Innlent

„Bara þessi eina skoðanakönnun sem gildir“

Samúel Karl Ólason og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa
Sigurður Ingi Jóhannsson á Flúðum í morgun.
Sigurður Ingi Jóhannsson á Flúðum í morgun. Vísir/Magnús Hlynur

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir kosningabaráttuna hafa gengið ljómandi vel. Hún hafi farið hægt af stað en verið snörp og skemmtileg.

„Við í framsókn höfum upplifað mikla jákvæðni og eftirvæntingu um að heyra hvað við höfum fram á að færa,“ sagði Sigurður í samtali við fréttastofu eftir að hann kaus á Flúðum í morgun.

Sigurður Ingi segist ætla að flakka um í dag, heimsækja kosningaskrifstofur Framsóknarflokksins og tala við sitt fólk, þakka því fyrir og hvetja það áfram.

„Þetta er ekki búið fyrr en það er búið í kvöld.“

Aðspurður um hvort hann verði í næstu ríkisstjórn segir Sigurður Ingi að best sé að bíða.

„Eigum við ekki að sjá hvernig niðurstöður kosninganna verða og taka það samtal upp á morgun,“ sagði Sigurður Ingi. „Vilji kjósendanna kemur í ljós í dag.

Hann sagðist bjartsýnn.

„Skoðanakannanir hafa verið jákvæðar en það er bara þessi eina skoðanakönnun sem gildir. Það er þessi sem er í dag.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×