Öryggismyndavélar ættu að eyða allri óvissu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. september 2021 17:11 Ingi Tryggvason, yfirmaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Samsett Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir það alls ekki útilokað að starfsmenn Hótels Borgarness gætu hafa farið inn í sal hótelsins á meðan atkvæði voru geymd þar óinnsigluð áður en þau voru endurtalin síðasta sunnudag. Hann fullyrðir þó að enginn hafi átt við gögnin, allt hafi verið eins og hann skildi við það þegar hann kom til baka og segir að öryggismyndavélar úr salnum ættu að geta sannað það að ekkert kosningasvindl hafi verið framið. Það vakti athygli í dag þegar tengdadóttir hótelstjórans eyddi myndum af óinnsigluðum kjörgögnum á Instagram-reikning sínum eftir fyrri talninguna. Enginn annar er sjáanlegur í talningarsalnum á myndunum og hafa spurningar vaknað um það hvort hún hafi verið þar ein inni á milli talninganna. Hún hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum Vísis í allan dag en eiginmaður hennar sagði fyrr í dag að hann teldi það afar ólíklegt að hún hafi verið ein í salnum. Ingi Tryggvason segir líklegast að myndirnar hafi verið teknar fyrir utan hinn eiginlega talningasal en við talningu á Hótel Borgarnesi er stórum sal skipt upp í tvo hluta; sal þar sem atkvæðin eru talin og svo forsalur þar sem starfsmenn hótelsins sinntu störfum sínum og framreiddu mat og drykki fyrir kjörnefndina. Starfsmenn hótelsins gætu vel hafa farið Það er ekki lokað á milli þessara svæða en tveir inngangar eru að forsal, sem Ingi kveðst hafa læst þegar talningafólkið fór heim sunnudagsmorguninn áður en ákveðið var að ráðast í endurtalningu. Hann telur líklegt að tengdadóttir hótelstjórans hafi tekið myndina úr forsalnum á meðan hann var þar sjálfur viðstaddur við frágang eftir talninguna. Ingi segir ekkert óeðlilegt við það. En hefði starfsfólk hótelsins alveg geta farið inn í salinn þegar þú varst farinn af svæðinu? „Já, það gætu starfsmenn hafa farið inn í rýmið þarna að framan ef þau þyrftu. Þar er meðal annars stjórnbúnaður og eitthvað þannig það getur vel verið að þau hafi farið þangað. En það eru öryggismyndavélar á svæðinu þannig það sést náttúrulega nákvæmlega ef það hefur einhver gengið þar um,“ segir Ingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru myndavélarnar í gangi þennan tíma sem óinnsigluð kjörgögnin voru geymd í salnum. Eins og greint hefur verið frá er Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, búinn að kæra endurtalninguna til lögreglunnar á Vesturlandi. Hún mun því væntanlega rannsaka myndefni öryggismyndavélanna en þeir lögreglumenn embættisins sem fréttastofa hefur náð í hafa allir neitað að tjá sig um málið og vísað á lögreglustjórann Gunnar Örn Jónsson. Hann hefur hvorki svarað símtölum fréttastofu í dag né skriflegum skilaboðum. Ingi ítrekar þá fullvissu sína um að enginn hafi átt við kjörgögnin á milli talninganna. „Enda veit ég ekki hvar fólk hefði átt að fá kjörseðla. Þegar ég kom aftur var allt nákvæmlega eins og ég hafði gengið frá því. Það hefði ekki verið hægt að eiga við gögnin án þess að ég myndi sjá það,“ segir hann. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Lögreglumál Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Það vakti athygli í dag þegar tengdadóttir hótelstjórans eyddi myndum af óinnsigluðum kjörgögnum á Instagram-reikning sínum eftir fyrri talninguna. Enginn annar er sjáanlegur í talningarsalnum á myndunum og hafa spurningar vaknað um það hvort hún hafi verið þar ein inni á milli talninganna. Hún hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum Vísis í allan dag en eiginmaður hennar sagði fyrr í dag að hann teldi það afar ólíklegt að hún hafi verið ein í salnum. Ingi Tryggvason segir líklegast að myndirnar hafi verið teknar fyrir utan hinn eiginlega talningasal en við talningu á Hótel Borgarnesi er stórum sal skipt upp í tvo hluta; sal þar sem atkvæðin eru talin og svo forsalur þar sem starfsmenn hótelsins sinntu störfum sínum og framreiddu mat og drykki fyrir kjörnefndina. Starfsmenn hótelsins gætu vel hafa farið Það er ekki lokað á milli þessara svæða en tveir inngangar eru að forsal, sem Ingi kveðst hafa læst þegar talningafólkið fór heim sunnudagsmorguninn áður en ákveðið var að ráðast í endurtalningu. Hann telur líklegt að tengdadóttir hótelstjórans hafi tekið myndina úr forsalnum á meðan hann var þar sjálfur viðstaddur við frágang eftir talninguna. Ingi segir ekkert óeðlilegt við það. En hefði starfsfólk hótelsins alveg geta farið inn í salinn þegar þú varst farinn af svæðinu? „Já, það gætu starfsmenn hafa farið inn í rýmið þarna að framan ef þau þyrftu. Þar er meðal annars stjórnbúnaður og eitthvað þannig það getur vel verið að þau hafi farið þangað. En það eru öryggismyndavélar á svæðinu þannig það sést náttúrulega nákvæmlega ef það hefur einhver gengið þar um,“ segir Ingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru myndavélarnar í gangi þennan tíma sem óinnsigluð kjörgögnin voru geymd í salnum. Eins og greint hefur verið frá er Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, búinn að kæra endurtalninguna til lögreglunnar á Vesturlandi. Hún mun því væntanlega rannsaka myndefni öryggismyndavélanna en þeir lögreglumenn embættisins sem fréttastofa hefur náð í hafa allir neitað að tjá sig um málið og vísað á lögreglustjórann Gunnar Örn Jónsson. Hann hefur hvorki svarað símtölum fréttastofu í dag né skriflegum skilaboðum. Ingi ítrekar þá fullvissu sína um að enginn hafi átt við kjörgögnin á milli talninganna. „Enda veit ég ekki hvar fólk hefði átt að fá kjörseðla. Þegar ég kom aftur var allt nákvæmlega eins og ég hafði gengið frá því. Það hefði ekki verið hægt að eiga við gögnin án þess að ég myndi sjá það,“ segir hann.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Lögreglumál Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira