Lífið

Unnur Eggerts og Tra­vis eiga von á barni

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Lífið leikur við leikkonuna og kosningastjórann Unni Eggerts og unnusta hennar Travis. Þau trúlofuðu sig fyrr á árinu og eiga nú von á sínu fyrsta barni.
Lífið leikur við leikkonuna og kosningastjórann Unni Eggerts og unnusta hennar Travis. Þau trúlofuðu sig fyrr á árinu og eiga nú von á sínu fyrsta barni. Instagram/Unnur Eggerts

Leikkonan og kosningastjóri Vinstri grænna, Unnur Eggertsdóttir á von á sínu fyrsta barni með unnusta sínum Travis. Hún deilir gleðitíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram. 

Unnur birtir mynd af þeim Travis ásamt hundinum Ellý, þar sem hún skrifar að Ellý eigi von á nýjum leikfélaga í mars. Í færslunni birtir hún einnig sónarmynd þar sem má sjá væntanlegan leikfélaga Ellýar.

Vísir greindi frá því í sumar þegar Travis bað Unnar á rómantískan hátt á Loews hótelinu á Santa Monica strönd á afmælisdag hennar. Þau byrjaðu saman í byrjun árs 2019 og virðist Unnur ástfangin upp fyrir haus.

Unnur hefur getið sér gott orð sem leikkona og birtist meðal annars í þáttunum Systrabönd og stuttmyndinni Sóttkví á þessu ári. Margir þekkja hana þó eflaust sem Sollu Stirðu úr Latabæ eða úr Söngvakeppni Sjónvarpsins þar sem hún tók þátt árið 2013 með lagið Ég syng.

Hún hefur haft í nægu að snúast undanfarið en hún gegnir stöðu kosningastjóra Vinstri grænna í Reykjavík.

Sjá einnig: Unnur Eggerts í stjórnmálin

Unnur ber marga hatta en hún er einnig annar eigandi og skólastýra í Skýinu sem er skapandi skóli sem stofnaður var á síðasta ári. Samhliða þessu stýrir hún hlaðvarpsþáttunum Fantasíusvítan sem fjallar um þættina The Bachelor og Tjikk Tjatt þar sem fjallað um bíómyndir eða svokallaðar „chickflicks“.


Tengdar fréttir

Unnur Eggerts í stjórnmálin

Leikkonan Unnur Eggertsdóttir mun stýra kosningum Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar.

Kærastinn bað Unnar Eggerts á af­mælis­daginn

Leikkonan, skólastýran og hlaðvarpsstjórnandinn Unnur Eggertsdóttir hefur trúlofast kærasta sínum Travis. Unnur segir frá rómantísku bónorðinu í færslu á Instagram.

„Varð strax ástfangin af honum fyrsta kvöldið“

Leikkonan Unnur Eggertsdóttir hefur verið búsett í Los Angeles undanfarin ár að reyna fyrir sér í leiklistinni. Hún lék Sollu Stirðu í nokkur ár, tók þátt í Söngvakeppninni og þykir efnileg leik- og söngkona.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.