Innlent

Ók á þrjá bíla og missti fram­dekkið undan bílnum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn hafði ekið á þrjá bíla áður en hann stoppaði.
Maðurinn hafði ekið á þrjá bíla áður en hann stoppaði. Vísir/Vilhelm

Ökumaður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt eftir að hann hafði ekið á þrjá bíla og misst annað framdekkið undan bíl sínum. Maðurinn er grunaður um ölvunarakstur. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Bíllinn varð fyrir nokkru tjóni þar sem annað framdekkið vantaði á bílinn og maðurinn hafði ekið á þrjár bifreiðar. Hann var vistaður fyrir rannókn málsins í fangageymslum.

Þá hafði ölvaður farþegi bifreiðarinnar læst sig inni í bílnum og neitaði að koma út fyrir lögreglu þegar dráttarbifreið frá Króki kom til að fjarlægja bifreiðina. Farþeginn var síðar handtekinn fyrir að fara ekki að tilmælum lögreglu og vistaður í fangageymslum fyrir rannsókn málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×