmál að ræða hefur Matvælastofnun þegar reynt að ná dýrinu án árangurs. Sá aldursgluggi sem yrðlingurinn hafði til að aðlagast sínu náttúrulega umhverfi hefur nú líklegast til lokast,“ segir í færslunni. Dýraþjónustan leiðir að því líkum að Ágúst muni eflaust gefast upp á sambúðinni við Gústa og það endi á því að refurinn verði aflífaður. „Kannski verður fólk þá búið að missa áhuga á refnum og „lækum“ og „views“ farið að fækka.“ „Í Húsdýragarðinum hefur í gegnum tíðina verið tekið á móti ófáum refum sem fólk hefur tekið til sín sem yrðlinga – þetta eru villt dýr í hremmingum. Þessi dýr eiga í fæstum tilfellum afturkvæmt í náttúruna og það sama gildir líklega um Gústa,“ segir í færslunni. Sé ekki pláss í Húsdýragarðinum megi hins vegar reyna að senda Gústa annað og hafi refir til að mynda verið sendir í dýragarða í Noregi og Svíþjóð, þar sem tegundin eigi sér líka náttúruleg heimkynni þó stofninn sé þar orðinn lítill. „Dýraþjónusta Reykjavíkur skorar því á Ágúst að afhenda refinn til okkar í Húsdýragarðinum og við munum gera okkar besta til að finna honum ásættanlegan samastað. Þetta er það skásta í stöðunni úr því sem komið er.“
Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Gæludýr Refurinn Gústi jr. Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira