Þegar slökkvilið bar að garði kom í ljós að eldur logaði í stól í íbúðinni en greiðlega gekk að slökkva. Ekki er ljóst hvernig eldurinn kviknaði og er málið í rannsókn.
Að öðru leyti gekk nóttin vel að sögn varðstjóra en hjá slökkviliðinu búa menn sig nú undir vonskuveðrið sem er á leiðinni og er fólk minnt á að ganga frá öllu lauslegu og hreinsa frá niðurföllum og þess háttar til að forðast tjón.