Innlent

Lífs­kjar­a­samn­ing­ur­inn lif­ir enn

Samúel Karl Ólason skrifar
Forsvarsmenn ASÍ sögðu í síðustu viku að þau vildu halda samningnum áfram og þá meðal annars vegna þess að fólk eigi inni launahækkanir og vegna þess að þau vildu ekki koma vinnumarkaðnum í uppnám samhliða stjórnarviðræðum.
Forsvarsmenn ASÍ sögðu í síðustu viku að þau vildu halda samningnum áfram og þá meðal annars vegna þess að fólk eigi inni launahækkanir og vegna þess að þau vildu ekki koma vinnumarkaðnum í uppnám samhliða stjórnarviðræðum. Vísir/vilhelm

Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands ætla ekki að segja upp lífskjarasamningnum svokallaða. Hann mun því halda gildi sinn út samningstímann og renna út þann 1. nóvember á næsta ári.

Í sameiginlegri tilkynningu frá ASÍ og SA segir að samninganefnd ASÍ og framkvæmdastjórn SA hafi komið saman í dag og fundað um framhald samningsins frá 2019. Samkvæmt skilmálum hans getur hvor aðili sagt honum upp fyrir klukkan fjögur þann 30. september.

Í tilkynningunni segir að á fundinum í dag hafi komið fram vilji beggja samtaka að samningar standi áfram.

ASÍ hefur sagt að stjórnvöld hafi ekki staðið við gefin loforð vegna lífskjarasamningsins. Forsendunefnd ASÍ og SA komst að þeirri niðurstöðu að margar forsendur samningsins væru brostnar.

Var þar um að ræða forsendur sem sneru að lífeyri, húsleigu, kennitöluflakki og vinnumarkaði.

Sjá einnig: Framtíð lífskjarasamningsins ræðst eftir helgi

Forsvarsmenn ASÍ sögðu í síðustu viku að þau vildu halda samningnum áfram og þá meðal annars vegna þess að fólk eigi inni launahækkanir og vegna þess að þau vildu ekki koma vinnumarkaðnum í uppnám samhliða stjórnarviðræðum.

Samtök atvinnulífsins sögðu þó að ekki væri búið að taka ákvörðun. Sú ákvörðun hefur nú verið tekin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×