Innlent

Mögu­legt nýtt eld­gos reyndist vera tunglið

Atli Ísleifsson skrifar
Eldgosið í Fagradalsfjalli hófst 19. mars og er því nú 182 daga gamalt.
Eldgosið í Fagradalsfjalli hófst 19. mars og er því nú 182 daga gamalt. Vísir/Vilhelm

Næturvakt Veðurstofunnar fékk töluvert af tilkynningum í gærkvöld um að mögulegt væri annað eldgos hafið á Reykjanesskaga, nú austan við Fagradalsfjall.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að allir þeir sem hafi haft samband hafi haft sömu sögu að segja – að mjög greinilegur bjarmi hafi verið austan við eldstöðvarnar í Geldingadölum.

„Við nánari athugun kom í ljós að þarna var tunglið að stríða okkur! Glóandi appelsínugult á lit og rétt náði að gægjast á milli lágskýjanna, enda staðsett mjög nálægt sjóndeildarhringnum frá okkur séð,“ segir í tilkynningunni.

Eldgosið í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga hófst í Geldingadölum 19. mars og er því nú 182 daga gamalt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×