Innlent

Æfðu sam­skipti sig­manns og þyrlunnar í Sunda­höfn

Atli Ísleifsson skrifar
Borgarbúar urðu margir varir við þyrluna, TF-GRO, þar sem hún sveif yfir Brúarfoss, flutningaskip Eimskips..
Borgarbúar urðu margir varir við þyrluna, TF-GRO, þar sem hún sveif yfir Brúarfoss, flutningaskip Eimskips.. Vísir/Vilhelm

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var við æfingar í Sundahöfn í morgun þar sem sérstaklega voru æfð samskipti sigmanns og þyrlunnar.

Borgarbúar urðu margir varir við þyrluna, TF-GRO, þar sem hún sveif yfir Brúarfoss, flutningaskip Eimskips, þar sem það var við bryggju.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að um hefðbundna björgunaræfingu hafi verið að ræða en að sérstaklega hafi verið að prófa samskiptabúnað sigmanns og þyrlunnar.

Að neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, náði af æfingunni.

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.