Afglæpavæðingin og innflytjendur brenna á yngsta kjörna þingmanni sögunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2021 10:32 Lenia Rún kom inn sem jöfnunarþingmaður í Reykjavík Norður á síðustu stundu. Fyrir vikið komst Brynjar Níelsson ekki á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Óhætt er að segja að Lenya Rún Taha Karim, nýr þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hafi verið steinhissa þegar í ljós kom að hún náði kjöri á Alþingi. Lenya Rún er 21 árs og brennur fyrir málefni útlendinga og innflytjenda. Lenya er yngsti kjörni þingmaður sögunnar en hún er 21 árs og 269 daga gömul. Hún bætir met Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur sem var 21 árs og 303 daga þegar hún var kjörin á þing fyrir Framsóknarflokkinn 2013. Lenya var á kosningavöku Pírata í nótt. „Svo kom ég bara heim og ákvað að fara að sofa klukkan fimm og setja símann á airplane-mode. Ég hugsaði bara, ég vakna þegar ég vakna,“ segir Lenya. „Þetta var bara alltof spennandi og of taugatrekkjandi.“ Hún segist ekki hafa átt von á því að ná inn á þing. Enn þá að meðtaka þetta „Ég ætla ekki að ljúga. Þegar við töluðum saman í gær þá var ég ekki að búast við þessu, var að gera ráð fyrir að verða varaþingmaður. Ég var alls ekki búin að sjá fyrir mér að verða þingmaður og er enn þá aðeins að meðtaka þetta.“ Lenya er á þriðja ári í lögfræðinámi við Háskóla Íslands. Hún hefur verið virk í stúdentapólitíkinni hjá Vöku. Þá hefur hún bæði búið á Íslandi og í Kúrdistan en þaðan eru foreldrar hennar. „Ég ólst upp í Breiðholtinu fyrstu fjögur árin en svo fluttum við í Salahverfið,“ segir Lenya. Þar hefur hún búið fyrir utan árin 2013-2016 þegar fjölskyldan bjó í Kúrdistan. Ætlar að vaða í afglæpavæðingu Hún segist brenna fyrir ýmiss málefni. „Að sjálfsögðu, það er ástæðan fyrir því að ég bauð mig fram. Ég held ég gæti verið góður fultrúi þeirra hópa sem fá svo sjaldan áheyrn. Eins og unga fólkið, útlendingar og innflytjendur.“ Hún segir mjög mikla vinnu fram undan. „Ég veit ekki hvar ég myndi byrja. Auðvitað afglæpavæðingin, við erum komin svo langt með þessa vinnu en við gætum klárað það á þessu kjörtímabili, strax núna í haust.“ Alþingiskosningar 2021 Píratar Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Lenya er yngsti kjörni þingmaður sögunnar en hún er 21 árs og 269 daga gömul. Hún bætir met Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur sem var 21 árs og 303 daga þegar hún var kjörin á þing fyrir Framsóknarflokkinn 2013. Lenya var á kosningavöku Pírata í nótt. „Svo kom ég bara heim og ákvað að fara að sofa klukkan fimm og setja símann á airplane-mode. Ég hugsaði bara, ég vakna þegar ég vakna,“ segir Lenya. „Þetta var bara alltof spennandi og of taugatrekkjandi.“ Hún segist ekki hafa átt von á því að ná inn á þing. Enn þá að meðtaka þetta „Ég ætla ekki að ljúga. Þegar við töluðum saman í gær þá var ég ekki að búast við þessu, var að gera ráð fyrir að verða varaþingmaður. Ég var alls ekki búin að sjá fyrir mér að verða þingmaður og er enn þá aðeins að meðtaka þetta.“ Lenya er á þriðja ári í lögfræðinámi við Háskóla Íslands. Hún hefur verið virk í stúdentapólitíkinni hjá Vöku. Þá hefur hún bæði búið á Íslandi og í Kúrdistan en þaðan eru foreldrar hennar. „Ég ólst upp í Breiðholtinu fyrstu fjögur árin en svo fluttum við í Salahverfið,“ segir Lenya. Þar hefur hún búið fyrir utan árin 2013-2016 þegar fjölskyldan bjó í Kúrdistan. Ætlar að vaða í afglæpavæðingu Hún segist brenna fyrir ýmiss málefni. „Að sjálfsögðu, það er ástæðan fyrir því að ég bauð mig fram. Ég held ég gæti verið góður fultrúi þeirra hópa sem fá svo sjaldan áheyrn. Eins og unga fólkið, útlendingar og innflytjendur.“ Hún segir mjög mikla vinnu fram undan. „Ég veit ekki hvar ég myndi byrja. Auðvitað afglæpavæðingin, við erum komin svo langt með þessa vinnu en við gætum klárað það á þessu kjörtímabili, strax núna í haust.“
Alþingiskosningar 2021 Píratar Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira