Yngjandi undravatn í pottunum í Stykkishólmi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. september 2021 06:36 Arnar Hreiðarsson sér um sundlaugarnar í Stykkishólmi. Vísir/Sigurjón Einstakt vatn rennur í heitu pottana í Stykkishólmi en það er blandað náttúrulegum efnum sem finnast hvergi annars staðar á landinu. Forstöðumaðurinn líkir vatninu við undravatn, segir það yngjandi og geta ráðið bug á ýmsum húðsjúkdómum. Pottarnir við sundlaugina í Stykkishólmi virðast ósköp hefðbundnir en það sem margir vita ekki er að í þá rennur einstakt, vottað hitaveituvatn úr borholu. Vatnið er ríkt af steinefnum, er basískt og inniheldur uppleyst efni á borð við natríumklóríð og kalsíumsölt. Vatnið hefur reynst fólki með húðsjúkdóma vel og það sem er ekki síðra - það á líka að vera yngjandi. „Þessi samsetning er talin alveg extra góð og þeir psoriasis sjúklingar sem koma hingað segja að þetta sé mikið betra en vatnið í Bláa lóninu, ég veit ekki hvort það má segja það,” segir Arnar Hreiðarsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Stykkishólmi. Hann segir fólk finna raunverulegan mun á húðinni eftir vatnið. „Það eru margir sem koma, leigja sér bústað hérna uppi í sveit og eru hér í kannski þrjá, fjóra eða fimm daga og fara miklu betri heim. Það er miklu ódýrara að koma í Stykkishólm í nokkra daga en að fara í sólina og liggja erlendis,” segir Arnar og tekur fram að það kosti ekki nema 1.050 krónur að fara í laugina. Arnar bætir við að drykkjarvatnið sé einnig allra meina bót, en sundlaugargestir geta drukkið það beint af krana. „Þetta er aðeins salt og steinefnin í þessu eru betri en orkudrykkir sem verið er að blanda og búa til og setja í alls konar steinefni. Þetta er allt hér.“ Vatnið er sagt vera allra meina bót.Vísir/Sigurjón Róbert Grétar Gunnarsson, yfirstýrimaður á Baldri, er fastagestur í lauginni en tekur undir orð Arnars að um algjört undravatn sé að ræða. „Þetta er bara alveg dásamlegt. Hressir, bætir og kætir á allan hátt.“ Stykkishólmur Sundlaugar Heilsa Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Pottarnir við sundlaugina í Stykkishólmi virðast ósköp hefðbundnir en það sem margir vita ekki er að í þá rennur einstakt, vottað hitaveituvatn úr borholu. Vatnið er ríkt af steinefnum, er basískt og inniheldur uppleyst efni á borð við natríumklóríð og kalsíumsölt. Vatnið hefur reynst fólki með húðsjúkdóma vel og það sem er ekki síðra - það á líka að vera yngjandi. „Þessi samsetning er talin alveg extra góð og þeir psoriasis sjúklingar sem koma hingað segja að þetta sé mikið betra en vatnið í Bláa lóninu, ég veit ekki hvort það má segja það,” segir Arnar Hreiðarsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Stykkishólmi. Hann segir fólk finna raunverulegan mun á húðinni eftir vatnið. „Það eru margir sem koma, leigja sér bústað hérna uppi í sveit og eru hér í kannski þrjá, fjóra eða fimm daga og fara miklu betri heim. Það er miklu ódýrara að koma í Stykkishólm í nokkra daga en að fara í sólina og liggja erlendis,” segir Arnar og tekur fram að það kosti ekki nema 1.050 krónur að fara í laugina. Arnar bætir við að drykkjarvatnið sé einnig allra meina bót, en sundlaugargestir geta drukkið það beint af krana. „Þetta er aðeins salt og steinefnin í þessu eru betri en orkudrykkir sem verið er að blanda og búa til og setja í alls konar steinefni. Þetta er allt hér.“ Vatnið er sagt vera allra meina bót.Vísir/Sigurjón Róbert Grétar Gunnarsson, yfirstýrimaður á Baldri, er fastagestur í lauginni en tekur undir orð Arnars að um algjört undravatn sé að ræða. „Þetta er bara alveg dásamlegt. Hressir, bætir og kætir á allan hátt.“
Stykkishólmur Sundlaugar Heilsa Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira