Konur fljótari að taka við sér Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. september 2021 19:01 Ellert Lárusson framkvæmdastjóri Apollo Art með mynd eftir Björk Tryggva fyrir aftan sig, en hú selur mikið í gegnum Apollo Art Aðsent Apollo Art er sölusvæði á netinu fyrir listaverk sem hefur nú verið starfrækt í eitt ár. Móttökurnar hafa gengið vonum framar samkvæmt Ellerti Lárussyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Við erum mjög ánægð með móttökurnar. Það var erfiðara að spá fyrir um niðurstöður þar sem þessi leið í sölu listaverka var ekki til fyrir, hér á landi. Við vissum ekki hvort fólk vildi áfram frekar skoða verkin á veggjum í gamladags galleríum eða hvort það væri sátt við að skoða verkin á skjá á sínum tíma og velja þannig. En það varð raunin að fólk virðist vilja sitja saman og velta fyrir sér meira úrvali og skoða á skjá. Sérstaklega konur, þær voru mun fljótari að taka við sér og tileinka sér þessa nýjung. Vel yfir 60 prósent kaupenda enn í dag eru konur.“ Ellert segir að salan hafi gengið mjög vel og nú þegar sé talsvert magn listamanna sem selja nær eingöngu í gegnum Apollo Art. Til að mynda eru öll verkin hjá Jóa Pé uppseld og aðrir með tugi verka seld. „Við höfum aukið mikið við okkur í sölu á milli mánaða og það er enn að aukast, til að mynda eru margir listamenn hjá okkur með vel yfir 20 verk seld á innan við ári. Listafólk er mjög ánægt með okkar innkomu enda er söluþóknun okkar töluvert lægri en hjá galleríum sem hafa mun meiri sölukostnað en við. Við þurfum ekki að halda úti sýningarsal með starfsfólki og opnunartíma. Þó erum við til taks á venjulegum skrifstofu tímum í síma og pósti og lengur fram eftir kvöldi á netspjalli sem hægt er að nálgast á vefnum. Einnig virðast viðskiptavinirnir ánægðir með fyrirkomulagið og þessa beinu tengingu sem fæst við listafólkið t.d. í kringum heimamátun sem margir nýta sér við val á listaverkum.“ Í heimamátun fær viðskiptavinur verkið heim og mátar það við heimilið, sér að kostnaðarlausu. Þá er einnig hægt að sækja um heimsókn á vinnustofu listamanns þar sem verkið er skoðað. Apollo art sér nú um sölu fyrir yfir 130 listamenn en skoða má úrvalið á apolloart.is. Myndlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
„Við erum mjög ánægð með móttökurnar. Það var erfiðara að spá fyrir um niðurstöður þar sem þessi leið í sölu listaverka var ekki til fyrir, hér á landi. Við vissum ekki hvort fólk vildi áfram frekar skoða verkin á veggjum í gamladags galleríum eða hvort það væri sátt við að skoða verkin á skjá á sínum tíma og velja þannig. En það varð raunin að fólk virðist vilja sitja saman og velta fyrir sér meira úrvali og skoða á skjá. Sérstaklega konur, þær voru mun fljótari að taka við sér og tileinka sér þessa nýjung. Vel yfir 60 prósent kaupenda enn í dag eru konur.“ Ellert segir að salan hafi gengið mjög vel og nú þegar sé talsvert magn listamanna sem selja nær eingöngu í gegnum Apollo Art. Til að mynda eru öll verkin hjá Jóa Pé uppseld og aðrir með tugi verka seld. „Við höfum aukið mikið við okkur í sölu á milli mánaða og það er enn að aukast, til að mynda eru margir listamenn hjá okkur með vel yfir 20 verk seld á innan við ári. Listafólk er mjög ánægt með okkar innkomu enda er söluþóknun okkar töluvert lægri en hjá galleríum sem hafa mun meiri sölukostnað en við. Við þurfum ekki að halda úti sýningarsal með starfsfólki og opnunartíma. Þó erum við til taks á venjulegum skrifstofu tímum í síma og pósti og lengur fram eftir kvöldi á netspjalli sem hægt er að nálgast á vefnum. Einnig virðast viðskiptavinirnir ánægðir með fyrirkomulagið og þessa beinu tengingu sem fæst við listafólkið t.d. í kringum heimamátun sem margir nýta sér við val á listaverkum.“ Í heimamátun fær viðskiptavinur verkið heim og mátar það við heimilið, sér að kostnaðarlausu. Þá er einnig hægt að sækja um heimsókn á vinnustofu listamanns þar sem verkið er skoðað. Apollo art sér nú um sölu fyrir yfir 130 listamenn en skoða má úrvalið á apolloart.is.
Myndlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira