Afglæpavæðingin og innflytjendur brenna á yngsta kjörna þingmanni sögunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2021 10:32 Lenia Rún kom inn sem jöfnunarþingmaður í Reykjavík Norður á síðustu stundu. Fyrir vikið komst Brynjar Níelsson ekki á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Óhætt er að segja að Lenya Rún Taha Karim, nýr þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hafi verið steinhissa þegar í ljós kom að hún náði kjöri á Alþingi. Lenya Rún er 21 árs og brennur fyrir málefni útlendinga og innflytjenda. Lenya er yngsti kjörni þingmaður sögunnar en hún er 21 árs og 269 daga gömul. Hún bætir met Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur sem var 21 árs og 303 daga þegar hún var kjörin á þing fyrir Framsóknarflokkinn 2013. Lenya var á kosningavöku Pírata í nótt. „Svo kom ég bara heim og ákvað að fara að sofa klukkan fimm og setja símann á airplane-mode. Ég hugsaði bara, ég vakna þegar ég vakna,“ segir Lenya. „Þetta var bara alltof spennandi og of taugatrekkjandi.“ Hún segist ekki hafa átt von á því að ná inn á þing. Enn þá að meðtaka þetta „Ég ætla ekki að ljúga. Þegar við töluðum saman í gær þá var ég ekki að búast við þessu, var að gera ráð fyrir að verða varaþingmaður. Ég var alls ekki búin að sjá fyrir mér að verða þingmaður og er enn þá aðeins að meðtaka þetta.“ Lenya er á þriðja ári í lögfræðinámi við Háskóla Íslands. Hún hefur verið virk í stúdentapólitíkinni hjá Vöku. Þá hefur hún bæði búið á Íslandi og í Kúrdistan en þaðan eru foreldrar hennar. „Ég ólst upp í Breiðholtinu fyrstu fjögur árin en svo fluttum við í Salahverfið,“ segir Lenya. Þar hefur hún búið fyrir utan árin 2013-2016 þegar fjölskyldan bjó í Kúrdistan. Ætlar að vaða í afglæpavæðingu Hún segist brenna fyrir ýmiss málefni. „Að sjálfsögðu, það er ástæðan fyrir því að ég bauð mig fram. Ég held ég gæti verið góður fultrúi þeirra hópa sem fá svo sjaldan áheyrn. Eins og unga fólkið, útlendingar og innflytjendur.“ Hún segir mjög mikla vinnu fram undan. „Ég veit ekki hvar ég myndi byrja. Auðvitað afglæpavæðingin, við erum komin svo langt með þessa vinnu en við gætum klárað það á þessu kjörtímabili, strax núna í haust.“ Alþingiskosningar 2021 Píratar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Sjá meira
Lenya er yngsti kjörni þingmaður sögunnar en hún er 21 árs og 269 daga gömul. Hún bætir met Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur sem var 21 árs og 303 daga þegar hún var kjörin á þing fyrir Framsóknarflokkinn 2013. Lenya var á kosningavöku Pírata í nótt. „Svo kom ég bara heim og ákvað að fara að sofa klukkan fimm og setja símann á airplane-mode. Ég hugsaði bara, ég vakna þegar ég vakna,“ segir Lenya. „Þetta var bara alltof spennandi og of taugatrekkjandi.“ Hún segist ekki hafa átt von á því að ná inn á þing. Enn þá að meðtaka þetta „Ég ætla ekki að ljúga. Þegar við töluðum saman í gær þá var ég ekki að búast við þessu, var að gera ráð fyrir að verða varaþingmaður. Ég var alls ekki búin að sjá fyrir mér að verða þingmaður og er enn þá aðeins að meðtaka þetta.“ Lenya er á þriðja ári í lögfræðinámi við Háskóla Íslands. Hún hefur verið virk í stúdentapólitíkinni hjá Vöku. Þá hefur hún bæði búið á Íslandi og í Kúrdistan en þaðan eru foreldrar hennar. „Ég ólst upp í Breiðholtinu fyrstu fjögur árin en svo fluttum við í Salahverfið,“ segir Lenya. Þar hefur hún búið fyrir utan árin 2013-2016 þegar fjölskyldan bjó í Kúrdistan. Ætlar að vaða í afglæpavæðingu Hún segist brenna fyrir ýmiss málefni. „Að sjálfsögðu, það er ástæðan fyrir því að ég bauð mig fram. Ég held ég gæti verið góður fultrúi þeirra hópa sem fá svo sjaldan áheyrn. Eins og unga fólkið, útlendingar og innflytjendur.“ Hún segir mjög mikla vinnu fram undan. „Ég veit ekki hvar ég myndi byrja. Auðvitað afglæpavæðingin, við erum komin svo langt með þessa vinnu en við gætum klárað það á þessu kjörtímabili, strax núna í haust.“
Alþingiskosningar 2021 Píratar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Sjá meira