Innlent

Snjó­flóð féll úr Innra-Bæjar­gili á varnar­garðinn á Flat­eyri

Atli Ísleifsson skrifar
Flóðið féll úr Innra-Bæjargili.
Flóðið féll úr Innra-Bæjargili. Steinunn G. Einarsdóttir

Nokkur snjóflóð hafa fallið á Flateyri í nótt og í morgun. Stórt flóð féll úr Innra-Bæjargili og á varnargarðinn fyrir ofan þorpið og þá hafa önnur fallið fyrir ofan Flateyrarveg.

Steinunn G. Einarsdóttir, íbúi á Flateyri, náði myndum af flóðinu og má þar sjá hvernig flóðið náði upp á varnargarðinn.

Heiður Þórisdóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni, staðfestir að það hafi fallið frekar stórt flóð úr Innra-Bæjargili. Ekki sé ljóst hvenær flóðið féll á garðinn en það hafi gerst í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær eða í nótt.

Þá hafi fleiri flóð fallið nærri þorpinu, síðast í morgun fyrir ofan Flateyrarveg. Þau flóð hafi þó ekki náð veginum.

Steinunn G. Einarsdóttir

Steinunn G. Einarsdóttir

Steinunn G. EinarsdóttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.