Innlent

Fylgi Katrínar meira en næstu þriggja samanlagt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarni, Katrín og Sigurður Ingi verða í eldlínunni í leiðtogakappræðum á Stöð 2 klukkan 18:55 í kvöld.
Bjarni, Katrín og Sigurður Ingi verða í eldlínunni í leiðtogakappræðum á Stöð 2 klukkan 18:55 í kvöld. Vísir/vilhelm

Þegar landsmenn eru spurðir að því hvern af leiðtogum stjórnmálaflokkanna þeir vilji sjá sem næsta forsætisráðherra þá svara 36 prósent þeirra: Katrín Jakobsdóttir. Þetta kemur fram í nýrri Maskínukönnun.

Alls vilja 13,3 prósent að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði forsætisráðherra. Þar á eftir kemur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, en 10,1 prósent vilja helst sjá hann sem forsætisráðherra. Fjórða er svo Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati með 8,8 prósent.

Samanlagt vilja 32,2 prósent eitt þessara þriggja sem forsætisráðherra sem er nokkuð minna en þeir sem vilja Katrínu í brúnni.

6075 voru spurðir og var svarhlutfall 95,6 prósent.

Næst koma Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, með tæplega átta prósent. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokks, með 6,7 prósent. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, með 3,5 prósent og Gunnar Smári Egilsson hjá Sósíalistaflokknum nýtur 2,1 prósenta fylgis í forsætisráðherrann.

Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, var tíu sinnum nefndur af þeim rúmlega sex þúsund sem spurðir voru.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks sem dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur voru alls staðar að af landinu átján ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofu Íslands.

Könnunin fór fram dagana 15. til 22. september 2021 og voru svarendur 6076 talsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×