Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2021 13:36 Aron Einar Gunnarsson lék síðast með landsliðinu í júní. Getty Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er ekki í hópnum þrátt fyrir að hafa náð sér að fullu eftir kórónuveirusmit og spilað síðustu leiki með Al Arabi. Arnar sagði ástæður þess koma í ljós síðar. „Aron Einar er ekki valinn í þetta verkefni. Eftir mörg góð samtöl á milli mín, Arons og Eiðs Smára tók ég þá ákvörðun að velja Aron ekki. Ástæðan fyrir því er utanaðkomandi og ég get því miður ekki farið neitt nánar út í það í dag.“ Fjarveran útskýrð síðar Spurður nánar hvort þjóðin ætti ekki skilið skýrari svör vegna fjarveru fyrirliðans sagði Arnar: „Þær munu að sjálfsögðu koma. Þegar ég tala um utanaðkomandi ástæður er það í samráði við Aron. Þetta er landsliðsfyrirliðinn okkar og við erum að vinna okkur saman í gegnum þessar utanaðkomandi ástæður. Þegar tíminn er tilbúinn munum við að sjálfsögðu útskýra það.“ Fráfarandi stjórn KSÍ kom í veg fyrir að Kolbeinn Sigþórsson yrði í síðasta landsliðshópi, eftir ásakanir um kynferðisbrot, en Arnar sagði stjórnina ekki hafa haft neitt að segja um valið núna. „Nei. Í síðasta glugga var Kolbeinn tekinn út úr hópnum af fráfarandi stjórn sem tók þá ákvörðun. Fyrir þennan glugga höfum við ekki fengið nein bönn. Þjálfarar þurfa að taka ákvörðun um hvað er best fyrir hópinn hverju sinni, og hvernig hópurinn getur fúnkerað best fyrir þessa leiki,“ sagði Arnar. Segir Rúnar lítið hafa spilað Aðspurður hvort Kolbeinn hefði verið valinn nú ef hann hefði ekki farið í aðgerð fyrr í mánuðinum sagði Arnar: „Kolbeinn er meiddur.“ En ef hann væri ekki meiddur, hefði hann verið valinn? „Ég er ekki að fara að svara því hér í dag.“ Arnar ítrekaði að allir hefðu gefið kost á sér í landsliðshópnum: „Aron gaf kost á sér. Það var mín ákvörðun að velja hann ekki. Hann er ekki hættur.“ Sömuleiðis hafi Rúnar Már Sigurjónsson komið til greina en ekki verið valinn: „Rúnar Már er ekki valinn, eins og margir aðrir. Rúnar hefur ekki spilað nánast neitt síðan í ágúst, til dæmis.“ HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er ekki í hópnum þrátt fyrir að hafa náð sér að fullu eftir kórónuveirusmit og spilað síðustu leiki með Al Arabi. Arnar sagði ástæður þess koma í ljós síðar. „Aron Einar er ekki valinn í þetta verkefni. Eftir mörg góð samtöl á milli mín, Arons og Eiðs Smára tók ég þá ákvörðun að velja Aron ekki. Ástæðan fyrir því er utanaðkomandi og ég get því miður ekki farið neitt nánar út í það í dag.“ Fjarveran útskýrð síðar Spurður nánar hvort þjóðin ætti ekki skilið skýrari svör vegna fjarveru fyrirliðans sagði Arnar: „Þær munu að sjálfsögðu koma. Þegar ég tala um utanaðkomandi ástæður er það í samráði við Aron. Þetta er landsliðsfyrirliðinn okkar og við erum að vinna okkur saman í gegnum þessar utanaðkomandi ástæður. Þegar tíminn er tilbúinn munum við að sjálfsögðu útskýra það.“ Fráfarandi stjórn KSÍ kom í veg fyrir að Kolbeinn Sigþórsson yrði í síðasta landsliðshópi, eftir ásakanir um kynferðisbrot, en Arnar sagði stjórnina ekki hafa haft neitt að segja um valið núna. „Nei. Í síðasta glugga var Kolbeinn tekinn út úr hópnum af fráfarandi stjórn sem tók þá ákvörðun. Fyrir þennan glugga höfum við ekki fengið nein bönn. Þjálfarar þurfa að taka ákvörðun um hvað er best fyrir hópinn hverju sinni, og hvernig hópurinn getur fúnkerað best fyrir þessa leiki,“ sagði Arnar. Segir Rúnar lítið hafa spilað Aðspurður hvort Kolbeinn hefði verið valinn nú ef hann hefði ekki farið í aðgerð fyrr í mánuðinum sagði Arnar: „Kolbeinn er meiddur.“ En ef hann væri ekki meiddur, hefði hann verið valinn? „Ég er ekki að fara að svara því hér í dag.“ Arnar ítrekaði að allir hefðu gefið kost á sér í landsliðshópnum: „Aron gaf kost á sér. Það var mín ákvörðun að velja hann ekki. Hann er ekki hættur.“ Sömuleiðis hafi Rúnar Már Sigurjónsson komið til greina en ekki verið valinn: „Rúnar Már er ekki valinn, eins og margir aðrir. Rúnar hefur ekki spilað nánast neitt síðan í ágúst, til dæmis.“
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira