Lífið

Leiðir skilja hjá Elon Musk og Gri­mes

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Elon Musk og Grimes hafa verið saman síðan árið 2018.
Elon Musk og Grimes hafa verið saman síðan árið 2018. Getty/Theo Wargo

Auðkýfingurinn Elon Musk og tónlistarkonan Grimes eru hætt saman eftir þriggja ára samband. Parið á eitt barn saman, soninn X Æ A-Xii Musk sem er eins árs gamall. 

Þetta tilkynnti Musk, eigandi SpaceX og Teslu,  í samtali við Page Six. Þau Grimes séu „hálf-skilin“ en þau séu þó enn góðir vinir og muni ala soninn um saman. Þau Grimes elski hvort annað enn og búi enn saman, en í sínu hvoru herberginu. 

Fréttirnar eru sagðar nokkuð óvæntar en parið mætti saman á góðgerðaviðburðinn Met Gala eins og þau hafa gert síðan 2018. 


Tengdar fréttir

Grimes lét húðflúra geimveruklór yfir allt bakið

Hin skrautlega, kandíska söngkona Grimes fékk sér fremur frumlegt tattú á dögunum, svo ekki sé meira sagt. Grimes, sem einnig er kærasta og barnsmóðir auðjöfursins Elon Musk, er þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir hvað varðar tísku og listsköpun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.