Lífið

The Crown og Ted Lasso sigurvegarar kvöldsins

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nokkrir sigurvegarar kvöldsins.
Nokkrir sigurvegarar kvöldsins. AP

Drottningardramað The Crown og gamanþættirnir um knattspyrnuþjálfarann Ted Lasso komu, sáu og sigruðu á Emmy-verðlaununum sem veitt voru í nótt. 

The Crown var meðal annars valin besta dramaþáttaröðin og þá voru fjórir leikarar þáttanna verðlaunaðir.

Umræddir leikarar voru Olivia Colman, sem lék Elísabetu drottningu, Gillian Anderson sem lék Margaret Thatcher, Josh O' Connor sem lék hertogann af Edinborg og Tobias Menzies sem fór með hlutverk Karls Bretaprins.

Kate Winslet var verðlaunuð fyrir hlutverk sitt í Mare of Easttown og Ewan McGregor fyrir Halston. Þá hlutu Evan Peters og Julianne Nicholson verðlaun fyrir aukahlutverk sín í Mare of Easttown.

Jason Sudeikis var útnefndur besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir Ted Lasso og Hannah Waddingham og Brett Goldstein, sem einnig leika í þáttunum, hlutu verðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki í gamanþáttaröð.

Einn af hápunktum hátíðarinnar var verðlaunaræða Michealu Coel, sem varð fyrsta svarta konan til að vinna Emmy-verðlaun fyrir besta handrit að einnar seríu þáttaröð fyrir I May Destroy You.

Hvatti hún handritshöfunda við að skrifa um það sem hræddi þá mest og tileinkaði þættina öllum þolendum kynferðisofbeldis.

Hér má finna lista yfir alla sigurvegara kvöldsins.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.