Lífið

Þóra hans Bjarna segir umræðuna oft óvægna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þóra Margrét var gestur í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 í kvöld.
Þóra Margrét var gestur í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 í kvöld.

Þóra Margrét Baldvinsdóttir segir engan fara í þingmennsku nema af einhverri hugsjón. Umræðan sé oft óvægin og hún myndi vara börnin sín við umhverfinu hefðu þau áhuga á að leggja þingmennskuna fyrir sig.

Þóra Margrét og Kristinn Jón Ólafsson, maki Halldóru Mogensen, mættu kosningavöku Stöðvar 2 í kvöld og ræddu hvernig það sé að vera í sambandi með þingmanni.

„Þau eru í verkefni fyrir þjóðina og allir trúa því að þau séu að gera sitt besta,“ segir Kristinn. Hann efast um að fólk eigi að vera lengi í pólitík. Það sé mikil þörf á því að hrista uppi í hlutunum.

„Það er margt annað í lífinu en þetta er ekki bara atvinna. Þetta er hugsjón,“ segir Þóra Margrét.

„Umræðan er oft óvægin og skrýtin.“

Kristinn segir að maður verði að passa sig að taka hlutunum ekki of persónulega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×