Framtíð lífskjarasamningsins ræðst eftir helgi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2021 19:01 Drífa Snædal, forseti ASÍ. vísir/Arnar Forseti ASÍ segir vonbrigði að stjórnvöld hafi ekki staðið við gefin loforð vegna lífskjarasamninganna. Einhugur sé þó innan ASÍ um að samningum verði ekki sagt upp þrátt fyrir að forsendur séu brostnar. Samtök atvinnulífsins taka ákvörðun eftir helgi. Forsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins séu brostnar hvað varðar all mörg mál sem stjórnvöld hétu að beita sér fyrir þegar samningarnir voru undirritaðir árið 2019. „Það er yfirlýsing um vexti og verðtryggingu; þó vextir hafi lækkað er ýmislegt sem stendur út af þar. Það eru lífeyrismálin. Það eru húsaleigumálin; við ætluðum að styrkja réttarstöðu leigjenda. Það er kennitöluflakk; Það frumvarp er ekki enn komið í gegn, og síðan eru félagsleg undirboð á vinnumarkaði,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, aðspurð um dæmi um brostnar forsendur. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. vísir/Vilhelm Samninganefndir ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hittast á fundi á fimmtudaginn í næstu viku og ræða framtíð samningsins. Drífa segir einhug innan samninganefndar ASÍ um að samningnum verði ekki sagt upp þrátt fyrir forsendubrest. Meðal annars vegna þess að fólk eigi inni launahækkanir áður en hann rennur út í nóvemver á næsta ári. „Og við viljum tryggja að okkar fólk fái þær launahækkanir. Að auki finnst mér það vera ábyrgðarhlutverk að koma vinnumarkaðnum ekki í uppnám á þessari stundu. Og svo má nefna að það væir undarleg staða að vera í kjaraviðræðum samhliða stjórnarviðræðum.“ Samningurinn er þó enn í uppnámi þar sem Samtök atvinnulífsins geta einnig sagt honum upp. Að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra SA hefur ekki verið tekin ákvörðun og fundað verður um málið eftir helgi. Drífa segist vonsvikin yfir stöðunni og ókláruðum málum. „Það eru að sjálfsögðu vonbrigði að ekki hafi verið hægt að ná lendingu í öllum þessum málum,“ segir Drífa. Kjaramál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Forsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins séu brostnar hvað varðar all mörg mál sem stjórnvöld hétu að beita sér fyrir þegar samningarnir voru undirritaðir árið 2019. „Það er yfirlýsing um vexti og verðtryggingu; þó vextir hafi lækkað er ýmislegt sem stendur út af þar. Það eru lífeyrismálin. Það eru húsaleigumálin; við ætluðum að styrkja réttarstöðu leigjenda. Það er kennitöluflakk; Það frumvarp er ekki enn komið í gegn, og síðan eru félagsleg undirboð á vinnumarkaði,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, aðspurð um dæmi um brostnar forsendur. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. vísir/Vilhelm Samninganefndir ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hittast á fundi á fimmtudaginn í næstu viku og ræða framtíð samningsins. Drífa segir einhug innan samninganefndar ASÍ um að samningnum verði ekki sagt upp þrátt fyrir forsendubrest. Meðal annars vegna þess að fólk eigi inni launahækkanir áður en hann rennur út í nóvemver á næsta ári. „Og við viljum tryggja að okkar fólk fái þær launahækkanir. Að auki finnst mér það vera ábyrgðarhlutverk að koma vinnumarkaðnum ekki í uppnám á þessari stundu. Og svo má nefna að það væir undarleg staða að vera í kjaraviðræðum samhliða stjórnarviðræðum.“ Samningurinn er þó enn í uppnámi þar sem Samtök atvinnulífsins geta einnig sagt honum upp. Að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra SA hefur ekki verið tekin ákvörðun og fundað verður um málið eftir helgi. Drífa segist vonsvikin yfir stöðunni og ókláruðum málum. „Það eru að sjálfsögðu vonbrigði að ekki hafi verið hægt að ná lendingu í öllum þessum málum,“ segir Drífa.
Kjaramál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira