Lífið

Kristrún spilaði á harmonikkuna fyrir Heimi

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Kristrún tók Síldarvalsinn í setti kosningasjónvarps Stöðvar 2.
Kristrún tók Síldarvalsinn í setti kosningasjónvarps Stöðvar 2. stöð 2

Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, gerði sér lítið fyrir og greip í harmonikkuna í setti hjá Heimi Má á kosningakvöldi Stöðvar 2.

Kristrún er ansi örugg inn á þing, ef marka má fyrstu tölur úr kjördæminu. Hún segist þó aðeins kunna lög sem falla í kramið hjá eldri kynslóðinni.

„Þegar ég lærði á nikku þá var það faðir minn sem ýtti mér út í þetta. Og ég kann bara svona partýlög fyrir eldri kynslóðina. Þannig það eina sem ég kann á nikku er Hreðavatnsvalsinn og Undir bláhimni og svona,“ segir Kristrún.

Því varð Síldarvalsinn fyrir valinu í kvöld og virtist hann falla ágætlega í kramið hjá Heimi Má, sem varð að halda nótnablaðinu fyrir framan Kristrúnu, sem kvaðst vera orðin of ringluð eftir kosningabaráttuna til að geta spilað hann eftir minni.

Hér má sjá stórkostlega frammistöðu Kristrúnar:
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.