Innlent

Synjun um fram­boðs­lista Á­byrgrar fram­tíðar stað­fest

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgrar framtíðar.
Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgrar framtíðar. Vísir/Harmageddon

Landskjörstjórn hefur staðfest úrskurð yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis um að framboðslista sem Ábyrg framtíð skilaði inn yrði hafnað. Grundvöllur úrskurðarins var sá að tilskyldum meðmælafjölda var ekki náð.

Þetta staðfestir Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, í samtali við fréttastofu. Öll önnur framboð hafa verið staðfest.

Ábyrg framtíð mun því aðeins bjóða fram í Reykjavíkurkjördæmi norður. Jóhannes Loftsson, formaður flokksins, lýsti mikilli óánægju sinni með höfnun framboðsins í Suðurkjördæmi um helgina og spurði meðal annars hvort ásættanlegt sé „tölvuvillur og vankantar meðmælasöfnunarkerfis ákveði hvort þú megir nýta þér þinn lýðræðislega rétt.“


Tengdar fréttir

Formaður Ábyrgrar framtíðar um synjun framboðslista: „Ef þetta er ó­lög­legt, þá gætu kosningarnar í heild sinni orðið ó­lög­legar“

Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgrar framtíðar, lýsir yfir mikilli óánægju með að lista framboðsins hafi verið hafnað af yfirkjörstjórn í suðurkjördæmi í gær. Grundvöllur úrskurðarins var sá að tilskyldum meðmælafjölda var ekki náð og því býður flokkurinn aðeins fram í einu kjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×