Funda í vikunni um mögulega sameiningu fjögurra Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2021 13:39 Anton Kári Halldórsson formaður samstarfsnefndar og sveitarstjóri Rangárþings eystra. Stöð 2 Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi mun funda um næstu skref síðar í vikunni eftir að tillaga um sameiningu Ásahrepps, Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings ytra og Rangárþings eystra var felld í Ásahreppi. Þetta segir Anton Kári Halldórsson formaður samstarfsnefndar og sveitarstjóri Rangárþings eystra. Í tilkynningu er haft eftir Antoni Kára að meirihluti kjósenda í fjórum af fimm sveitarfélögum samþykkir því að sveitarfélögin sameinist. „Einn valmöguleikinn hlýtur að vera að kosið verði aftur í þeim fjórum sveitarfélögum sem samþykktu og kannað hvort íbúar vilji að sameiningin gangi í gegn. Það gæti gerst tiltölulega hratt, til dæmis í desember eða janúar,“ segir Anton Kári. Einfaldur meirihluti ræður Um áttatíu prósent kjósenda í Ásahreppi greiddu atkvæði gegn sameiningunni, en þegar kosið er um sameiningu sveitarfélaga ræður einfaldur meirihluti greiddra atkvæða niðurstöðunni í hverju sveitarfélagi og er hún bindandi fyrir sveitarstjórn. Í tilkynningu frá samstarfsnefndinni segir að ef tillögu er hafnað í einhverju sveitarfélaganna, líkt og gerðist í Ásahreppi er málinu þar með lokið fyrir íbúa þess sveitarfélags. „Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er sveitarstjórnum þeirra sveitarfélaga, þar sem tillagan er samþykkt, heimilt að ákveða að sameinast án þeirra sveitarfélaga þar sem tillögunni er hafnað. Skilyrði er að tillagan hafi verið samþykkt í að lágmarki 2/3 hluta þeirra sveitarfélaga sem tillagan varðar og að í þeim sveitarfélögum búi að minnsta kosti 2/3 hlutar íbúa sveitarfélaganna. Bæði skilyrði eru uppfyllt í þessu tilfelli, en sveitarstjórnirnar fimm höfðu lýst því yfir fyrir kosningar að þær myndu ekki nýta þessa heimild. Vilji sveitarstjórirnar skoða aðra sameiningarkosti þarf því að koma fram ný tillaga eða tillögur um sameiningarviðræður og gefa íbúum tækifæri til að kjósa að nýju,“ segir í tilkynningunni. Sveitarstjórnarmál Ásahreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Skaftárhreppur Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Sameiningu hafnað í Ásahreppi en naumlega samþykkt annars staðar Tillögu um sameiningu Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps var hafnað með miklum mun í Ásahreppi í kosningum sem fram fóru samhliða þingkosningum í gær. 26. september 2021 07:16 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Þetta segir Anton Kári Halldórsson formaður samstarfsnefndar og sveitarstjóri Rangárþings eystra. Í tilkynningu er haft eftir Antoni Kára að meirihluti kjósenda í fjórum af fimm sveitarfélögum samþykkir því að sveitarfélögin sameinist. „Einn valmöguleikinn hlýtur að vera að kosið verði aftur í þeim fjórum sveitarfélögum sem samþykktu og kannað hvort íbúar vilji að sameiningin gangi í gegn. Það gæti gerst tiltölulega hratt, til dæmis í desember eða janúar,“ segir Anton Kári. Einfaldur meirihluti ræður Um áttatíu prósent kjósenda í Ásahreppi greiddu atkvæði gegn sameiningunni, en þegar kosið er um sameiningu sveitarfélaga ræður einfaldur meirihluti greiddra atkvæða niðurstöðunni í hverju sveitarfélagi og er hún bindandi fyrir sveitarstjórn. Í tilkynningu frá samstarfsnefndinni segir að ef tillögu er hafnað í einhverju sveitarfélaganna, líkt og gerðist í Ásahreppi er málinu þar með lokið fyrir íbúa þess sveitarfélags. „Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er sveitarstjórnum þeirra sveitarfélaga, þar sem tillagan er samþykkt, heimilt að ákveða að sameinast án þeirra sveitarfélaga þar sem tillögunni er hafnað. Skilyrði er að tillagan hafi verið samþykkt í að lágmarki 2/3 hluta þeirra sveitarfélaga sem tillagan varðar og að í þeim sveitarfélögum búi að minnsta kosti 2/3 hlutar íbúa sveitarfélaganna. Bæði skilyrði eru uppfyllt í þessu tilfelli, en sveitarstjórnirnar fimm höfðu lýst því yfir fyrir kosningar að þær myndu ekki nýta þessa heimild. Vilji sveitarstjórirnar skoða aðra sameiningarkosti þarf því að koma fram ný tillaga eða tillögur um sameiningarviðræður og gefa íbúum tækifæri til að kjósa að nýju,“ segir í tilkynningunni.
Sveitarstjórnarmál Ásahreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Skaftárhreppur Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Sameiningu hafnað í Ásahreppi en naumlega samþykkt annars staðar Tillögu um sameiningu Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps var hafnað með miklum mun í Ásahreppi í kosningum sem fram fóru samhliða þingkosningum í gær. 26. september 2021 07:16 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Sameiningu hafnað í Ásahreppi en naumlega samþykkt annars staðar Tillögu um sameiningu Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps var hafnað með miklum mun í Ásahreppi í kosningum sem fram fóru samhliða þingkosningum í gær. 26. september 2021 07:16