Innlent

Lögreglan með viðveru við héraðsdóm vegna Rauðagerðismálsins

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglumenn biðu í þessum bíl fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur á meðan skýrslur voru teknar af vitnum vegna aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu. 
Lögreglumenn biðu í þessum bíl fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur á meðan skýrslur voru teknar af vitnum vegna aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu.  Vísir/Vilhelm

Rauðagerðismálið þykir afar sérstætt á íslenskan mælikvarða og til marks um það þá hefur lögreglan haft talsverðan viðbúnað Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 

Lögreglan vildi ekki svara spurningum fréttastofu varðandi viðbúnað sinn. Eftir því sem fréttastofa kemst næst þá er þessi viðvera hennar til að tryggja öryggi þeirra vitna sem kölluð voru fyrir dóminn í dag. Vitnin tengjast Rauðagerðismálinu með ólíkum hætti og hafa mismunandi bakgrunn.

Málið varðar morðið á Armando Beqirai sem var skotinn níu sinnum með skammbyssu við heimili sitt í Rauðagerði í febrúar síðastliðinn. Um fordæmalausan atburð er að ræða í íslensku samfélagi sem hefur vakið mikinn óhuga. Hefur atlagan verið sögð minna á aftöku. 

Eins og alvarleiki Rauðagerðismálsins gefur til kynna þá geta tveir heimar skarast í svona málum, annars vegar hinn almenni borgari sem sinnir sínu daglegu lífi og hins vegar fólk sem hefur tengingar við undirheima Íslands. Fjórði og síðasti dagur aðalmeðferðar fer fram hér á morgun en málflutningi lýkur 23. september.


Tengdar fréttir

„Ég þekki þessa hluti, þetta eru ekki mann­eskjur“

Góðvinur og samstarfsmaður Armando Beqirai var harðorður í garð sakborninga í Rauðagerðismálinu svokallaða þegar hann bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann sagði sakborningana fjóra ekki manneskjur heldur hluti.

Anton Kristinn segir ekkert til í fullyrðingu um 50 milljóna króna sekt

Anton Kristinn Þórarinsson segir ekki eiga við rök að styðjast að aðilar í undirheimum hafi ætlað að sekta hann um tugi milljóna króna. Hann þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Angjelin Sterkaj um að gera Armando Beqirai mein. Hefði hann vitað það hefði hann tekið fyrir það. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.